Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Side 4

Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Side 4
niDoa / • / Dredíkarinn Unga fólkið, sem hefur gaman af að gefa öllu og öllum nafn, kalla hann Hippa-prédikarann og Afturhvarfs-prédikarann. En þekktastur er hann sem prédikar- inn á Sunset Strip. Arthur Blessit er einn þeirra boðenda Guðs orðs, sem hefur vakið mesta athygli innan Jesú- vakningarinnar í Ameríku. Sjálf- ur var hann ekki hippi fyrir aft- urhvarf sitt, en hann skildi það snemma, að ef hann ætti að geta náð til æskumannanna, sem tóku að streyma til Hollywood og Sunset Strip árið 1964, yrði hann að fara út til þeirra. Ég komst að raun um, að auð- veldara var að ávinna þetta unga fólk Guði til handa en nokkra aðra. Það var ekki mótsnúið Guði. En maður verður að geta talað við það á þeirra eigin máli. Þau tilheyrðu minni kynslóð, og Jesús elskaði þau og vildi upp- fylla alla þörf þeirra og þrár, segir Blessit. Þegar ég kom til þeirra með hálsbindi og í jakka- fötum, voru þau fálát og héldu, að ég væri að koma í einhverri eftirlitsferð til þess að reyna að kæra þau. En þegar ég lét hár mitt vaxa og klæddi mig á annan hátt, kunnu þau betur við sig í félagsskap mínum. Brátt komst hann að raun um, að það var ekki nóg að tala aðeins við unga fólkið á götunni. Þau þurftu að hafa einhvern stað, þangað sem þau gátu farið og þar 4 sem hægt var að ná til þeirra með Guðs orð. Söfnuðirnir voru ekki opnir fyrir unga fólkinu á þessum tíma, þeir létu eins og þeir sæju það ekki og létu það eiga sig, segir Blessit. Afstaða safnaðanna var e.t.v. fólgin í eftirfarandi setn- ingum: „Klipptu á þér hárið, farðu í bað og hættu eiturlyfja- neyzlu, því að það er hættulegt fyrir þig.“ í þess stað keyptu þeir dýr orgel fyrir 80,000 dollara. Þessar fallegu kirkjur voru opnar aðeins fáeinar klukkustundir í viku. Hipparnir rötuðu ekki til þeirra, og meðlimir kirkjunnar rötuðu ekki til þessarar tegundar æskumanna, sem höfðu svo mikla þörf fyrir Guð. Hollywood hafði áður fyrr, á gullöld kvikntyndanna, laðað að sér marga, sem voru í hamingju- leit, en nú voru það sem sagt hipparnir, sem héldu inn í borg- ina í stórum hópum. Þeir leituðu félagsskaparins og svara • við spurningum sínum. — Því miður endaði þetta oft í lífi í niðurlægingu og misnotkun fíkniefna. Ég skildi, að þetta var mikilvægari kristniboðskapur en margur annar, segir Arthur Bless- it. Eftir að hafa leitað lengi, fann hann allstórt herbergi í afskekktu móteli. Leigan var aðeins 60 doll- arar á mánuði. Blessit og aðstoð- armenn hans útveguðu þangað sófa og nokkur borð, sem ýmist voru notuð sem ræðustóll eða altari með fallegum dúk á og opinni Biblíu. Nokkrir gáfu einn- ig suðuplötu — Ég var mjög spenntur, þeg- ar ég fór út að bjóða unga fólk- inu. En trú okkar varð ekki til skammar. Þau komu í stórum hópum. Kona mín og ég buðum heita súpu með kexi, og svo út- býttum við smáritum og biblíu- ritum. Ég prédikaði einu sinni og tvisvar á hverju kvöldi. Allir hlustuðu alvarlegir. Eitt af hin- um jákvæðu einkennum hipp- anna er það, hvað þeir eru ein- lægir og lausir við hræsni. Auð- vitað voru ekki allir reiðubúnir til þess að taka á móti Jesú sér til sáluhjálpar, en hópurinn, sem fann svar við hinum mörgu spurningum sínum í fyrsta sinn á

x

Kristilegt skólablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.