Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Page 9
Er sama, á hvað við trúum? Liggja allar leiðir
heim tii Guðs að lokum? Ég hef í þessum fáu
orðum mínum leitazt við að svara þessum spurn-
ingum, — og svar mitt er afdráttarlaust neitandi.
Það er ekki sama, á hvað við trúum. Ekki liggja
allar leiðir heim til Guðs. Enginn getur frelsað okkur
og gefið okkur eilift samfélag við Guð nema aðeins le-sús
Knstur einn. Hann einn getur gefið okkur það, sem
hjarta okkar þráir innst inni, — frið við Guð.
Hann einn er frelsari.
Fagnaðarerindið segir aldrei við þig: Þú skalt.
Það segir lögmálið. Það segir mannleg trúrækni.
Það segir mannlegt eðli okkar. Fagnaðarerindið
segir okkur frá því, sem Guð hefur gjört í okkar
stað. Það flytur okkur boðskapinn um þá náð, sem
Guð vill gefa okkur. Fagnaðarerindið leggur
áherzlu á Guð, en ekki sjálfan þig.
Við skulum varast alla villukennendur, sem
koma til okkar með kristilegu yfirvarpi, en reyna
að villa um fyrir okkur, — reyna að benda á
eitthvað annað en Jesúm Krist. Þú getur alltaf
þekkt boðskap þeirra á því, hvort þeir boða Jesúm
Krist sem hinn eina frelsara okkar manna, sem
hefur gjört allt fyrir okkur. Villukennendur reyna
alltaf að hnýta einhverjum kröfum aftan í fagnað-
arerindið, — bæta einhverju við eða fella annað
niður, setja einhvern upp við hlið Krists.
Jesú Kristur einn frelsar. Hjálpræðisverk hans, sem
hann vann á krossinum, er fullkomnað. Þar þarf
engu við að bæta. Hann er hin eina færa lausnar-
leið okkar manna til Guðs. Engin leið önnur er
fær.
„Trú þú á Drottin Jesúm, og þú munt hólpinn
verða“.
Síra Jónas Gíslason, lektor.
Drottinn er minn hirðir, mig
mun ekkert bresta, Sálm, 23.1.
Ég hef reynt, hvað það er að lifa
og trúa á Guð, en ég hef líka lifað
með Hann svona hálfgert í bak-
höndi'na og þá mundi ég aðeips
eftir Honum, þegar eitthvað bját-
aði á eða eitthvað sérstakt var um
að vera. Nú eru nokkur ár síðan.
Ég sé alls ekki eftir því, að hafa
tekið við Guði persónulega, því
Hann hefur gefið tílganginn með
lífinu, gleði og frið. Ég hef hlotið
og ég veit núna, að ég á von úm
eilíft líf með Honum.
Sá, sem trúir á soninn hefir
eilíft líf, en sá sem óhlýðnast
syninum skal ekki sjá lífið, heldur
varir reiði Guðs yfir honum, en
Hann var særður vegna vorra
synda og kraminn vegna vorra
misgjörða; hegningin, sem vér
höfðum til unnið, kom niður á
Honum, og fyrir Hans benjar
urðum vér heilbrigðir, Jes. 53:5.
Við eigum þetta alls ekki skilið,
mín
við sem erum syndarar og ættum
í raun, að vera útskúfuð af Guði,
en Hann hefur gefið okkur lífs-
von og þessi lífsvon er Jesús
Kristur. Hefur þú tekið við Jesú
Kristi sem þínum persónulega
frelsara? Ef ekki, hvað ætlarðu þá
að gera með Hann? Þér finnst
þetta ef til vill bara barnalegt eða
ekki skipta neinu máli fyrir þig,
en reyndu Guð áður en þú afneit-
ar Honum, biddu Hann, án þess
að efast, um að sýna þér, að
Hann er Iifandi staðreynd og fús
að taka við þér. Ég veit að Hann
svarar bæn þinni.
Ég hef augu mín til fjallanna:
Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp
mín kemur frá Drottni skapara
himins og jarðar. (Sálm, 121.
1-2).
Guð blessi þig.
Laufey Valsteinsdóttir.
9