Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Qupperneq 10

Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Qupperneq 10
HUflD n ES AD eJORfl Hefurðu nokkurn tíma spurt á þennan hátt? Ertu nokkurn tíma í vandræðum með hvað þú átt að gjöra? Kjánalega spurt. Auðvitað er þér líkt f'arið og öðrum. Stund- um í vandræðum, stundum ekki. En ég drep ekki niður penna til að velta vöngum yfir því hvenær fólk er í vandræðum og hvenær ekki. Eiginlega er fyrirsögn þessa greinarkorns tilvitnun. Hún er tilvitnun í ungan mann sem spurði annan ráða, af því að hann var í raunverulegum vanda. Ef til vill finnst þér vandi hans óraunverulegur. Spurningin var nefnilega svona: „Hvað gott á ég að gjöra til þess að ég eignist eilíft líf? Þessi ungi maður var sem sagt ekki að hugsa um hvern- ig hann ætti að fara að því að koma sér vel fyrir í þessu lífi. Hann þurfti þess raunar ekki. Hann átti miklar eignir. En hann hafði gert sér ljóst að til voru verðmæti, sem hann átti ekki og gat ekki keypt, en þurfti að eign- ast. Þessi verðmæti voru eilíft líf, þ.e. eilíft líf í samfélagi við Guð. Ég veit ekki hvort þú hugsar nokkurn tíma þannig. Það gera þó margir og ekki síður ungt fólk en aldrað. Hér á landi er fólki tamt að tala og hugsa um fram- haldslíf. Ungi maðurinn spurði ekki um framhaldslíf heldur ei- líft líf, þ.e. líf í samfélagi við Guð um eilífð. Margir sem velta þessu fyrir sér hugsa líkt og þessi ungi maður: Hvað gott á ég að gjöra? Flestum finnst skikkanlegra að „gera eitthvað“ til að eignast eitt- hvað. Hvern spurði þessi ungi mað- ur? Hann spurði Jesúm frá Nasaret. Hann var svo heppinn 10 að vera samtímamaður hans. Hann slapp við alla milliliði. Og svör fékk hann; eða þó öllu held- ur spurningar. Þekkti hann boð- orðin? Já, heldur betur. Upplits- djarfur játaði hann að hann bæði kynni þau og hefði haldið þau frá blautu barnsbeini. Hraustleg játning, sem ég þori ekki að gera — en þú? Ef til vill. hefur ungi maðurinn glaðst í hjarta sínu yfir því að geta gefið þetta svar. Ef til vill hefur hann farið að hugsa sem svo að hann væri þegar bú- inn að gera allt hið góða sem gera þyrfti. Þetta halda margir enn í dag. Vandaðu breytni þína og Guð umbunar þér með eilífu lífi. En þessu einarða og sjálfsörugga svari unga mannsins var ekki mætt á þann hátt sem hann vænti. Eins er þér vant! Þessu fróma ungmenni hefur eflaust fundist að sér yrði ekki ofraun að uppfylla þetta eina skilyrði fyrst öll boðorðin höfðu verið haldin. Eins er þér vant! Og hvað var svo þetta eina? Far og sel allar eigur þínar og gef fátækum! Minna mátti það ekki kosta. Ef til vill hefur Jesús með þessu viljað minna á að hið æðsta boðorð í lögmálinu var að elska Guð af heilu hjarta og hið annað að elska náungann eins og sjálfan sig. En eignasalan var þó ekki nóg. — Kom síðan og fylg mér. Eilíft líf fæst gefms í fylgd með Jesú. En Jesú fylgir enginn, sem setur eitthvað ofar honum eða tekur eitthvað fram yfir hann. Þetta var áfall fyrir þennan ríka unga mann. Hann varð dapur í bragði við þessi orð og fór burtu hryggur, því að hann átti miklar eignir. Þessi saga endar dálítið dapur- lega. Það er alltaf dapurlegt þeg- ar menn snúa baki við Jesú. En það eru því miður margir, sem meta eitthvað annað meira en frh. bls. 21.

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.