Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Page 12

Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Page 12
Á þessari stundu segist hann hafa gengið yfir frá dauðanum til lífsins. Dagarnir sem í hönd fóru sönnuðu að þetta var ekki runnið undan rótum tilfinninga eða af áhrifum áfengis því að frá honum var tekin öll löngun í áfengi og tóbak. Nú útvegaði hann sér íslenska Biblíu. Á þrettán daga ferð sinni til Ameríku las hann Biblíuna tvisvar sinnum spjaldanna á milli. Þegar til Ameríku kom keypti hann sér Biblíu á ensku, bar saman texta beggja bókanna og lærði þannig að lesa ensku jafnframt því sem hann fræddist í orði Guðs. í Ameríku biðu hans fyrst í stað erfiðir tímar og hörð lífsbarátta, sem hann í trú og trausti á Guð sinn háði með þrautseigju og þolinmæði, uns hann hafði, með Guðs hjálp, yfirstigið erfiðleik- anna. Hann kvæntist ágætri kristinni konu og eignaðist með henni þrjú mannvænleg börn. Hann varð brátt auðugur maður. Þess auðs aflaði hann sér með frábærri iðni, útsjónarsemi og dugnaði. Auðurinn var honum þó ekki fjötur um fót því að hann var jafnframt ríkur í Drottni og notaði hinn veraldlega auð eins og hann gat til þess að vinna að útbreiðslu Guðs ríkis. Hann tók þátt í safnaðarstarfi og gerðist síðar Gídeonfélagi. Hann segir sjálfur svo frá: „Eftir að hafa starfað að kirkju og kristindómsmálum um margra ára skeið gjörðist ég Gídeonfélagi. Gídeonfélagið er það dásamlegasta kristilega starf, sem ég hef tekið þátt í. Ég hugsaði sem svo, hvers vegna ekki að stofna Gídeonfélag á ættlandi mínu, íslandi. Hvað var þá eðlilegra en að Gídeonfélagi af íslensku bergi brotinn búsettur í Bandaríkjunum tæki sér ferð á hendur til Islands til þess að athuga, hvað hægt væri að gera. Ég gerði einlæga tilraun til þess að hafa uppi á slíkum manni, með ótvíræða hæfileika, manni sem Guð gæti notað til að stofna Gídeofélag þar. Mér til mikillar hryggð- ar fann ég engan slíkan. Eftir að hafa beðið mikið og lesið Guðs orð komst ég að þeirri niðurstöðu að Guði þóknast stundum að nota ósköp venjulega menn til þess að framkvæma vilja sinn. Ég las í l.Kor. 1:26—29 og að þeim lestri loknum hugsaði ég með mér að ef til vill gæti Guð notað mig“. Og svo lagði hann af stað til íslands í ágúst 1945 í þeim tilgangi að reyna að stofna Gídeon-deild á íslandi. „Þegar þangað kom“, segir hann ennfremur, „varð ég þess fljótt áskynja að ég hafði gleymt móðurmálinu. Eg hafði varla heyrt það né talað í meira en fjörutíu ár. Á íslandi hitti ég fyrir kæran bróður, Ólaf Ólafsson, sem tók mér tveim hönd- um og málaleitan minni sérstaklega vel“. Eélagið var síðan stofnað með 17 meðlimum 30. ágúst 1945. Nú eru félögin þrjú, þ.e. í Reykjavík, með 72 meðlimi, á Akureyri, með 17 meðlimi og á Akranesi, með 13 meðlimi, alls 102. Upphaflega var Gídeonfélagið eingöngu samtök kristinna sölumanna. Síðan opnaðist það einnig öðrum kaupsýslumönnum, og enn síðar öðrum sérmenntuðum mönnum. Nú kann einhver að spyrja hvort Gídeonfélagið fari manngreinarálit þar sem menn verða að vera í vissri stöðu eða stétt til þess að öðlast inngöngu- rétt. Fjarri fer því. Gídeonfélagið metur sérhvern mann eftir manngildi en ekki stöðu. Gídeonfélag- ar vita að í augum Guðs er sérhver maður dýrmætur í hvaða stétt og stöðu sem hann er. Þess vegna er það markmið félagsins að ávinna sem flesta fyrir Guð. Hinsvegar má segja að Gídeon- félagar leitist við að vera raunsæir og hagsýnir í starfi. Þeir leggja einkum á það áherslu að virkja þá til starfa sem ætla mætti að stöðu sinnar vegna í þjóðfélaginu væru öðrum fremur líklegir til þess að geta lagt starfinu lið, menn sem hafa ráð á tíma sínum og fjárhagslega getu til að sinna starfinu eins og þörf krefur hverju sinni. Þannig hagnýtir Gídeonfélagið sér krafta, sem ef til vill færu forgörðum eða beindust að einhverju öðru verkefni, sem ekki væri jafn mikilvægt og það að ávinna menn fyrir Krist Jesúm. En eins og lögin gera ráð fyrir er höfuðáherslan lögð á það, enda er það skilyrði sett fyrir þátttöku í starfi félagsins, að meðlimir séu játandi kristnir menn sem vilja vinna að þessu markmiði Gídeonfélagsins. Gídeonfélagið leggur ekki fyrst og fremst áherslu á fjölda meðlima, þótt fagnað sé hverjum nýjum félaga, heldur eins og Gídeon forðum gerði að ráði Guðs, að nota hina fáu til hins mikilvæga starfs. Eins og að framan greinir er markmið félagsins hið sama og hinnar sönnu kirkju Krists frá upphafi, að ávinna karla og konur fyrir Jesúm Krist. Enda hefur Gídeonfélagið stundum verið nefnt hinn framlengdi armur kirkjunnar. Gídeon- félagar ná með starfi sínu oft til þeirra sem aldrei koma til kirkju eða þangað sem Guðs orð er ekki um hönd haft. Gídeonfélagið á íslandi hefur frá upphafi starfs síns dreift yfir eitt hundrað þúsund eintökum af Biblíum og Nýja-testamentum, auk fjórtán þús- unda eintaka af Jóhannesarguðspjalli, samsíða á íslensku og ensku. Biblíum hefur verið komið fyrir í hótelum, farþegaskipum, fangelsum og flugvél- 12

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.