Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Síða 13

Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Síða 13
um. Nýja-testamentum hefur verið dreift í flest ef ekki öll sjúkrahús landsins. Hjúkrunarfólk sem útskrifast frá Hjúkrunarskóla Islands fær hvítt Gídeon Nýja-testamenti um leið og þeim eru afhent prófskírteini. Sjúkraliðar fá Nýja- testamenti í gráum lit og ljósmæður grænum. Stærsta verkefni Gídeonfélaga á Islandi er dreifing Nýja-testamenta á meðal skólabarna. Frá haust- inu 1954 hafa um 90 þús. börn fengið Gídeon Nýja-testamenti í bláum lit. Ætla má því að allir íslendingar á aldrinum 11—32 ára hafi fengið Nýja-testamenti að gjöf. Alls hefur Gídeons Inter- national dreift 142.509.492 eintökum af Biblíum og Nýja-testamentum, þar af 14.297.699 Biblíum samkvæmt skýrslu 30. nóv. 1974. Þessar stóru tölur segja sína sögu og að baki þcim liggur ógnar mikið og víðtækt starf Gídeon- félaga í hinum ýmsu löndum. En sumir kunna ef til vill að spyrja hvort þetta starf hafi borið einhvern árangur. Við sem vinnum að þessu starfi erum sannfærðir um að svo sé. Guð hefur sjálfur sagt svo að hvert það orð sem einstaklingurinn heyrir eða les frá honum snúi ekki til baka fyrr en það hafi framkvæmt það sem Guð hafi falið því að framkvæma. Við höfum að vísu ekki marga vitnisburði um bein áhrif Biblíu og Nýja-testamentis dreifingar- innar hér á landi. Þó höfum við ástæðu til að ætla að áhrifanna gæti óbeint í lífi sumra þeirra, sem fengið hafa Gídeon Nýja-testamenti í hendur. Það yrði þakksamlega þegin uppörvun fyrir Gídeon- félaga ef einhver af lesendum þessa blaðs gæti greint munnlega eða skriflega frá einhverjum sem beint eða óbeint, fyrir lestur Gídeons Nýja- testamentis, hefur áunnist fyrir Krist Jesúm. Þorkell SIGURBJÖRNSSON oitt er valiá Það sem einkum virðist ein- kenna samtíð okkar, sem búum í hinum vestræna heimi, er keppni eftir miklum og síauknum lífs- gæðum. Því er ekki úr vegi að við spyrjum okkur sjálf hvort fólk virðist vera hamingjusamara samfara þessum miklu lífskjörum. Því miður held ég að við kom- umst að neikvæðri niðurstöðu. Fólk virðist hafa gleymt hinu eina nauðsynlega, eða eins og Jesú segir: „Því hvað stoðar það manninn, þótt hann eignist allan heiminn, en fyrirgjöri sálu sinni“. (Matt. 16:26). Kristindómurinn er í hugum margra einungis góðar og hollar lífsreglur. Þetta er algjör misskilningur. Það er mikilvægt að við gerum okkur það ljóst að kristindómurinn er ekki einhver kenning samin af mönnum, held- ur lifandi staðreynd þar sem Jes- ús lifir og ríkir. „I því birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefir sent sinn eingetinn son í heiminn til þess að vér skyldum lifa fyrir hann“. Þetta er boðskapurinn, sem kemur til okkar mannanna, án tillits til aldurs, stéttar eða stöðu. Þetta er sá boðskapur, sem mér hefur hlotnast náð til að taka á móti. Ég veit að hann er hið eina sem getur leitt okkur til lífsins, Jesú Krists. Þessi boðskapur kem- ur nú til þín lesandi góður, sem boðskapur um frelsi frá synd og björgun frá glötun. Þitt er valið! Jesús Kristur hefur gert allt, sem gera þarf, þitt er aðeins að taka á móti. Guð hefur gefið þér frjálst val um það hvort þú viljir velja hann eða hafna honum, hlutleysi er ekki til, því að þar með hef- urðu hafnað honum. Sbr. Op. 3. 15—16:, „Ég þekki verkin þín að þú ert hvorki kaldur né heitur, betur væri að þú værir kaldur eða heitur því er það af því að þú ert hálfvolgur, og ert hvorki heit- ur né kaldur, mun ég skyrpa þér út af munni mínum“. Þetta er alvarlegur boðskapur og í þessu er alvara fagnaðar- erindisins einmitt fólgin, að þú getur hafnað gjöf Guðs og þar með lífinu. Ég get ekki í mínum eigin mætti sannfært þig um elsku og náð Jesú Krists. En það er mín einlæg bæn og ósk, að þú mættir lesa orð hans og umfram allt gefa honum líf þitt í einlægri bæn. Þröstur Eiríksson.

x

Kristilegt skólablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.