Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Page 15

Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Page 15
fyrsta hvítasunnudag) Ef við þannig treystum að boðskapur Jesú sé sannur, þá komumst við ekki undan orðum hans er hann segir: „Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.“ Sökum þess, að kirkjan telur sig bundna af orðum Krists, get- ur hún ekki vikið sér undan, að boða þetta: Jesús er eini vegurinn til Guðs. Fara þá þeir, sem ekki vilja trúa á hann til helvítis? Þannig er venjulega framhaldið. — Samkvæmt orðum Jesú, v rða .. í.n að trúa og treysta á hann eir- *?., vilji þeir gera sér von um eilítt samfélag með Guði. Hinir hljóta því að búa við sambandsleysi við Guð um eilífð. Þar með er ekki sagt, að þeir séu grillaðir í eilífum eldi, þar sem svartir púkar með horn, hala og þrífork velgja þeim undir uggum. Sú hugmynd er byggð á mistúlk- un miðaldarkirkjunnar á orðum Jesú. Hann lýsir sambandsleys- inu við Guð við dvöl í Gehenna, sem var nafnið á öskuhaugum þeirra Jerúsalembúa. (Ég býst ekki við, að nokkurt okkar vildi búa á öskuhaugum reykvíkinga til dæmis). Fyrir okkur væri bezt að túika ,,helvíti“ sem tilveru hinna glötuðu tækifæra, þar sem við hefðum misst af síðasta strætisvagninum. Meira en þctta vitum við ekki um helvíti. Hvað þá með heiðingjana, sem aldrei hafa heyrt boðskapinn um Krist? f hreinskilni sagt, þá er ekki hægt að svara þessari spurn- ingu. Biblían segir okkur lítið sem ekk- ert um þetta atriði. Þó vitum við tvennt: I fyrsta lagi: Guð er miskunn- samur — honum er annt um alla og hann viíl ekki að neinn glatist. í öðru lagi: Það er um það talað í bréfi Páls til rómverja (Róm.F 14—16), að þeir verði á einhvern hátt dæmdir eftir því lögmáli (hvað sé rétt og rangt), sem ritað sé í hjörtu þeirra og hvernig þeir hafa brugðist við því. Við getum dregið saman: 1. Jesús er eina leiðin til Guðs (því í honum hefur Guð opinberast mönnum'). 2. Þeir er hafna honum búa við guðlausa tilveru (hinna glöt- uðu tækifæra). 3. Heiðingjarnir verða dæmdir eftir lögmáli hjartna þeirra af miskunnsömum Guði. LEIÐIR EKKI GOTT LÍFERNI TIL EILÍFS LÍFS? Þeir eru margir, sem halda, að kristin trú sé það, að reyna að vera sem bestur. Fifandi trúnað- artraust á Jesú Kristi skiptir þá litlu máli. Kristin trú hafnar slíku afdráttarlaust. Það er byggt m.a. á orðum Jesú úr Fjallræðunni (Matt. 5.20) — „Því að ég segi yður, að ef réttlæti yðar tekur ekki langt fram réttlæti fræði- mannanna og Faríseanna, komist þér alls ekki inn í himnaríki.“ Farísear og fræðimenn voru bestu menn sinnar samtíðar (andstætt því, sem við höldum oft), og Jesús gerði kröfu til, að almúginn stæði þeim langtum framar. Reyndar voru þetta kröf- ur, sem enginn gat uppfyllt. Ég býst ekki við, að nokkurt okkar gæti uppfyllt þessar kröfur um fullkomið Iíf. Ef þú ert ósam- mála skaltu rannsaka eigin hug. Kannaðu hVort þú hafir ekki einhvern tíma hugsað svo Ijóta hugsun, að þú myndir ekki segja nokkrum manni frá henni. Ég veit að þú hefur gert það og þar með hefurðu brotið gegn þeim kröfum, sem Jesú gerir til þín. Hvernig eignumst við þá eilíft lít? Fyrir trú og traust á Jesú Krist ,því að fyrir trú á hann tileinkum við okkur fullkomið réttlæti hans og erum lýst rétt- lætt. Aðeins þannig verðum við fullkomin, eins og okkar himn- eski faðir er fullkominn. Við getum sagt í stuttu máli: 1. Eigið líferni ávinnur okkur ekki eilíft líf, því að það nær svo skammt. 2. Tileinkun okkar á full- komnu lífi Jesú Krists fyrir trúna réttlætir okkur. NIÐURLAG Gaman hefði verið, að taka fyrir fleirri spurningar, en því miður skortir rúm til þess í blað- inu. Ég vona þá, að þessi fáu orð geti orðið einhverjum til hjálpar, þegar spurningar þessar koma upp í huga hans. — Að orð þessi megi verða upphaf eða styrking á vináttu við stórkostlegustu persónu, sem mannkynssagan kann frá að segja — JESÚM KRIST. Halldór Reynisson 15

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.