Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Blaðsíða 16

Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Blaðsíða 16
KSS? Eðlilegt er, að menn spyrji, þegar þeir sjá skammstöfun, hvað hún tákni. Skammstöfunin KSS táknar Kristileg skólasamtök. Nafnið gefur þegar nokkrar upp- lýsingar um félagið. Það er kristi- legt og er samtök skólafólks. Samtökin voru stofnuð 22. janúar 1946 af nokkrum nem- endum framhaldsskóla í Reykja- vík. Tilgangur félagsins er að koma fagnaðarboðskapnum um Jesúm Krist á framfæri við nem- endur í framhaldsskólum, enda er kjörorð félagsins, „Æskan fyrir Krist.“. Ef til vill er rétt að taka það fram, að samtökin eru ekki sértrúarflokkur, heldur starfa þau á sama grundvelli og evangelísk- lúthersk kirkja, enda eru flestir meðlimir samtakanna í þjóðkirkj- unni. Já hverjir standa fyrir þessu starfi? Nú, eins og verið hefur frá upphafi, kjósa meðlimir samtak- anna stjórn úr sínum hópi. Stjórn félagsins er því að öllu leyti í höndum meðlimanna sjálfra. Til trausts og halds hafa samtökin fengið þrjú kristileg félög til þess að skipa einn mann sameiginlega í stjórn. Félög þessi eru KSF (Kristilegt stúdentafélag), KFUK og KFUM. Afkomu sína byggja samtökin á fórnfýsi meðlima sinna og vel- unnara. Félagsgjöld eru engin. Stofnendur voru rúmlega 30, en meðlimir eru nú um það bil 300, og allir á framhaldsskólaaldri eru velkomnir. Hvernig starfa Kristileg skóla- samtök að markmiði sínu? Félag- ið heldur reglulega fundi á laug- ardögum yfir vetrarmánuðina. Þeir eru haldnir að Amtmanns- stíg 2B eða öðrum húsum KFUM og K. Fundarefni er margbreytilegt, má þar nefna t.d.

x

Kristilegt skólablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.