Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Side 18
Dulhyggja, galdratrú og alls konar kukl breiðist
nú mjög út um hinn vestræna heim. Hvers konar
„einkennilegir atburðir“ vekja athygli, og menn
leggja stund á fræði, sem talin voru tilheyra
miðaldasögunni.
Sagt er, að í Frakklandi séu fleiri seiðmenn, sem
starfa opinberlega, en læknar. í héraðinu Norm-
andí eru yfir þrjú hundruð kapellur, helgaðar
dultrúarathöfnum. Alög og galdratrú eru við lýði í
Þýskalandi. Tíu þúsund seiðkarlar og seiðkerling-
ar á Italíu mótmæltu því fyrir nokkru, að stjórnin
neitaði að viðurkenna starfsgrein þeirra og vildi
ekki veita þeim sem stétt almannatryggingar og
ellilífeyri. Lög urn galdrakukl voru afnumin í
Englandi árið 1951. Nú eru galdrar algengir þar.
Börn eru helguð Satan á Vesturlöndum. Fyrsta
Satanskirkjan var vígð í San Fransisco árið 1955.
Nú er fullyrt, að safnaðarmenn séu tíu þúsund
talsins. Satansdýrkun á sér stað jafnvel á Norður-
löndum, t.d. í Noregi. Mannát hefur átt sér stað
við athafnir Satansdýrkenda.
Margir sökkva sér niður í austræna heimspeki
og iðka svonefnda hugleiðslu. — Þannig má lengi
telja.
Spíritisminn er eins konar dultrúarstefna. Hann
virðist eiga töluverðu fylgi að fagna hér á landi.
Miðlar ferðast um landið og halda fundi, og
spíritistafélög eru stofnuð.
Spíritismi er það að reyna að ná sambandi við
dáið fólk. Forsendan er sú, að menn lifi áfram og
að unnt sé að komast í tengsl við þá. Spíritistar
eru sannfærðir um, að það hafi tekizt. Það gerist
jafnan fyrir tilstilli miðla. Þeir virðast stundum
falla í einhvers konar mók og telja sig tala við
dauða menn og flytja skilaboð til þeirra eða frá
þeim eða dauðir tali með munni þeirra og radd-
böndum. Stundum segjast þeir geta læknað sjúk-
dóma og njóta þá jafnvel hjálpar framliðinna
lækna.
Sálfræðingar eru ekki á eitt sáttir um, hvernig
eigi að skýra þetta — eða jafnvel, hvort þetta sé
til. Ýmsir ætla, að hér sé eingöngu um að ræða
sálræna hæfileika. Menn tala um fjarskynjun eða
hugsanaflutning, t.d. frá fundarmönnum til mið-
ilsins. Nefnd er hlutskyggni, hæfileiki til að skynja
liðna sögu hluta — og þá einnig sögu manna, og
kunni miðillinn að hafa slíka eiginleika. Margir
telja þó, að andar framliðinna komi einnig fram á
miðilsfundinum. Enn eru þeir, sem eru sannfærðir
um, að illir andar séu á ferðinni til að blekkja
menn og leiða þá í villu. Svo er um fyrrverandi
miðil að nafni Rose Bevill. Hún segir, að það hafi
lokizt upp fyrir sér, að hún hafi verið dregin á
tálar af djöflinum. Og hún varar menn ákaft við
spíritismanum og kallar hann blómum stráðan
helveg. Hún sneri sér til Jesú Krists og varð ný
manneskja.
Hvað segir Biblian?
Biblían er bók Guðs. Hún er orð hans. Hvað
segir hún um illa anda, og um spíritismann, að
leita sambands við hina dauðu? Hún skýrir frá
tilveru djöfulsins og illra anda. Það þarf t.d. ekki
að lesa guðspjöllin lengi, unz við rekumst á
frásögur af því, þegar Jesú rekur út illa anda af
mönnum. Þeir höfðu farið í menn og náð tökum á
þeim. Sjá t.d. Lúkas 8. 26—39. Já, áður en Jesús
hóf starf sitt opinberlega háði hann harða baráttu
við hinn vonda. Hann sigraði hann og notaði orð
ritningarinnar í þeirri glímu. Þess vegna er ritn-
ingin einnig okkar vopn og viðmiðun.
Það er skemmst frá því að segja, að ritningin
bannar allt samband við anda. Andasæringar og
miðilsfundir voru þekkt fyrirbrigði meðal heið-
inna þjóða á tímum Gamla testamentisins. Þegar
Guð fræddi Israelsmenn um þessi mál, líkti hann
því við ótrúmennsku í hjónabandi að koma ná-
lægt andasæringum „Sá, sem leitar til særingar-
anda og spásagnaranda til þess að taka fram hjá
með þeim, gegn honum vil ég snúa augliti mínu
og uppræta hann úr þjóð minni. Helgizt og verið
heilagir“. Þetta var meira að segja svo alvarlegt í
augum Guðs, að fyrirskipað var í lögmálinu, að
18