Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Page 19

Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Page 19
þeir, sem færu með slíka hluti, skyldu líflátnir. Enn segir: „Þegar þú kemur inn í landið, sem Drottinn Guð þinn gefur þér, þá skalt þú ekki taka upp svívirðingar þessara þjóða. Eigi skal nokkur finnast hjá þér, sá er iáti son sinn eða dóttur ganga gegnum eldinn, eða sá er fari með galdur eða spár eða fjölkyngi eða töframaður eða gjörningamaður eða særingamaður eða spásagna- maður, eða sá er leiti frétta af framliðnum. Því að hver sá, er slíkt gjörir, er Drottni andstyggilegur, og fyrir slíkar svívirðingar rekur Drottinn Guð þinn þá burt undan þér. Þú skalt vera grandvar gagnvart Drottni Guði þínum. Því að þessar þjóðir, er þú rekur nú burt, hlýða á spásagnamenn og galdramenn, en þér hefur Drottinn Guð þinn eigi leyft slíkt“. Sjá III. Mós.20:6 og V. Mós. 18:10—12. » Sál konungur Gamla testamentið segir raunar frá miðilsfundi. Sál Kísson var fyrsti konungur Israelsmanna. Hann var dugmikill herforingi. En hann óhlýðn- aðist Guði, og þá fór að síga á ógæfuhliðina. Nú hafði Sál gert landræka alla særingamenn og spásagnamenn, og var það í samræmi við vilja Guðs. Sál átti í ófriði við Filista. Hann missir móðinn, og Drottinn svarar honum ekki, þegar hann Ieitar hans. Þá skipar Sál þjónum sínum að leita uppi miðil. Það tekst, og hann fer á fund særingakonu, dulbúinn. Hún uppgötvar samt, hver hann er, og verður skelfd. Um þennan miðilsfund má lesa nánar í I. Samúelsbók 28, og verður sagan ekki rakin hér frekar. En á það skal sérstaklega bent, að Sál vissi, að hann átti ekki að leita frétta af framliðnum, en hann gerir það samt, þegar hann hefur yfirgefið Guð og Guð hefur yfirgefið hann. Sál endaði líf sitt með því að fyrirfara sér, og eru athyglisverð orð Biblíunnar, þegar hún talar um dauða hans: „Þannig lét Sál líf sitt sakir ótrúmennsku sinnar við Drottin, sakir þess, að hann varðveitti eigi boð Drottins, og einnig sakir þess, að hann hafði gengið til frétta við vofu“ (I. Kronikubók 10:13). Falsspámenn voru þeir menn nefndir, sem fluttu boðskap í andstöðu við orð Guðs. Svo virðist sem þessir falsspámenn hafi hvatt fólk til að taka mark á furðulegum fyrirbærum og gefa gaum að „fréttum að handan“. Jesaja er einn af þjónum Drottins, sem faiið var m.a. að tala á móti þeim. Hann segir: ,,Ef þeir segja við yður: Leitið frétta hjá þjónustuöndum, sem hvískra og umla (Þá skuluð þér svara:) Á ekki fólk að leita frétta hjá Guði sínum? Á að leita til hinna dauðu vegna hinna lifandi? Leitið til kenningarinnar og vitnis- burðarins“ (Jesaja 8: 19—20), þ.e. til orðsins frá Drottni og predikunar, sem er reist á orði Drott- ins. Það fer ekki á milli mála, að Gamla testamentið bannar algjörlega allar tilraunir til að komast í samband við framliðna. Slíkt athæfi er talið til svívirðinga, sem tíðkist meðal heiðinna þjóða. Er banmð fallið úr gildiP Nú er ýmislegt í Gamla testamentinu fallið úr gildi. Þar má nefna fyrirmæli um mataræði, helgisiði o.s.frv. Því spyrja sumir: Er bannið við að leita frétta af framliðnum ekki líka úr sögunni? Var það ekki aðeins bundið við ísraels- menn til forna? Nei, bannið verður að teljast staðfest í Nýja testamentinu af orðum eins og þessum: „Holdsins verk (syndir) eru augljós, og eru þau fjölkynngi“ (Galatabréfið 5:20). Lítið einnig á Opinberunar- bókina 9:21 og 21:8: „Og eigi gjörðu þeir iðrun né létu af manndrápum sínum né töfrum“. „En fyrir hugdeiga og vantrúaða . . . og töframenn . . . þeirra hlutur mun vera í díkinu“. í Postulasög- unni er frásaga, sem sýnir, að fyrstu vottar Jesú kærðu sig ekki um hjálp þeirra, sem höfðu „dular- gáfur af þessu tagi“, til að flytja fagnaðarerindið 19

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.