Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Síða 20
um hinn krossfesta og upprisna guðsson og frels-
ara. Kona ein, sem hafði spásagnaranda, elti Pál
postula og félaga hans í borginni Filippí og
hrópaði, að þeir væru þjónar hins hæsta Guðs og
boðuðu veg til sáluhjálpar. Páli féll þetta illa, og
þar kom, að hann rak andann út af henni. A
öðrum stað í sama riti segir frá því, þegar áhrif
fagnaðarboðskaparins breiddust út í Efesusborg.
Þá komu menn, sem höfðu farið með kukl, með
bækur sínar og brenndu þær að öllum ásjáandi, og
reiknaðist verð þeirra vera fimmtíu þúsund silfur-
peningar. „Svo kröftulega óx og elfdist orð Drott-
ins“, segir Biblían. Sjá Post. 16:16—34,
19:18—20.
Jesús hvatti menn aldrei til að leita frétta af
framliðnum. Hann sagði söguna af ríka mannin-
um og Lasarusi. Hlutskipti ríka mannsins í öðru
lífi var svo hræðilegt, að hann vildi fá að senda
einhvern frá hinum dauðu til að aðvara eftirlif-
andi bræður sína, svo að þeir lentu ekki í sama
kvalastað. En það var ekki leyft, og ríki maðurinn
fékk þetta svar: ,,Ef þeir hlýða ekki Móse og
spámönnunum (þ.e. ritningunum), munu þeir
ekki heldur láta sannfærast, þótt einhver rísi upp
frá dauðum“ (Lúkas 16:19—31).
Nokknr ávextir spintismans
En það er fleira, sem rennir stoðum undir það,
að spíritisminn og tilraunir til að ná sambandi við
dauða, séu af hinu illa. Jesú hefur gefið lærisvein-
um sínum ráð til að prófa andlegar stefnur og
kenningar. Hann segir: „Af ávöxtum þeirra
skuluð þér þekkja þá“ (Mattheus 7:15—29). Það
verður ekki betur séð en að í spíritismanum sé
afneitað grundvallarkenningum ritningarinnar,
einkum um Jesúm Krist og hjálpræði hans.
Ég átti einu sinni erindi á skrifstofu í Reykjavík.
Þar hitti ég mann, sem ég vissi, að væri ákafur
andatrúarmaður, jafnvel miðill. Ég spjallaði við
hann um stund, eftir að ég hafði lokið erindi
mínu. Ég sagði eitthvað á þessa leið: „Þið spíritist-
ar segið, að miðlarnir beri okkur „boðskap að
handan“. Þegar ég les þennan „boðskap“, sé ég,
að í honum er hafnað öllum helztu kenningum
kristinnar kirkju, þ.e. að Jesús hafi verið fæddur af
Maríu mey, að hann sé sonur Guðs í einstæðri
merkingu, að hann hafí dáið friðþægingardauða
fyrir mennina, að hann hafi risið upp líkamlega á
þriðja degi og hann komi aftur á efsta degi til að
halda dóm, eins og ritningin kennir“. Svar
skrifstofumannsins var skýrt og afdráttarlaust:
„Þú hefur rétt fyrir þér. Þessu er öllu neitað, enda
trúi ég engu af þessu“.
Þessu má víða finna stað, bæði að spíritisminn
sannfærir menn um sannindi kristindómsins
(sbr. svarið, sem ríki maðurinn fékk) og að sumir
fulltrúar þessarar stefnu afneita þeim beinlínis.
Kunnur íslenzkur miðill lýsti því yfir í fjölmiðli
fyrir nokkru, að hann tryði því ekki, að Jesú væri
Drottinn. Annar framámaður andatrúarstefnunn-
ar sagði frá því í blaðþ að hann tryði því ekki, að
Jesús Kristur væri eina lausnarvon mannkynsins,
enda álítur hann ekki, að Jesús hafi dáið fyrir
syndir mannanna eða hafi risið upp frá dauðum
líkamlega né, að hann hafi allt vald á himni og
jörðu, eins og Biblían kennir þó.
Jónas Þorbergsson het maður. Hann ritaði
margar bækur um ágæti spíritismans. Hann segir
berum orðum í einni bók sinni: „Ég trúi ekki á
Jesúm Krist eins og Guð“, heldur er Jesús aðeins
einn af háum sendiboðum almættisins. Samt segir
Biblían, að Jesús sé sonur Guðs og jafn Guði.
Endurlausn Jesú fær harða útreið í ritum
spíritista. Jónas Þorbergsson kynnir í einni bók
sinni útlending, sem hann segir vera einn skelegg-
asta rannsóknarmann og rithöfund spíritsmans,
sem uppi hafi verið. Ur riti eftir hann getur hann
um „niðurstöður spíritismans“ í sjö meginatrið-
um, sem séu viðurkennd af spíritistum „hvarvetna
á okkar jörð, elcki sem trúaratriði, heldur sem
samhljóða fræðsla til allra spíritista, sem náð hafa
öruggu sambandi við næsta tilverusvið“. Þar er
eitt meginatriðið, að „sérhverjum einstaklingi beri
að vera sinn cigin frelsari, en getur með engum
rétti varpað því yfir á annan að líða fyrir eigin
syndir og misgerðir“. I stað þessa er boðaður
óendanjegur þroski. „Hér er trúarlegur kjarni,
sem allir hugsandi og vitibornir karlar og konur
(!) geta aðhyllzt og þeim er fullnægjandi“. Sextán
frelsarar hafa verið uppi fyrir Krists burð, segir í
þessu riti. Jesús er sautjándi frelsarinn. Þetta á
auðvitað að styðja þá kenningu, að Jesú sé enginn
frelsari.
Ekki tekur betra við, þegar spíritistar fara að
lýsa því, hvernig einlægir trúmenn, sem hafa verið
dyggir lærisveinar Drottins Jesú og boðað orð
hans í samræmi við ritninguna, meðan þeim
entist orka og aldur, hafi nú turnazt í öðru lífi og
taki aftur öll fyrri orð sín og predikun. Þannig
segir í andatrúarriti einu, að Helgi Hálfdánarson,
einn ágætasti sonur íslenzkrar kristni, hafi nú séð
að sér og hann biðji þess, að kver sitt verði brennt,
svo og allt, sem um kirkjumál fjallar og nafn hans
20