Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Síða 22
SM8B 06 HBÍSS
Nú eru um það bil 21 ár síðan Islendingar hófu
kristniboðsstarf í Konsó í Eþíópíu. Gísli Arnkels-
son og Katrín Guðlaugsdóttir voru þar að störfum
í 10 ár. Okkur sem erum í ritnefnd Kristilegs
skólablaðs datt því í hug að taka viðtal við tvö
börn þeirra sem eru í K.S.S., Valgerði eða Vallý,
sem er nú í 4. bekk M.R. og Guðlaug eða Gulla
sem er að fara í 4. bekk I.R.
Við spyrjum þau um starfið í Konsó.
Kristniboðsstöðin í Konsó er nokkuð stór. Þar
eru þrjú íbúðarhús fyrir kristniboðana, þrjú hús
fyrir innlenda starfsmenn, fimm heimavistarhús,
tvö skólahús, ný kirkjubygging þar sem biblíuskól-
inn hefur tvær kennslustofur og prestarnir hafa
skrifstofur og að lokum sjúkraskýlið.
Starfið á kristniboðsstöðinni er þríþætt, sem þó
er meira og minna samofið. Það er skólastarfið,
sjúkrastarfið og boðunarstarfið.
1) Skólastarfið. I skólanum er 1—6 bekkur, og
hafa nemendur verið um og yfir 300 síðastliðin
ár. Á heimavistinni hafa búið milli 60—100
nemendur. Mikil áherzla er lögð á kristnifræðslu
og hver dagur er byrjaður með guðræknistund.
2) Sjúkrastarfið. Á undanförnum árum hefur
fjöldi manns leitað hjálpar á sjúkraskýlinu. Tala
sjúklinga á síðasta ári var t.d. yfir 20 þúsund. Á
sjúkraskýlinu eru hafðar guðræknistundir á hverj-
um degi og starfsmenn, sem eru allir kristnir, nota
þau tækifæri sem þeir fá til þess að vitna fyrir
hinu hrjáða fólki um Frelsarann, Jesúm Krist,
sem kom til jarðar til þess að veita líkn og náð.
3) Boðunarstarfið. Guðsþjónustur eru haldnar á
hverjum sunnudegi. Auk þess eru samkomur
tvisvar í viku þá mántiði sem skólinn starfar.
Biblíuskólinn er starfandi þar sem ungir safnaðar-
meðlimir fá tækifæri til þess að fræðast meira í
Guðs orði. Einnig eru haldnir lengri og styttri
biblíunámskeið. Á hverju sumri eru haldin nokkra
vikna námskeið fyrir starfsmenn safnaðarins, öld-
ungana og safnaðarþjóna. Láta mun nærri að
starfsmenn safnaðarins og á kristniboðstöðinni séu
um 100 manns og að tala safnaðarmeðlima sé á 5.
þúsund.
I hverju felst starf kristniboðans?
Vallý: „Starfið felst fyrst og fremst í því að
prédika Guðs orð, en auk þess fer mikill tími hans
í kennslu og störf sem viðkoma skipulagi alls
starfsins.“
Er það ekki annasamt og erfitt?
Gulli: , Jú, óhætt er að fullyrða að svo sé“
Finnst ykkur kristniboð réttmætt. Margir telja
að verið sé að eyðileggja menninguna?
Vallý: „Fyrir kristna menn hlýtur kristniboð að
vera í hæsta máta eðlilegt. Jesús hefur falið
lærisveinum sínum að gera allar þjóðir að læri-
sveinum sínum. Að sjálfsögðu hlýtur menning
heiðinna þjóða að breytast á ýmsan hátt. Eftir að
heiðingi er orðinn kristinn, heldur hann t.d. ekki
22