Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Page 23

Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Page 23
áfram að bera út börn sín. Óhætt er að fullyrða að allt það sem gott er og gagnlegt í menningu þeirra þjóða sem kristniboð er rekið á meðal, breytist ekki, en aðeins það sem í raun og veru er fólkinu til ógagns.“ Hvað segja Eþíoparnir um þetta. A að láta þá vera í friði?“ Gulli: „Eþíópíumenn hafa yfirleitt tekið kristni- boðsstarfinu á mjög jákvæðan hátt og viðurkenna að kristinni trú fylgir gott eitt.“ Gulli og Vallý: „Þegar við vorum orðin 7 ára þurftum við að fara í skóla í Eþíópíu, fórum í norskan skóla, sem kristniboðið rekur. Hann er í Addis Abeba, höfuðborg Eþíópíu sem er um 600 km. frá Konsó. Þetta er heimavistarskóli og í honum eru börn norsku kristniboðanna. Fjöldi nemenda var milli 70—80, þegar við vorum þar, og af þeim bjuggu um 50 á heimavistinni. Skólinn starfaði frá lok ágúst til lok desember og frá byrjun janúar til júní loka. Páskafrí var ein vika í Mynd: Kirkjan [ Kcnso. Eru heiðingjarnir ánægðir með lífið? Gulli: „Nei, ég held að heiðingjarnir séu ekki ánægðir með lífið. Þcir lifa í stöðugum ótta við illa anda og hin illu öfl. Margir þora t.d. ekki að koma á sjúkraskýlið þótt þeir séu mjög veikir, í ótta við að Satan muni hefna sín á þeim og láta einhverja ógæfu koma yfir þá.“ Er mikill munur á þeim sem eru kristnir og þeim sem eru heiðnir? Vallý: ,Já, það er mikill munur á þeim. Aðal- munurinn er sá að hinir kristnu eru lausir við óttann á Satan. En breyting ytra kemur fram í því að þeir læra að þrífa sig og klæða sig betur en aðrir.“ Hvernig var með skólagöngu ykkar úti í Eþíopíu? apríl. Skólatíminn var frá kl. 7.45 — 1.15 mánu- daga til laugardaga, en yngstu bekkirnir voru eitthvað styttri. Mikil áherzla var lögð á kristin- fræði og hún var kennd í öllum bekkjum alveg frá 1.—10. bekk. Þar sem nemendafjöldi í sumum bekkjum var ekki fleiri en 5 —10 nemendur, og kennslustofur ekki nógu margar, voru oft 2 og 2 bekkir saman í einni kennslustofu. Vissan tíma dagsins var skylda að læra, en annars voru íþróttir og annað þ.u.l. rnikið stundað.“ Hvernig var að vera sem íslenskur krakki í þessum skóla? Var ekki erfitt að vera útlendingur og fjarri foreldrum? Gulli: „Við fundum ekkert fyrir þó að við værum íslendingar í skólanum. Okkur fannst við vera norðmenn eins og þau, en það var erfitt að vera 23

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.