Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Blaðsíða 24

Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Blaðsíða 24
fjarri foreldrum svona lengi í einu og sjá þau ekki nema mjög sjaldan á meðan við vorum í skólan- um.“ Var málið ykkur hindrun? Vallý: „Nei, við lærðum málið mjög fljótt.“ Nú hafið þið eignast norska og eþíópska vini úti. Var erfitt að skilja við þá, saknið þið þeirra? Vallý og Gulli: ,Já, það var mjög erfitt að skilja við alla vinina. Af því að við bjuggum á heimavist fannst okkur að við værum systkini. Þetta voru líka mikið af sömu krökkunum öll árin og þess vegna þekktum við þau mjög vel. Þess betur sem við þekkjum fólk, þess erfiðara er að skilja við það. Sama gildir um eþíópísku vinina og við söknum þeirra mikið. Þið komuð heim 1972 og fóruð þá í gagnfræða- skóla. Var það ekki undarlegt og erfitt eftir öll þessi ár? Vallý: ,JÚ það var bæði undarlegt og erfitt að byrja í skóla hér. Eftir að hafa verið 10 ár í Eþíópíu og þar af 7 og 8 ár í norskum skóla, kunnum við mjög lítið í íslensku, og má segja að það hafi verið aðal vandamálið í skólanum. Mér fannst líka skrítið að vera allt í einu ein kristin í bekknum.“ Gulli: „Það var líka skrítið að heyra bara íslensku talaða í kring um sig eftir að hafa heyrt næstum aðeins norsku og eþíópsku öll þessi ár.“ Hvers vegna eruð þið í K.S.S.? Vallý: „Eg er í K.S.S. vegna þess að þar fæ ég að heyra um Jesúm Krist og fræðast í Guðs orði, og þar er ég meðal kristinna unglinga.“ Gulli: „Ætli ég sé ekki í K.S.S. af sömu ástæðu og Vallý. Þar fæ ég að heyra Guðs orð boðað og ég 24 varðveiti það í hjarta mínu. K.S.S. er eitt af gróðurhúsum Jesú. Þar fæ ég að fræðast í Hans orði og vaxa í trúnni á Hann. Hann sem gefur eilífa lífið. Ég veit að svo lengi sem ég fæ að nærast á hinu lifandi vatni mun ég aldrei fölna, heldur eiga eilíft líf með Honum. Einnig er K.S.S. mér mikilvægt, vegna þess að þar á ég trúaða vini, sem hjálpa mér að standa stöðugt í trúnni á Jesú, frelsara heimsins.“ Eitthvað að lokum? Vallý: „Eftir að hafa verið í Eþíópíu í 10 ár og séð neyð heiðingjanna, sé ég hvað við sem höfum tekið á móti Jesú sem okkar frelsara eigum gott. Við þurfum ekki að vera hrædd við Satan, því við þekkjum þann, sem er sterkari, Jesú Krist. Til H ans getum við komið með okkar erfiðleika og Hann hjálpar okkur. Hann heyrir allar okkar bænir og svarar þeim eins og það er best fyrir okkur. Jesús vill að allir komi til sín, heiðingjarnir og líka sá sem ekki hefur komið til Hans, því að það stendur í Matt. 11.28. „Komið til mín, allir þér sem erfiðið og þunga eru hlaðnir og ég mun veita yður hvíld.“ Hann einn getur gefið full- komna hvíld og gleði.“

x

Kristilegt skólablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.