Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Síða 26

Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Síða 26
Þekkir þú sjálfan þig? Hefur þú nokkurn tíman litið innundir hversdagsleikan inn í hjarta þitt? Erum við hrædd við að sjá hið sanna sem býr í hjarta okkar? Á þessi líking e.t.v. við okkur? „Þér líkist kölkuðum gröfum, sem að utan líta fagurlega út, en eru að innan fullar af dauðra manna beinum og hvers konar óhreinindum“. Við getum litið vel út að utan, en hugsanir okkar, þær eru óhreinar. Verum trú sjálfum okkur og lítum á hlutina eins og þeir eru. Guð gefi að við mættum leita sannleikans og finna hann. Það er oft þannig að við erum orðin vön syndinni og myrkrinu sem við lifum í. Við þekkjum ekkert annað! En ef við þekktum ljósið, þá fengjum við glígju í augun og værum lengi að venj- ast því. Eftir það væri myrkrið okkur kvöl. En hvað er þetta ljós sem ég er að tala um? Það er Guð. í II. Tím. er talað um þetta: ,,Hann sem einn hefur ódauð- leika sem býr í ljósi er engin fær til komist, sem enginn maður leit né litið getur — honum sé heiður og eilífur máttur. Amen“. Eigum við þá að þurfa að lifa í þessu myrkri dauðans alla tíð? Nei, við eigum að losna úr því og fá að lifa í ljósinu. En nú stendur í versinu að „enginn maður leit né litið getur“. Það er satt, hvaða maður hefur nokkurn tíma séð Guð? Það getur engin hversu mikið sem hann reynir. En hver er þessi ,,hann“ sem býr í Ijósinu? Það er Jesús Kristur, en um hann segir í Jóh. 1:18 „Engin hefur 26 nokkurn tíma séð Guð; sonurinn eingetni, sem hallast að brjósti föðursins, hann hefur veitt oss þekkingu á honum“. Og það er Jesús einn sem getur leyst okkur úr þessu myrkri dauðans og veitt okkur frið við Guð. En hvernig getur hann það? ,Jesús, Drottinn vor, sem vegna misgjörða vorra var framseldur og vegna réttlætingar vorrar upp séu þakkir sem gefur oss sigurinn fyrir Drottinn vorn Jesúm Krist!“Jesús hefur sigrað dauðann og syndina og veldi þess er ekkí lengur hjá honum. Hann býr í ljósinu og í ljósinu er alls ekkert myrkur. Þetta er fagnaðarboð- skapurinn um Jesúm Krist. Þú sem lifir í myrkri og veist af því, komdu til Jesú í bæn. Hann hefur sagt að hann muni ekki reka neinn í burtu frá sér, heldur taka við honum. En hvað merkir það að vera í Jesú? Jú, það er að lifa í honum, vera eitt í Jesú og þá erum við í honum sem býr í ljósinu; við erum í Guði og mun- um lifa í honum eilíflega. Eg hef fengið að reyna frelsið í Jesú og það er von mín og bæn, hver sem þú ert, að þú eignist það einnig. Komdu með tvær hendur tómar til Jesú og biddu hann að gefa þér líf í sér. Það er það að trúa. Jesús sagði sjálfur: „Ef sá er nokkur sem vill gjöra vilja hans, hann mun komast að raun um, hvort kenningin er frá Guði, eða ég tala að sjálfum mér“ Qóh. 7:17). Reyndu sjálfur og þú munt komast að raun um að Jesús vakinn“. Það er að segja, Jesús var framseldur til að deyja á krossi, til að friðþægja fyrir synd- ir vorar. Jesús var staðgengill okkar, við áttum að fá hegning- una sem kom niður á honum. En Jesús er líka risin upp frá dauð- um, þ.e. hann hefur sigrað dauð- ann eða eins og segir í I,Kor. 15:55 „Dauði hvar er sigur þinn? Dauði hvar er broddur þinn? En syndin er broddur dauðans, en lögmálið afl syndarinnar. Guði frelsar. Og að lokum vona ég að þú getir tekið undir þessi orð með mér sem standa í Rómverjabréf- inu „Eg er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, né englar, né tignir, né hið yfirstandandi, né hið ókomna, né kraftar, né hæð, né dýpt, né nokkur önnur skepna muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum“. Gutfmundur Gudmundsson.

x

Kristilegt skólablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.