Kristilegt skólablað - 01.09.1975, Side 30
ITm...
FRAMHALD bls. af bls. 27
KENNSLA í KRISTINDÓMI.
Kennsla í kristnum fræðum á
að vera málefnaleg. Það eru þrjú
megin atriði sem verður að hafa í
huga svo að það geti orðið.
1) Láta texta tala. Með því er átt
við að Biblíutextinn sé borinn
fram hreinn og ómengaður.
Kennarinn bætir engu inní, né
sleppi úr, þrátt fyrir að kennar-
inn sé, e.t.v. ekki á sama máli.
2) Gerður sé greinamunur á trú-
aratriðum og þekkingaratriðum.
Við skulum taka dæmi. Það er
sagnfræðileg staðreynd að Jesú
Kristur var uppi á sínum tíma.
Rómverski sagnritarinn Tactius
getur Jesú í sínum ritum. Hins
vegar eru ekki allir á eitt sáttir
hvort Jesús hafi verið sonur
Guðs, því það er hreint trúar-
atriði. Þessi greinarmunur þarf
að vera skýr svo að nemendur fari
ekki að efast um þekkingaratriði.
3) Öll kristindómsfræðsla þarf að
miðast að því að nemendur hafi
það góða þekkingu á lífi, starfi og
friðþægingu Jesú Krists að þeir
séu færir um að velja og hafna
þegar þeir hafa þroska til. Þeim
þurfa einnig að vera ljósar afleið-
ingar af vali sínu og að þeir séu
ábyrgir einstaklingar gagnvart
Guði og mönnum.
KRISTINDÓMUR EÐA
SIÐFRÆÐI
Sú skoðun er nokkuð ríkjandi
að taka eigi kristna siðfræði út úr
og leggja aðaláherzlu á hana.
Kristin siðfræði verður ekki
kennd ein sér, vegna þess að hún
og kristin trú eru svo samfléttuð.
Hjá Mattheusi stendur: „Þú
skalt elska Drottinn Guð þinn, af
öllu hjarta þínu og af allri sálu
þinni og af öllum huga þínum“.
(Matt. 22.37.) Þetta er hið
stærsta og fyrsta boðorð en
framhaldið er eftir og það hljóðar
svo: ,,Þú skalt elska náunga þinn
eins og sjálfan þig“. Þarna kemur
fram trúarleg siðfræði og það
gerir m.a. Ijóst hve náið samband
er milli kærleika til Guðs og
kærleika til manna. Það sem sker
úr í kristinni siðfræði er að
grundvallarafstaða til Guðs og
manna sé rétt. Þannig að ljóst má
vera að ekki er hægt að aðskilja
kristna siðfræði og kristna trú.
LOKAORÐ.
Kristnir menn verða að standa
saman gegn hverju því niðurrifs-
afli sem vill gera lítið úr kristin-
dómsfræðslu í skólum. Við ber-
urn ábyrgð á boðun orðsins og þá
■:.m leið a kristindoms-
fræðslu í skólum landsins.
Gunnar Finnbogason.
<aerl*®*'
tréskornir,
léttir Þægilegir og i tisku
pad er nokkud, sem vit er i
domus
simi 18519
1/ZK-7Á-R&ÖTU 6B
Sími 1 55 55
71 U
ULULtSZkj
30