Skák - 15.02.1956, Page 7
Venjulega er riddaranum leikið til
d7. En af c6 skal flytja hann yfir
á a5, þar sem hann þrýstir á c4-
peðið. Enski meistarinn Yates lék
þessum leik mjög oft, en ef hvítur
lék 7. d5, þá hörfaði hann með
riddarann til b8 og síðan til d7
og c5.
7. Rc3 afi Þetta er leikur Panno.
Markmiðið er að hefja sókn á
drottningarvæng með aðstoð Hb8
og Rc6.
8. h3 Hindrar Bg4.
8. — Hb8 9. e4 Nýjung. Venju-
lega hefur verið leikið a3, b3, e3
eða Bg5, en ekki er ólíklegt að
Larsen hafi fengið mikilsverðar
upplýsingar í Júgóslavíuför sinni
um þessa byrjun.
9. — b5(?) Hér átti Friðrik að
leika e5 og halda þannig jafnvægi
á miðborðinu.
10. e5 Re8 Ekki 10. - Rd7, vegna
11. cxb5 axb5 12. Rg5!
11. De2 Ra5 12. c5 b4 13. Re4
<15 14. Red2 f5 15. Hdl efi 16.
Rfl hfi Hindrar Bg5 og hótar g5.
17. Rh4 Kh7 Ekki 17. - g5, 18.
Rg6 Hf7 19. Dh5!, með hótuninni
20. h4.
18. f4 Bd7 Larsen hefur komið
peðum sínum lengra og á því meira
rúm fyrir menn sína. Riddarinn á
e8 gerir Friðrik öruðgt að ná sam-
bandi á milli hrókanna. Næsti
hluti skákarinnar er barátta um
yfirráð á kóngsvæng og drottning-
arvæng.
19. Rh2 Bb5 20. Df2 Rc6 Ridd-
arinn þarf að vera viðbúinn kalli
kóngsins.
21. g4 De7 22. Khl Rýmir fyrir
hróknum.
22. — Df7 23. gxf5 exf5 Opnun
g-línunnar gæti haft hættu í för
með sér. En með síðasta leik sín-
um kemur Friðrik riddara til e6
og þá er staða hans mjög traust.
24. Rf3 Re7 25. De3 Bh8(?)
Ekki er ósennilegt að c6 hafi verið
betra.
26. Rfl Til greina kom Bd2-
el-h4, þar sem hann er mjög ógn-
andi.
26. — Rg7 27. h4 Re6 28. Df2
Larsen virðist hafa misst þráðinn
og leikur nú nokkrum tilgangs-
litlum leikjum.
28. — IIg8 29. Rg3 Hg7 Sterk-
ara virðist 29. - c6.
30. Bfl Larsen hefur nú náð
jafnvægi á taugarnar og skiptir
upp á hinum sterka biskupi á b5.
Bent Larsen.
30. — Kg8 Röng hugmynd. —
Betra var H7g8.
31. Bxb5 Hxb5 32. Hgl Kf8 33.
Hg2 Rc6 Öruggara var c6 og hvít-
ur á erfitt með að brjótast í gegn.
34. Be3 Ke8 35. Dc2! Eftirþenn-
an leik verður erfitt að komast
hjá peðstapi.
35. — Kd7 36. Db3 Re7 37. Da4
Rc6 Guðm. S. Guðmundsson benti
mér á sterka leið fyrir Friðrik í
þessari stöðu: 37.-c6! 38. Dxa6
b3! 39. axb3 (ekki 39. a4, vegna
Rc7 40. Da7 Rc8 og vinnur drottn-
inguna) 39. - Hg8 og Friðrik hefur
mikið spil fyrir peðið.
38. Dxa6 Hb8 39. Dd3 Hbg8 40.
Db3 Re7
41. c6f! Kd8 Þvingað.
42. a3! Nú kemur drottningar-
hrókurinn til sögunnar.
42. — g5 43. hxg5 hxg5 44. axb4
Rxf4 45. Ha8t Rc8 46. Rxg5 Hxg5
47. Bxf4 Hg4 48. Df3 De6 49. b5
Bg7 50. Hh2 Bf8 51. Hh7 Be7 52.
Kh2! Sterkur leikur, sem undirbýr
eftirfarandi leiki.
52. — Hf8 53. Hh6 Hh4f Nauð-
synlegt.
54. Hxh4 Bxh4 55. Dh5 Be7
Ekki Bxg3f, vegna 56. Bxg3, hót-
andi Bh4t.
56. Dh6 Dg8 Ekki 56. - Dxh6,
vegna 57. Bxh6 f4 (bezt) 58. Bxf8
fxg3t 59. Kxg3 Bxf8 60. Kg4 og
vinnur.
57. b6! cxb6 Það er engin vörn
til lengur.
58. e6 Bb4 59. Dh4f og Friðrik
gafst upp.
Skýríngar eftir Inga R. Jóhannsson.
Skák nr. 361.
4. einvígisskákin.
Hvítt: Friðrik Ólafsson.
Svart: Bent Larsen.
Sikiley j ar-vörn.
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4
4. Dxd4 Þetta afbrigði er sjaldan
notað. Venjulega er leikið 4. Rxd4.
4. — Rf6 Betra var 4. - Rc6 5.
Bb5 a6 6. Bxc6f bxc6 7. O—O e5
8. Dd3 Be7 9. Hdl Rf6 10. Bg5
0—0 11. Bxf6 gxf6 12. Rh4 Kh8,
með jöfnum möguleikum. (Szabó-
Kotov, Búdapest 1950).
5. Rc3 Rc6 6. Bb5 a6(?) 7. Bx
c6f bxc6 8. e5 Rg4 9. Bf4 dxe5
10. Dxd8f Kxd8 11. Rxe5 Rxe5
12. Bxe5 f6 13. O-O-Of Ke8 14.
Bc7 Bf5 15. Hhel Kf7 Bezt.
16. Ra4! Friðrik metur stöðuna
rétt. Riddaranum er ætlað það
hlutverk að leggja undir sig reit-
inn c5, og þaðan á hann að herja
á svörtu stöðuna.
16. — h5 17. He3! Hc8 Þvingað.
18. Bb6 g6 19. Hc3 Bh6f 20. Be3
Bxe3 21. Ilxe3 Hhd8
22. Hc3 (?) Sterkara virðist 22.
Rc5; t. d. 22.-Hxdlt 23. Kxdl
Ha6 (Þvingað, ef svartur vill ekki
SKÁK 19