Skák


Skák - 15.02.1956, Blaðsíða 12

Skák - 15.02.1956, Blaðsíða 12
GUÐJÓN M. SIGURÐSSON In memoriam Hinn 10. janúar s.l. lézt Guðjón M. Sigurðsson skákmeistari. Hafði hann lengi átt við vanheilsu að stríða og dvaldist siðustu mánuðina að Reykja- lundi. Með honum er fallinn í valinn einn af snjöll- ustu skákmeisturum hér á landi hin síðari ár, og er íslenzku skáklífi að honum mikil eftirsjá. Guðjón fæddist í Reykjavík 16. júní 1927, og var þvi aðeins 28 ára gamall, er hann lézt. Por- eldrar hans voru Petró- nella Magnúsdóttir og Sigurður Einarsson. Guð- jón var bam að aldri, er hann veiktist af þeim sjúkdómi, sem gekk svo nærri honum, að hann bar þess merki alla æfi. Lá hann á sjúkrahúsi svo árum skipti. Á þeim árum byrjaði Guðjón að tefla, og kom fljótt f Ijós, að hann hafði óvenjulega hæfileika á því sviði. — Tefldi hann í fyrstu eink- um sér til dægrastytting- ar á spítalanum, en er hann hafði heilsu til, vildi hann reyna krafta sina gegn öflugri and- stæðingum og gekk þá í Taflfélag Reykjavíkur. Náði hann þar fljótt mik- illi leikni. í fyrsta skipti, er við Guðjón tefldum saman, var á Skákþingi íslendinga 1946, en þá fylgdumst við að upp í meistaraflokk, hann í fyrsta sæti. Eftir það var Guðjón meðal iðnustu þátttakenda á skákmótum í Reykjavík, en einnig tók hann þátt í skákmótum úti á landi, og tvívegis keppti hann fyrir ísland á erlendum vettvangi. Þrisvar hefim Guðjón orðið skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur, árin 1947, 1952 og 1953. í landsliðskeppnum hefur hann oft tekið þátt, m. a. var hann í þriðja sæti í landsliðs- keppnunum 1950 og 1953. Á Skákþingi Norðurlanda í Reykjavík 1950 keppti hann í landsliðsflokki og vann þá sinn stærsta sigur, er hann varð annar, á eftir Norðurlandameistaranum Baldri Möiler. Þar lagði Guðjón meðal annars að velli tvo af beztu skákmönnum Dana, þá Palle Nielsen og Julius Niel- sen. — Þegar hollenzki skákmeistarinn L. Prins kom hingað til lands árið 1952, tefldi Guðjón við hann tveggja skáka einvigi og fór með sigur af hólmi, 1%—%. Á Rossolimo-mótinu 1950 varð hann í 2.— 3. sæti ásamt Friðriki Ólafssyni, á eftir Rossolimo. Erlendis keppti Guðjón fyrir ísland á Olympíu- mótinu í Helsingfors 1952, og s.l. sumar kepptihann i landsliðsflokki á Norðurlandamótinu í Osló, þar sem hann varð í 8.—9. sæti. Guðjón hefur oft tekið þátt i skákmótum úti á landi, teflt fjöltefli og veitt tilsögn í skák, m. a. í Hafnarfirði, á Akureyri og Akranesi. — í hraðskákmótum var hann jafnan i fremstu röð; varð Reykja- vikurmeistari í þeirri grein 1947 og íslands- meistari 1948. —• Um skeið var Guðjón ritstj. „Skák- ar“ ásamt Jóni Þorsteins- syni. Guðjón var náttúru- barn í skák. Hann lærði ekki að tefia í bókum, heldur með því að tefla við aðra, og mótaðist stíll hans þannig fyrst og fremst af eigin athyglis- gáfu og dómgreind. Var stíllinn frumlegur, svip- mikill og ærið tilbrigða- ríkur. Bezt kunni Guðjón við sig i sókn, og í slíkum stöðum komu vel í ljós hinir sérstöku hæfileikar hans til að skapa fallegar leikfléttur, eins og marg- ar skákir hans bera ljós- an vott um. Sigurviljinn var sterkur og hjálpaði honum oft að markinu, þótt á móti blési stundum. Hann var flestum fljótari að átta sig á skákborð- inu, og í hraðskák átti hann fáa jafnoka. Kom þar vel í ljós sú leikni, sem hann með mikilli og stöð- ugri þjálfun hafði aflað sér. Guðjón var hinn ákjósanlegasti félagi, drengur góður, skemmtilegur, og í hópi vina og kunningja hrókur alls fagnaðar. Ég var tíður gestur á heimili foreldra hans að Urðarstíg 9 á þeim árum, er ég var að byrja að tefla, og átti ’’á margar ánægju- legar og lærdómsríkar stundir með Guðjóni við skákborðið. Svo var einnig um marga aðra skák- menn í Reykjavík á þeim árum, enda voru þeir alltaf velkomnir á heimili þeirra hjóna. —• Það var þungt áfall fyrir Guðjón, er hann missti móður sína árið 1948. Dvaldist hann eftir það með föður sínum, en átti athvarf hjá systkinum sínum í Reykjavík og Hafnarfirði. Þó að Guðjón M. Sigurðsson sé horfinn, mun 24 SKÁK

x

Skák

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.