Skák


Skák - 15.12.1957, Side 4

Skák - 15.12.1957, Side 4
GUÐMUNDUR ARNLAUGSSGN: tfwHutn tfeai Grózka í skákinni. Islenzkum. skákunnanda má vera það ánægju- efni að líta kringum sjg nú. íslenzkt skáklíf stend- ur með blóma, hvert stórmótið rekur annað, og stöðugt bætast liðtækir menn í keppendahópinn. Norður á Sauðárkróki sjáum við þrautreynda og snjalla skákmenn lúta í lægra haldi fyrir kornungum Ak- ureyringi og öðrum ungum pilti, er kemur beint heiman úr sinni sveit, og hefur aldrei komið á skákmót fyrr. Úti í heimi heldur Priðrik Ólafsson nafni íslenzkrar skákmenntar hátt á lofti, hann teflir af meiri hörku en noTckru sinni fyrr og skýt- ur taflmeisturum Evrópu aftur fyrir sig, hverjum af öðrum. Og þar með er stórmeistaratitillinn kom- ,. . . inn á dagskrá — hvenær hlýtur Friðrik Ólafsson þessa eftirsóknar- e . * verðu nafnbót? Ekki er laust við, að hja sumum kenni oþreyju 1 röddinni, þegar spurningunni er varpað fram, eins og þeim finnist Alþjóðaskáksambandið furðu svifa- seint að átta sig á verðleikum Priðriks. Pyrir mitt leyti finnst mér þessi áhugi á titlatogi ekki nema í meðallagi íslenzkur, því að þótt ekki verði um þessa titla sagt, það sem í vísunni stendur um orður og titla: „notast oft sem uppfylling í eyður verðleikanna", eru sjálfir verðleikarnir aðalatriðið, og betra hygg ég sé að fá stórmeistaratitilinn of seint en of snemma. Það er betra að vera tltillaus, en tefla eins og stórmeistari á að tefla, heldur en x , , að heita stórmeistari og vera að- pPEð er nart að heita Briem, en liaí'a ekki tii þess unnið . gajnbandsins, stundum með naum- um meirihluta atkvæða, þurfa ekki endilega að vera mikilsvirði. Og sannast að segja finnst mér að full lítillar fyrirhyggju hafi gætt í stórmeist- aranafngiftinni á stundum. Þess má þó minnast, að hér er um að ræða næst hæstu nafnbót skák- arinnar, og ungur meistari, sem orðinn er stór- meistari, getur ekki vænzt meiri mannvirðinga þaðan í frá, nema því aðeins að honum takizt að verða heimsmeistari, sem ekki er líklegt, meðan heimsmeistarinn er ekki nema einn í senn. A lista Alþjóðaskáksambandsins 1952 eru skráð- ir 33 stórmeistarar. Ég fór að telja saman að gamni v ... mínu, hve margir hafa bætzt í hóp- stórmeistara inn síffa*' ,°g teist þeir vera 18 eða rumlega þnr a an til jafnaðar. Haldi fjöldinn áfram áð vaxa með hlutfallsiega sama hraða næsta áratug, verða stórmeistaramir orðnir nærri 80 eftir fimm ár, en um 120 eftir tíu ár! eins rétt rúmlega venjulegur smá- meistari. Nafnbætur þær, sem af- greiddar eru á þingi Alþjóðaskák- Hingað til hefur sérstök nefnd innan Alþjóðasklák- sambandsins fjallað um þessar nafnbætur, og þær verið afgreiddar með atkvæðagreiðslu. En nú er í ráði að taka upp nýtt kerfi, þar sem mönnum eru gefnar einkunnir fyrir frammistöðu sína á skákmótum, allt eftir því hve öflug þau eru, og hve hátt vinningshlutfall maðurinn hlýtur. Þetta verður væntanlega til bóta, en þó er hætt við að ekki verði auðveldara að stöðva þessa skriðu en dýrtíðarflóðið á íslandi. Það sér hver maður, að því fleiri sem stórmeistaranir eru fyrir, því meir tefla þeir á mótum, og þeim mun hærri einkunnir fá þeir skákmenn, er skara fram úr á þessum mótum. Það verður með öðrum orðum þeim rnun auðveldara að vinna sér .stórmeistaratitil sem stór- meistarahópurinn er stærri — en jafnframt þeim mun minna virði. Svipuöu máli gegnir reyndar um flokkaskiptinguna í heild, mönnum smáfjölgar í efri flokkunum. Framan af voru til fyrsti, annar og jafnvel allt niður í fimmta flokk. Nú hafa neðstu flokkarnir horfið þegjandi og hljóðalaust, en aftur á móti hefur hlaðizt ofan á, fyrst meist- araflokkur, siðan landslið. En svo við snúum okkur aftur að innanlands- málunum, þá er viðhorfið ekki að öllu leyti jafn- Hvar stönd- °§ éS §af 1 skyn 1 upphafi nm við? þessa greinarstúfs. Skíákin á að vísu almennari vinsældum að fagna hér en víðasthvar annarsstaðar, og efniviður virðist hér góður, en hin félagslega hlið á skákmáluniun er miklu veikari og hefur verið svo lengstum. Taflfélag Reykjavíkur er langöflugasta skákfélag á íslandi og þolir samanburð á skákstyrk sinna manna við öflug taflfélög erlendis, en þó er það stundum eins og risi á leirfótum. Og svipuöu máli gegnir um Skáksambandið, sem á að vera æösti aðili tun íslenzk skákmál. Þeir, sem sótt hafa aðal- fundi Sambandsins, kannast við, að þar hafa stundum verðið gerðar samþykktir af lítilli fyrir- hyggju. Og stjórnin, sem á að standa vörð um hag Sambandsins milli aðalfunda, Strjálbýlið fjötur um fót. er skipuð mönnum, sem flestir hafa ýmsum öörum hnöppum að hneppa, og vill þá stundum fara svo, að starfið verði full slitrótt. Annars er strjálbýliö erfiðasti þröskuldurinn á félagslífi okkar skákmanna. Skák- félög smákauptúna og sveita standa einangruð án möguleika til samkeppni við jafningja sína. Það á að vera hlutverk Skáksambandsins að bæta úr þessu, það er erfitt hlutverk og hefur ekki alltaf verið rækt sem skyldi. En ýmislegt má þó gera og verður ef til vill vikið betur að því síðar. 9B skák

x

Skák

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.