Bautasteinn - 01.04.2004, Blaðsíða 9
9
Tvo undanfarna vetur hafa starfsmenn Kirkjugarða Reykjavík-
ur unnið að uppsetningu á steypujárnsgerðum og steypujárns-
krossum í Hólavallagarði. Starfsmennirnir hafa séð um að taka
gerðin niður, rafsjóða þau, sandblása og mála. Einnig hefur þurft
að útbúa nýjar undirstöður . Þessu verki hefur miðað vel og er
endurbótum og uppsetningu á sjö gerðum þegar lokið. Af þeim
sá Málmsteypan á Þingeyri um að endursteypa tvö og Málm-
steypa Þorgríms í Garðabæ eitt.
Mikill áhugi er á að þessu verkefni verði haldið áfram, en
vegna mikils kostnaðar er fyrirsjáanlegt að verkinu muni miða
hægt. Þeir sem að þessu viðamikla verkefni standa vonast því til
að fjárstyrkir fáist til að flýta frekari framkvæmdum enda liggur
stór hluti krossa og gerða undir skemmdum.
Viðgerðir á steypujárnsgerðum
Þrír af starfsmönnum Kirkjugarða Reykjavíkur sem unnið hafa að
viðgerðum.
F.v. Þorgrímur G. Jörgensson, Karl Þ.Jónasson og Halldór Kr. Peder-
sen. Ljósm.: HGG
Eitt af gerðunum fyrir viðgerð. Sama gerði eftir viðgerð.
Stofnunin vill af því tilefni benda forráðamönnum kirkju-
garða á nokkur atriði svo hægt sé að bregðast við með góðum
fyrirvara ef ástæða þykir til.
Einungis löggiltir rafverktakar mega taka að sér lagningu,
tengingar og frágang raflagna og rafljósa.
• Yfirálagsvarnir fyrir ljósabúnað og lagnir að honum skulu
vera í samræmi við reglugerð um raforkuvirki
(B264/1971)
• Spennar fyrir ljósbúnað eiga að vera tryggilega
jarðtengdir og lokaðir þannig að ekki sé hægt að komast
að spennuhafa tengingum án verkfæra.
• Mælt er með að ljósbúnaður (t.d. á jólatrjám) sem stað-
settur er innan seilingar frá jörðu sé smáspenntur.
• Ganga skal rétt frá úttökum úr tengiskápum / ljósa-
staurum.
• Aðtaugar að skreytingum skulu lagðar þannig að
áverkahætta sé sem minnst.
• Mælt er með að lagnir og búnaður til skeytinga í
kirkjugörðum séu varðar með lekastraumsrofvörn og
marklekastraumur lekastraumsrofa sé 30 mA.
• Allur búnaður sem notaður er, skal uppfylla þær kröfur
sem gerðar eru til markaðssetningar raffanga.
Þessi atriði verða kynnt nánar á aðalfundi
Kirkjugarðasambands Íslands sem haldinn verður á Ísafirði
11. september n.k.
Rafdreifikerfi og tenging rafljósa í kirkjugörðum
Löggildingarstofu hafa á undanförnum árum borist ábendingar
um að tengingum og frágangi rafljósa (þ.m.t. jólaskreytinga og
jólaljósa) í kirkjugörðum hafi í mörgum tilvikum verið ábótavant.