Bautasteinn - 01.04.2004, Blaðsíða 18
18
Útför Jóns Magnússonar árið 1926.
- Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
Mynstur náttúrunnar að leiðarljósi
Frumhönnun 1. verðlaunatillögu liggur
nú fyrir, en að gerð hennar standa Teikni-
stofan Tröð ásamt Sigurði Guðmundssyni,
myndlistarmanni, Hirti Stefánssyni, verk-
fræðingi og Ásgeiri Auðunssyni frá Raf-
hönnun.
Meginhugmynd duftgarðsins í þessari
tillögu er útfærð sem hólmaklasi í vot-
lendi, umlukinn skógi að byggðinni til
suðurs og austurs og holti og mýri að úti-
vistarsvæðinu til norðurs og vesturs.
Landslagsrýmið Leynimýri stendur sem
ein heild og þar fléttast saman kirkjugarð-
ur fyrir duftker og hverfisverndarsvæði,
sem er almennt útivistarsvæði. Mýri, holt
og gamall sjávarkambur einkenna útivist-
arsvæðið, sem afmarkast af þéttum skógi
Öskjuhlíðarinnar. Markmið tillögunnar er
að endurheimta og viðhalda náttúrulegu
votlendi svæðisins og að samræma það
því umhverfi sem er viðeigandi fyrir
duftreit. Við hönnun duftgarðsins er haft
að leiðarljósi að finna nýjar áherslur í
skipulagi grafreita og komast hjá því að
nota hið hefðbundna reitafyrirkomulag
kirkjugarða. Fyrirmyndir við hönnun
garðsins eru mynstur og form úr náttúr-
unni og minna hólmarnir á barið fjöru-
grjót og þeir raðast upp eins og frumur í
eggi. Í tímans rás munu ávalir árhringir,
líkt og í trjástofni, verða teiknaðir á hólm-
ana þegar grafirnar mynda raðir. Eitt af
því athyglisverðasta í tillögunni er svo-
kölluð kirkjugarðsklukka, en það er
klukka sem er komið fyrir í tjörn í garðin-
um. Klukkan er kúlusneiðing, steypt í
brons og er kólfurinn og vélbúnaðurinn
falinn inni í klukkunni. Þegar klukkan
slær mynda hljóðbylgjurnar gárur á lygnu
vatninu.
Nokkrar gerðir grafa
Í duftgarðinum er gert ráð fyrir
nokkrum gerðum grafa. Hinar hefð-
bundnu duftgrafir eru á hólmum og á
skógar- og holtasvæði, en einnig er gert
ráð fyrir svæði fyrir ómerktar grafir og
öskudreifingu. Auk þess er að finna svo-
kallaðan Kolombaríum á svæðinu þar sem
hægt er að setja duftker í hólf. Í tillögunni
er gert ráð fyrir að Kolombaríum teikni
sig í landið sem kuðungur og sé byggður
upp með lóðréttum granítblokkum og lá-
réttum granítflísum á þremur hæðum.
Hólfin verða lokuð, ýmist með áletraðri
steinhellu, bronsskildi eða þykku gleri og
framan við hólfið verði steinhilla þar sem
hægt er að setja kerti eða blóm.
Niðurstaða samkeppni um kirkjugarð fyrir duftker
Gamlar myndir frá Reykjavík
Eins og greint var frá í Bautasteini
í fyrra stóðu Kirkjugarðar Reykjavíkur
og Reykjavíkurborg fyrir samkeppni
um hönnun kirkjugarðs fyrir duftker í
landi Sóllands norðan Fossvogskirkju
og heildarskipulag Leynimýrar. Sextán
tillögur bárust í keppnina og voru 15
þeirra teknar til dóms. Í skýrslu dóm-
nefndar kemur fram að keppnin hafi
tekist vel og skilað fjölbreyttum og
frumlegum hugmyndum. Þátttakend-
ur hafi lagt mikla vinnu í tillögurnar
og árangur af samkeppninni sé gott
veganesti á nýrri öld til að móta nú-
tímalegt framtíðargrafarsvæði. Niður-
staða dómnefndar var að fyrstu verð-
laun skyldi hljóta tillaga frá Teikni-
stofunni Tröð ehf gerð af Sigríði
Magnúsdóttur, arkitekt FAÍ, MNAL og
Hans-Olav Andersen, arkitekt FAÍ,
MNAL í samstarfi við Sigurð Guð-
mundsson, myndlistarmann og með
aðstoð Sveins Bragasonar, arkitekts.