Bautasteinn - 01.04.2004, Side 15

Bautasteinn - 01.04.2004, Side 15
15 Í lok árs 2003 sendi Kirkjugarðaráð út bréf til sóknarnefnda og kirkjugarðsstjórna þar sem minnt var á helstu verkefni kirkju- garða. Þar kemur fram að eitt af þýðingarmestu verkefnum sem sóknarnefndum eða kirkjugarðsstjórnum er falið að sinna er að halda legstaðaskrá í samræmi við lög um kirkjugarða og skulu þær gerðar í tveimur eintökum. Legstaðaskrár margra kirkju- garða eru á handskrifuðu formi, en það er óðum að breytast með aukinni tölvunotkun og tengingu við miðlægu legstaðaskrána gardur.is á netinu. Í bréfinu er einnig minnst á stjórnskipan kirkjugarðamála þar sem Biskup Íslands og kirkjugarðaráð fara með yfirstjórn kirkjugarða á Íslandi, þar á eftir koma prófastar landsins sem hafa eftirlit með rekstri kirkjugarða, síðan héraðs- fundir þar sem lagðir eru fram ársreikningar kirkjugarða og þar á eftir sóknarnefndir og/eða kirkjugarðsstjórnir sem halda utan um rekstur og umhirðu kirkjugarðsins, færa bókhald og leg- staðaskrá og afhenda prófasti ársreikning næstliðins árs fyrir héraðsfund. Þar sem aðeins stærstu kirkjugarðar landsins hafa starfsmenn til að sjá um dagleg verkefni kirkjugarðanna hvílir rekstur minni garðanna á sóknarnefndum. Verkefni starfsmanna (sóknarnefnda) eru tilgreind sem grafartaka, árlegt viðhald leg- staða, greiðsla kostnaðar vegna prestþjónustu í tengslum við út- farir og önnur lögboðin starfsemi sem stjórnin ákveður. Í lögum um kirkjugarða er lögð mikil áhersla á góða hirðingu garðanna og þar segir í 19. grein: „Kirkjugarðsstjórnum er skylt að láta leggja brautir og gangstíga í kirkjugörðum samkvæmt staðfest- um uppdrætti, gróðursetja tré og runna, slétta garðinn, ef til þess er ætlast, halda öllu þessu vel við, láta slá garðana reglulega með varúð og hafa þá að öllu leyti vel og snyrtilega hirta. Kirkjugarðs- stjórnir skulu stuðla að því að legstaðir séu smekklega prýddir blómjurtum og vel um þá hirt.“ Kirkjugarðsstjórn er heimilt að reka útfararþjónustu og skal sú starfsemi og fjárhagur henni tengdur vera algerlega aðskilinn frá öðrum lögboðnum verkefnum kirkjugarðsstjórnar og verkefnum sem henni er heimilt að takast á hendur samkvæmt lögum. Að- skilja skal stjórnun útfararþjónustu og kirkjugarðs. (ísl. þýðing Bj. Th. Bj.): „Trúarbrögð þeirra (þ.e. Kríteyinga) hafa falið í sér ein- hvers konar hugmyndir um framhaldslíf, því þeir nota fiðrildið sem táknmerki dauðans. Enda þótt fiðrildið geti ekki tal- izt kristilegt tákn, má samt endrum og eins finna það á legsteinum norður alla álfu.“ (bls. 44). Útlínuteikningar – „Vignettur“ eru gerðar af Karli Jóhanni Jónssyni. Flest ofannefnt má finna í venjulegum al- fræði– eða orðabókum, eða líta eftir slík- um táknum í bók Bj. Th. Bj.: Minningar- mörkum í Hólavallagarði. Ath. Hvað varðar fiðrildistáknið á legmörk- um í Norður–Evrópu, þá lá nærri að það bærist hingað til Íslands, því í myndskreytt- um pöntunarlistum fyrir steypta járnkrossa í Danmörku, sem notaðir voru hérlendis, má sjá fiðrildistáknið, og á einum járn- krossi eitt á hverjum krossarmi, á hástilki og sitt á hvorum þverarmi, sjá mynd nr. 6 í „Minningarmörk í Hólavallagarði“ , bls. 30. Bj. Th. Bj. Verkefni kirkjugarða Minnismerki um horfna eftir listakonuna Rúrí hefur nú verið reist í Gufuneskirkjugarði. Hafa viðbrögð við uppsetningu verksins verið mjög góð, bæði hjá íbúum í nágrenninu sem og þeim er sótt hafa garðinn heim. Að sögn Heimis Janussonar hjá Gufuneskirkjugarði hafa margir komið að máli við starfs- fólk garðsins og lýst yfir ánægju sinni með verkið og tilgang þess. Fjöldi fólks setur kerti við minnisvarðann og nú er hægt að panta skráningu á minningarsteina sem eru hluti verksins. Alls eru tólf slíkir steinar í verkinu og pláss fyrir 48 nöfn á þeim, sem samsvarar þeim fjölda fólks sem hefur horfið frá ár- inu 1945. Nöfnin eru sandblásin á steinana og sér grafískur hönnuður á vegum kirkjugarðsins um útfærslu merkingarinn- ar. Fyrstu pantanir eru þegar komnar og styttist í að fyrstu nöfnin verði sjáanleg á steinunum. Skráning kostar kr. 25.000 og er óháð stafafjölda, en gert er ráð fyrir að nafn viðkomandi sé skráð, ásamt fæðingardegi og útgefnum dánardegi og annaðhvort starfsheiti/titli eða uppruna viðkomandi. Þeir sem hafa áhuga að kynna sér málið frekar eða leggja inn pöntun vegna skráningar geta haft samband við skrifstofu Gufunes- kirkjugarðs og fengið frekari upplýsingar. Skráning á minningarsteina í Gufuneskirkjugarði

x

Bautasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.