Bautasteinn - 01.04.2004, Blaðsíða 17

Bautasteinn - 01.04.2004, Blaðsíða 17
17 Fram er komin tillaga til þingsályktunar um verndun Hóla- vallagarðs, gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu í Reykjavík. Frumkvæði að gerð tillögunnar kemur frá Ástu Ragnheiði Jó- hannesdóttur þingmanni, en fjöldi annarra þingmanna styður hana. Markmið tillögunnar er að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd sem skuli vinna að því að tryggja varðveislu, uppbyggingu og kynningu á þeim menningarsögulegu verðmætum sem fólgin eru í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Í tillögunni kemur fram að mikilvægt sé að varðveita garðinn fyrir komandi kynslóðir og minningarmörkin segi sína sögu um þróun bæjarins og fólkið sem þar bjó. Jafnframt kemur fram að í ljósi þess hve sérstæður Hólavallagarður er ætti að huga að því að fá hann viðurkenndan sem „Evrópuminjar“ (e. European Heritage Program), en garðurinn er elsti óspillti kirkjugarður í Norður- Evrópu. Ásta Ragnheiður segir garðinn sér hugleikinn, hún þekki hann vel enda býr hún í nágrenni hans og gengur oft um garð- inn. „Þessi garður er einstakur og hann ber að varðveita. Á- stand minningarmarkanna er í heildina gott, en þó þarf að laga nokkur og svo þarf að viðhalda garðinum þannig að komandi kynslóðir fái notið þeirrar þjóðargersemar sem hann er.“ Ástu finnst líka að vel væri við hæfi að samþykkja tillögu sem þessa á 100 ára afmæli heimastjórnar í ljósi þess sögulega mikilvægis sem garðurinn gegnir, en þar hvíla margir af helstu baráttu- mönnum og sjálfstæðishetjum Íslendinga, svo sem Jón Sig- urðsson forseti og Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra Íslands, auk ýmissa annarra framámanna þjóðarinnar. Vefurinn gardur.is nýtur sívaxandi vinsælda og er umferð um hann orðin mjög mikil. Stöðugt bætast við upplýsingar í gagnagrunninn en betur má ef duga skal. Að sögn Smára Sigurðs- sonar hjá Kirkjugörðum Akureyrar, sem unnið hefur við vefinn, vantar enn inn legstaðaskrár frá mörgum görðum, þar á meðal nokkrum af stærri görðum landsins. „Nú eru um 95.000 færslur komnar inn á vefinn, en ég vil nota tækifærið og hvetja umsjónar- menn kirkjugarða og sóknarnefndir sem ekki hafa skilað inn leg- staðaskrám til okkar að bæta þar úr. Það er nóg að senda okkur skrárnar handskrifaðar eða á pappír og við sjáum um að færa þær inn í gagnagrunninn. Við tökum líka við skrám á tölvutæku formi, en þá þurfa menn að hafa samband áður og útbúa gögnin á því formi er hentar skráningunni best.“ Smári segir vefinn mikið notaðan og þegar mest hafi verið, t.d. í kringum jólin, hafi allt að 1000 manns heimsótt vefinn á dag. „Við finnum fyrir miklum áhuga fólks og fáum fjöldann allan af bréfum varðandi vefinn. Vefurinn er gagnvirkur þannig að fólk getur sent inn athugasemdir við færslur og upplýsingar á vefnum og margir nýta sér það og senda okkur leiðréttingar og aðrar upplýsingar er vefinn varða. Margir spyrja líka um þá garða sem ekki eru enn komnir inn og því er mikilvægt að ná inn sem mestum gögnum sem fyrst.“ Einnig er unnið að varanlegri lausn er varðar uppfærsl- ur á vefnum, margir stærri kirkjugarðar hafa þó beinan aðgang að vefnum og sjá um uppfærslur sjálfir. Hvað uppfærslur upplýsinga frá öðrum görðum varðar er sóknarnefndum bent á að hafa sam- band við Smára. Enn er að bætast við ítarefni vefsins, æviágrip og fleira og hefur vefurinn fengið mjög góðar umsagnir, t.d. í tímarit- inu „Frjáls verslun“ þar sem vefurinn er sagður frábær, með þeim allra bestu. Slóðin á vefinn er www.gardur.is Vefurinn gardur.is eflist Tillaga til þingsályktunar um verndun Hólavallagarðs Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir við minnismerkið um Jón Sigurðs- son í Hólavallagarði. Ljósm.: HGG

x

Bautasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.