Leikskrár Þjóðleikhússins - 24.01.1969, Blaðsíða 21

Leikskrár Þjóðleikhússins - 24.01.1969, Blaðsíða 21
G. B. S Sagt hefur verið um George Bernard Shaw, að hann hafi í senn verið niðurrifsmaður og siðaprédikari. Hann trúði því, að hinir fyndnu gamanleikir hans myndu siðbæta heiminn. Það er heldur ekki sök höfundarins, að þeim skuli ekki hafa lánazt það. Hann skrifaði og talaði meira um allar hliðar siðbótar, innan og utan leikhúss, en nokkur annar maður þá tvo manns- aldra sem hann lifði. Árið 1882 tók hann að setja saman leikrit í samvinnu við William Archer, og skyldi það sýna með áþreifanlegum hætti hinn „nýja stíl“, er G. B. S. hafði svo mjög fjallað um sem gagnrýnandi. Þeir luku aldrei við verkið, þar sem Archer gat ekki fellt sig við formið, sem það virtist ætla að fá í höndum Shaws. Árið 1891 stofnaði J. T. Grein Óháða leikhúsið (The Independ- ent Theatre), sem skyldi sýna markverð útlend leikrit fyrir þann litla hóp, sem kynni að hafa áhuga á þeim, og einnig að „upp- götva“ meiriháttar ensk leikrit, sem innlendir leikhússtjórar treystu sér ekki til að sviðsetja. Fyrirmyndin að fyrirtækinu var leikklúbbur Antoines, Théátre Libre, en dramatískan efnivið sóttu þeir til Ibsens öðrum fremur. Mörg leikrita hans voru sýnd í þýðingu Archers og við leikstjórn Janet Achurchs, Charles Charingtons og Elisabeth Robins. Framlag Shaws var „The Quintessence of Ibsenism" (1891), sem útleggja mætti „Kjarn- inn í aðferð Ibsens.“ 19 L

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.