Leikskrár Þjóðleikhússins - 24.01.1969, Blaðsíða 31

Leikskrár Þjóðleikhússins - 24.01.1969, Blaðsíða 31
„Þegar gamanleikur er sýncLur, legg ég ekkert upp úr hlátri áhorfendanna: hvaða fífl sem er getur komið áhorf- endum til að hlœja. Ég vil komast að því hve margir þeirra, hlœfandi eða alvarlegir, eru með opinn og starfandi huga. Og þeim árangri verður ekki náð, fafnvel af leikurum sem skilja til hlitar hvað fyrir mér vakir, nema fyrir tilstilli list- rœnnar fegurðar framsetningarinnar sem ekki verður náð án langra og erfiðra œfinga, og vitsmunalegrar áreynslu, enda þótt leikrit mín kunni að virðast of léttúðug til að eiga heimtingu á slíku erfiði“. G. B. S. Ekkert þeirra leikrita, sem Shaw samdi síðar, jafnast á við þessi síðasttöldu verk. Meðal þeirra má nefna The Apple Cart (1930), Too True to Be Good (1931), On the Rocks (1933), The Simpleton of the Unexpected Isles (1934), The Six of Calais (1934), The Millionairess (1936), Geneva (1938), og síðast In Good King Charles’s Golden Days (1939). í þessum leikritum, eins og öllum verkum hans, er margt aðdáanlega skrifað, leik- rænt, skarplegt og áleitið — og mikið mál. (Stuðzt við A History of the Theatre, 1941). 29

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.