Alþýðublaðið - 15.02.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.02.1926, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐID fiott er að hafa tungur tvær. Fyrir rúmum hálfum mánuði stóðu yfir hér í bæ kosningar á fimm fulltrúum í bæjarstjórn Reykjavíkur. Eins og vant er, mælti „Vísir" með fulltrúaefnum ihaldsflokksins, þótt blaðið annars þykist ekki fylgja þeim flokki. M. a. sagði „Vísir" um Pétur Hall- dórsson, að hann væri „fullkom- ihn íhaldsmaður", og hvatti menn ákaflega til þess að kjósa hann. 9. febrúar er „Vísir" að mæla með stofnun frjálslynds stjórn- málaflokks, og segir þar meðal annars: „Svæsnustu íhaldsliðar hljóta að standa feigum fótum í stjórnmálum þessa lan'ds." En samt eru ekki nema fáir dagar, síðan blaðið flutti hverja grein- ina á fætur annari til að mæla með einhverjum svæsnasta íhalds- liða landsins i bæjarfulltrúastöðu hér i Reykjavik. Það ætti svo að vera, að „svæsnustu íhaldsliðar" stæðu „feigum fótum í stjórn- málum þessa lands". En það getur enginn trúað „Vísi" til þess að vilja bregða fæti fyrir íhaldslið- ana, hve svæsnir sem þeir kunna að vera, því að aldrei hefir verið boðinn fram svo kolsvartur íhalds- pézi við kosningar hér í bæ, hvort heldur er til alpingis eða í bæjar- stjórn, að „Vísir" hafi ekki jafnan veitt honum allra beztu meðmæli. Meira að segja: Við síðustu al- þingiskosningar gekk „Vísir" í svo náið bandalag við sjálfan nú ver- andi formann ihaldsflokksins, Jón Þorláksson, að blaðið hengdi rit- stjóra sinn og eiganda aftan í Jón Þorláksson, svo að sá hinn „svæsni íhaldsmaður", Jón Þorl., gæti dregið á eftir sér ritstjóra hins „frjálslynda" blaðs inn í þingið. „Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri." C. Þinfjið. Þingið er sú stofnun, sem á- kveður, hvernig ríkinu — þ. e. hinu opinbera valdi i þjóðfélaginu — skuli beitt á hverjum tíma, og er því eitt hið mikilvægasta verk- færi auðvaldsins í stéttabarátíunni. Við þurfum ekki annað en líta í fjárlögin fyrir yfirstandandi ár til þess að sannfærast um, að auð- valdið notar þingið í sína þágu, ef okkur annars hefir nokkurn tíma dottið í hug, að svo væri ekki. Allir, sem ekki eru stein- blindir, hljóta að sjá, að það er fjarstæða að leggja skatt á þá menn, sem ekki hafa nægar tekj- ur til þess að framfleyta sér og sínum sómasamlega. En tekur nú þingið tillit til slíks? Því fer fjarri. Einar einustu 500 kr. af árstekjum manna eru undanþegn- ar beinum skatti. Þessi lög sem önnur hefir þingið sett. Þá munu og allir sjá, að til þess, að nokkurt vit sé. í álagningu skatta, verða þeir að leggjast á eingöngu eftir greiðsluþoli gjald- endanna. En því fer fjarri, að þingið hagi sér eftir þessu. Því nær helmingur allra áætlaðra tekna ríkissjóðs á árinu 1926 er óbeinn skattur, þ. e. tollur, er allir, sem kaupa innflutta vöru, verða að greiða jafnt án nokkurs tillits til efna eða tekna. Þetta er nefskattur, sem fátækir og ríkir verða að greiða að jöfnu. Fyrir 5 manna fjölskyldu nemur þessi tollskattur rúmlega 180 kr. á ári. Otflutningsgjald er ætlast til að nemi á árinu 700 þús. kr. Þessari upphæð er rænt af kaupi verka- manna og annara, sem að fram- leiðslunni vinna, því að það ligg- ur í augum uppi, að gróði at- vinnurekenda væri nákvæmlega hinn sami og hann er nú, þótt þeir greiddu þessar 700 þús. kr. til þeirra, sem hjá þeim vinna, í vinnulaun í stað þess að greiða þær í ríkissjóð. Væri gjaldi þessu létt af, gætu atvinnurekendur því greitt verkafólkinu sem því svarar hærri vinnulaun án þess að skerða arð sinn hið minsta. Eftir þessu er flest annað, sem þingið gerir, og það lætur sér ekki nægja með að leggja skattana á; ef einhver fær ekki undir þeim risið og þarf að fá hjálp til að halda lífinu í sér og sínum, þá er hann um le& sviftur því dýrmætasta, sem til er að áliti borgaranna: kosninga- réttinum. Á þessu sjást stéttar- einkenni þingsins hvað bezt. Þeg- ar ekki er lengur hægt að sjúga fé út af einstaklingnum, setur þingið hann á bekk með launmorðingjum og öðrum stórglæpamönnum. Þetta er að eins örlítill þáttur úr svívirðingasögu hins íslenzka þings. En þannig og þaðan af ver hafa öll borgaraleg þing (parla- ment) starfað á öllum tímum og munu alt af gera, enda er það ofur-eðlilegt, þar sem þau eru og verða aldrei annað en æðsta ráð- stefna auðvaldsins. En nú kunna sumir að halda því fram, að þannig þurfi þetta ekki ætíð að vera. Ef verkalýður- inn, sem er í meiri -hluta í þjóð- félaginu, einnig næði meiri hluta í þinginu — og það virðist í fljótu bragði eiga að vera honum í lófa lagið —¦, þá myndi þetta batna. Þingið myndi þá fara eftir hags- munum heildarinnar og hætta að vera verkfæri auðvaldsins. En þetta er bara með öllu óhugs- andi. Verkalýðurinn nær aldrei meiri hluta í borgaralegu þingi, því að áður en hann er kominn svo langt, kasta borgararnir sjálf- ir öllu þingræði út í ^eður og vind. Þingið og þingræðið er- þeim ekki heilagt fremur en ann- að, nema meðan þeir hafa hag af því. Þegar þeim virðist vera orðin hætta á því, að þeir geti ekki lengur notað þingið sem verkfæri í stéttabaráttunni, þá taka þeir af því alt vald og setja hervald í staðinn. Þetta hafa þeir þegar gert í sumum löndum, t. d. Italíu og víðar, — og hver efast um, að þeir myndu gera slíkt hið sama alls staðar? Fyrst þetta er nú svona, til hvers er þá fyrir verkalýðinn að vera að taka þátt í kosningum til þings? Þessari spurningu mun ég svara næst. 7. febrúar 1926. Árs. Sigurðsson. Alþingi. Tvö frumvörp hefir Jón Baldvinsson, þingmaður Alþýðuflokksins, þegar borið fram. Annað er þess efnis, að styrkur, sem veittur er sextugum mönnum eða eldri, skuli ekki talinn sveitar- styrkur. Hitt er um skiftingu Gull- bringu- og Kjósar-sýslu í tvö kjördæmi, og hafi Hafnarfjörður annan þingmanninn, en sýslurn- ar hinn. Síðara frumvarpið er 2.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.