Skák - 15.02.1983, Page 2
ÁÆTLUNARFLUG TIL ÚTLANDA
Arnarflug annast áætlunarflug til Amster-
dam allt árið um kring og til Zúrich og Dussel-
dorf að auki. Söluskrifstofur hafa nú verið opn-
aðar í öllum þessum löndum.
ÁÆTLUNARFLUG INNANLANDS
Arnarflug leggur mikla áherslu á góða þjón-
ustu við landsbyggðina. Nú er flogið til ellefu
staða innanlands í áætlunarflugi allt að sjö
sinnum í viku á hvern stað.
LEIGUFLUG TIL ÚTLANDA
Allt frá því að Arnarflug flutti íslendinga í
fyrsta sinn á erlenda grund í beinu leiguflugi
hefur félagið verið umsvifamesta leiguflug-
félag landsins.
LEIGUFLUG TIL ÍSLANDS
Með öflugu starfi erlendis hefur Arnarflug náð
umtalsverðum árangri í sölu á leiguflugi með
erlenda ferðamenn til íslands.
LEIGUFLUG INNANLANDS
Arnarflug annast leiguflug innanlands fyrir
fjölmarga aðila og má t.d. nefna flug með
íþróttahópa, útsýnisflug með ferðamenn,
sjúkraflug o.m.fl. Að auki má nefna hraðferðir
til útlanda eftir varahlutum eri flugvélafloti
félagsins er einkar heppilegur til slíkra verk-
efna.
LEIGUFLUG ERLENDIS
Einn veigamesti þátturinn í starfi Arnarflugs
og helsta tekjuhnd er leiguflug fyrir erlend
flugfélög en í því verkefni eru flugvélar félags-
ins allt árið um kring. Að jafnaði eru allt að tíu
íslenskar áhafnir búsettar erlendis á vegum
félagsins.
FL UG VÉLA TEGUNDIR
Boeing 707, Boeing 737, Piper Cheyenne,
Lockheed Electra, Twin Otter, Cessna 402 C.