Skák - 15.02.1983, Side 4
Guðmundur Sigurjónsson:
HASTINGS 1982-83
Yíirburðasigur sovéska stórmeistarans Vaganjan
Er Vaganjan að komast í hóp-
inn? Glæsilegur sigur hans í
Hastings vekur upp þessa spurn-
ingu. Það eru nefnilega mjög
fáir, sem geta unnið skákmót
með þvílíkum yfirburðum og
hann gerði í þessari sögufrægu
borg við Ermarsundið nú um
áramótin. En hvort hann er að
komast í hóp þeirra Fischers,
Aljékíns og Kasparovs er líklega
of fljótt um að dæma.
Þetta var 58. alþjóðlega skák-
mótið í Hastings. A meðal hinna
fjórtán keppenda voru sjö stór-
meistarar, en tæpast verða þeir
allir taldir vera í fremstu röð.
Hastings höfðar nefnilega ekki
lengur til þeirra bestu. Keppnin
um efsta sætið varð aldrei
spennandi. Yfirburðir Vaganjans
voru of miklir. — Hinn 29 ára
gaml'i Armeni tefldi af miklu
öryggi og iðulega átti hann eftir
klukkutíma ónotaðan, þegar
hann hafði lokið 40 leikjum. —
Byrjanirnar, sem hann teflir,
láta lítið yfir sér, en í miðtafl-
inu flækist staðan og þá nýtur
hann sín. Hann sýndi oft frá-
bæra tækni í endatöflum, og
ljóst er, að þessi skákmaður hef-
— Áskriftarsíminn er 31975 —
ur náð miklum jiroska. Hann
hlýtur að blanda sér í áskor-
endakeppnina innan tíðar.
Tveimur og hálfum vinningi
neðar kom Júgóslavinn Kovace-
vic. Hann varð frægur, þegar
hann vann Fischer fallega árið
1970. Síðan fór lítið fyrir hon-
um, en á síðustu tveimur árum
hefur hann oft staðið sig vel.
Hann teflir óvenjulegar byrjan-
ir, t. d. 1. d4 d5 2. Bg5, og er
góður í erfiðri stöðubaráttu, en
líklega er hann þó bestur í tafl-
lokum.
Murey stóð fyrir sínu og var
aðeins hársbreidd frá stórmeist-
aratitli. Stöðurnar, sem hann
fær upp á skákborðinu eru oft
eins og úr ævintýrum, enda
reynir maðurinn að tefla sem
skrýtnast. Þessi óvenjulegi skák-
maður lífgar alltaf upp á mótin,
sem hann tekur þátt í.
Jafn honum að vinningum
kom Tékkinn Ftacnik. Hann er
dæmigerður ungur skákmaður,
sem kann sínar byrjanir út og
inn eins og góður nemandi sínar
lexíur.
Tukmakov náði sér ekki veru-
lega á strik í mótinu. Mestel
varð efstur heimamanna, en
þeir stóðu sig fremur slælega.
Hebden kom þó þægilega á ó-
vart, en ungstirnið Short var sí-
fellt að klúðra niður hálfum
vinningi hér og hálfum vinningi
þar.
Henley og Farago stóðu sig
illa og Lein var heillum horf-
inn og hann reynir án efa að
þurrka þetta skákmót úr minn-
ingunni sem fyrst.
Skák nr. 5429.
Hvítt: Svart:
Vaganjan Plaskett
Drottningarpeðsbyrjun.
1. d4 e6 2. Rf3 Rf6 3. Bg5
Þessi leikmáti er stundum
kallaður Torre-árásin og hefur
Vaganjan oft brugðið henni fyr-
ir sig. Rétt er þó að geta Petro-
sjans í þessari andrá, því að
hann hefur teflt svona um ára-
tugi og auðgað þetta afbrigði
með mörgum athyglisverðum
hugmyndum. Sumir vilja því
kenna byrjunina við hann.
3. — h6 4. Bxf6 Dxf6 5. Rbd2
d6 6. c3
Hvítur er ekkert að flýta sér
að Ijóstra því upp hvar hann
ætlar að hafa biskup sinn.
6. — Rd7 7. a4 g5 8. g3
Þarna á biskupinn að vera og
jafnframt fær riddarinn reit á
h4 eftir 8. - g4.
34 SKÁK