Skák - 15.02.1983, Side 3
SKÁK
Útgefandi og ritstjóri:
Jóhann Þórir Jónsson
#
Umsjón með efni:
Guðmundur Arnlaugsson
#
Ritnefnd:
Friðrik Ólafsson
Guðmundur Sigurjónsson
L. Alburt
Helgi Ólafsson
Guðmundur G. Þórarinsson
Jón Pálsson
Birgir Sigurðsson
#
Út koma 10 tölublöð á ári
32 síður í senn
#
Áskriftarverð 800 kr.
árgangurinn
#
Einstök blöð 90 kr.
#
Gjalddagi er 1. janúar
#
Utandskrift:
SKÁK, pósthólf 1179
Reykjavík
#
Prentað í Skákprent,
prentsmiðju tímaritsins Skák
Dugguvogi 23
Símar: 31975, 31391, 31335
Ritstjórarabb
Loks er annað tölubiað þessa árgangs á ferðinni. Við biðjum
áskrifendur og lesendur velvirðingar á þeim seinagangi sem
verið hefur á útgáfunni, en því valda breytingar í prentsmiðj-
unni. Vonum við að úr þessu verði bætt fljótlega og fleiri blöð
komi út áður en langt um líður.
#
Aðalfundur Skáksambands Islands var haldinn í maílok. Var
hann óvenju illa sóttur og virðist sem eldlegur áhugi síðari árin
á fundarsókn hafi dofnað til muna, hver svo sem skýringin á
því kann að vera.
A aðalfundinum kom berlega í Ijós, að Skáksambandið á í
miklum fjárhagserfiðleikum og skuldabaggamir eru að bera
skákhreyfinguna og skáklíf í landinu ofurliði. Stjórn S. í. á við
mikla erfiðleika að etja og er vandséð hvernig því andófi lyktar.
Skákhreyfingin hefur löngum átt við fjárhagslega erfiðleika að
búa og afkoma tíðum verið bág, enda þótt stundum hafi komið
betri tíð með blóm í haga.
Frjáls félagsstarfsemi á við ramman reip að draga í okkar
landi. Þar reynir mest á dugnað og atorku þeirra manna sem
vilja leggja ómældan tírna og vinnu sem sjálfboðaliðar í þessu
félagsstarfi, en skilningur hins opinbera á störfum þeirra og sam-
taka þeirra verið mjög takmarkaður. Má nefna að árum saman
hafa styrkir Alþingis og borgar verið jafnaðarlega hinir sömu
að krónutölu rétt eins og ráðamenn hafi aldrei haft spurnir af
þeirri óðaverðbólgu sem tröllríður landi voru og efnahag.
Skákhreyfingin nýtur velvilja alls þarra þjóðarinnar og Island
hefur eignast marga afreksmenn á alþjóðlega vísu í skákinni.
— Þar eru á ferðinni ungir menn sem líklegir eru til mikilla
afreka og skákstyrkleiki Islendinga vekur alþjóða athygli. Því
er sárt til þess að vita, að um þessar mundir virðist sem skák-
forustan og okkar öflugustu skákmeistarar eigi ekki samleið og
er þar gleggsta dæmið þátttakan í Islandsþinginu. Hér verður
enginn dómur lagður á þennan ágreining, en það er með öllu
ótækt að slíkir fáleikar séu með þessum aðilum sem raun ber
vitni. Hér verður að ráða bót á eftir öllum tiltækum leiðum, og
hin ný-endurkjörna stjórn Skáksambands íslands verður að láta
hendur standa fram úr ermum og vinna ötullega að lausn þessa
vanda svo og að koma fjármálum skákhreyfingarinnar á heil-
brigðan grundvöll. Það er ekki nóg að standa í stað.
SKÁK 33