Skák


Skák - 15.02.1985, Síða 9

Skák - 15.02.1985, Síða 9
SKÁK Utgefandi og ritstjóri: Jóhann Þórir Jónsson * Umsjón meb efni: Guðmundur Arnlaugsson * Tœknileg umsjón: Birgir Sigurðsson * Ritnefnd: Friðrik Olafsson Guðmundur Sigurjónsson Helgi Olafsson Bragi Kristjánsson Margeir Pétursson Jón L. Arnason Jóhann Hjartarson Guðmundur G. Þórarinsson * Auglýsingar: Guðmundur S. Kristjánsson Einar H. Guðmundsson * Ut koma 10 tölublöð á ári 32 síður í senn * Áskriftarverð 1600 kr. árgangurinn * Einstök blöð 200 kr. * Gjalddagi er 1. janúar * Utanáskrift: SKÁK, pósthólf 1179 121 Reykjavík * Prentað í Skákprent, prentsmiðju tímaritsins Skákar Dugguvogi 23 Símar: 31975 (skrifstofa) 31391 (tæknideild) 31335 (prentsalur) 31399 (filmugerð) Ritstjórarabb Árið 1985 mun eflaust lifa í hugum skákmanna um ókomin ár, þótt ekki gerist neitt markvert á síðari hluta þess. Sjaldan ef nokkru sinni hafa garpar vorir verið jafn iðnir við kolann. Þrjú alþjóðleg mót hafa þegar séð dagsins ljós og eitt er framundan. Margeir Pétursson komst á millisvæðamót og náði 1. áfanga til stórmeistara. Jón L. náði 1. áfanga til stórmeistara, en Helgi Olafsson gat látið drauminn rætast og öðlast nafnbótina stórmeistari í skák. Það eru mikil tíðindi. Þau voru síðan rækilega undirstrikuð með alþjóðlegum meistaratitlum Karls Þorsteins og Sævars Bjarnasonar og ekki má líta framhjá Áskeli Erni Kárasyni, sem gerði sér lítið fyrir og náði árangri FIDE-meist- ara á Húsavíkurmótinu. Mikil er sigurgleðin, en þó ber á skugga. Skákþing Islendinga virðist ætla að verða hreint olnbogabarn skák- hreyfmgarinnar. Ágætu lesendur, ég vil trúa ykkur fyrir því, að það er mér þyngra en tárum taki að horfa á gang mála í þessum efnum. Skákþing Islands á að bera hæst íslenskra skákmóta. Þar á skákmennt okkar að rísa hæst. Þar eigum við að sýna snilli okkar í skipulagningu. Vissulega hefur þessi staða mála lítt breyst um nokkurt árabil. Hitt er samt augljóst að þótt við komum upp glæsilegum afmælismótum þá má það ekki vera á kostnað Islandsþings. Kappkosta verður, með öllum tiltækum ráðum, að gera þetta mót sem veglegast svo okkar rómuðu skáksnillingar láti annað víkja fyrir þátttöku þar. Það er vel hægt. Má vera að það kosti eitthvað í upphafi en sá kostnaður skilar sér íljótt aftur. Ymsir telja nú páskana óheppilegan mótstíma, og vissulega er margt annað sem freistar manna um þessa lengstu helgi ársins. En áður fyrr var naumast um annað að ræða en halda mótið um páska. Af lands- byggðinni áttu menn ekki heimangengt á öðrum tíma og því var einnig ákveðið að aðalfundur S.í. færi fram um sama leyti. Þeir sem sitja í stjórn S.I. hafa löngum sannað ágæti sitt sem skipu- leggjendur. Það er í raun merkilegt umhugsunarefni hversu miklu þeir afkasta að loknum erfiðum vinnudegi, og vissulega er þeim öll- um Ijóst að hér þarf úrbóta við. Taki það stjórn Skáksambandsins of mikinn tíma að leysa þessa þraut, því mörg verkefni liggja fyrir hverju sinni, þá er auðvitað að leita til einhverra sem hafa tíma, eða hreinlega að bjóða mótshaldið út. Skákþing íslands skal í veglegan sess! Jóhann Þórir Jónsson SKÁK 33

x

Skák

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.