Skák


Skák - 15.02.1985, Síða 15

Skák - 15.02.1985, Síða 15
Guðmundur Arnlaugsson: Skákþing Norðlendinga 1985 Hálfrar aldar afmæli Á þessu ári eru liðin íimmtíu ár frá því að Skákþing Norðlendinga var haldið í fyrsta skipti. Hugmyndin um sameiginlegt mót Norðlend- inga kom fyrst fram í Skákfélagi Akureyrar og mun Haukur Snorrason hafa verið einn af for- vígismönnum málsins, en hann var áhugamaður um skák og snjall skákmaður sjálfur. Fyrsta þingið var haldið á Akur- eyri árið 1935 og varð Sveinn Þor- valdsson frá Sauðárkróki fyrsti skákkóngur Norðlendinga, þá að- eins 25 ára að aldri. Sveinn Þor- valdsson var afar efnilegur skák- maður. Hann hafði teílt á Skák- þingi Islands 16 ára að aldri, en það var óvenju ungur aldur þátt- takenda þá, hafði staðið sig ljóm- andi vel og teflt að minnsta kosti eina minnisverða skák. En örlögin höfðu ekki ætlað Sveini að taka þátt í fleiri skákmótum, hann fórst í miklu ofviðri er gekk yfir Norð- urland í desember 1935, og var að honum mikill mannskaði. Frá 1935 hafa skákþing Norður- lands verið haldin árlega, oftast á Akureyri, en nokkrum sinnum á Blönduósi, Húsavík og Sauðár- króki. Að sjálfsögðu hefur verið við ýmsa örðugleika að etja, félögin fá- menn, fjárhagurinn þröngur og samgönguerfiðleikar oft miklir. Það sýnir best hve mikils virði mönnum hefur þótt þetta mót að aldrei hefur það fallið niður þessa hálfu öld, þótt stundum hafi það verið fásótt, enda hefur það fyrir löngu unnið sér sess sem sá vett- vangur þar sem menn úr fámenn- um og fjarlægum stöðum hittust, kynntust og skemmtu sér að tafli. Gildi þessara móta fyrir skáklíf norðanlands hefur áreiðanlega verið mikið. Fyrr á árum var skipt í flokka og stundum tefld tvöföld umferð, ef þátttaka var með minna móti. En 1976 var horfið að því ráði að láta alla tefla saman í einum flokki og beita þá Monrad-kerfi. Jafnframt var umhusunartíminn styttur, þannig að engin skák tekur meira en fimm klukkustundir. Með þessu móti er hægt að koma mót- inu fyrir á fjórum dögum, fimmtu- degi til sunnudags, og auðveldar það þátttöku þeim sem þurfa að koma langa leið til mótsins. Reyndar var það of fast að orði kveðið að allir tefldu í einum flokki eftir að Monrad-kerfi var tekið upp, því að allt frá 1955 hefur verið teflt í unglingaflokki og árið 1979 var tekin upp sú nýbreytni að tefla í sérstökum kvennaflokki. Hér er ekki rúm til að rekja nánar sögu norðurlandsmótanna, en geta má þess að ýmsir hafa orðið skákkóngar Norðlendinga oftar en einu sinni, oftast þeir Jón Þor- steinsson, Jónas Halldórsson og Júlíus Bogason, fimm sinnum hver. Fimmtugasta og fyrsta Skákþing Norðlendinga Afmælismótið fór fram dagana 7. tii 10. mars síðastliðinn, á Akur- eyri. Teflt var í samkomusal Sam- bandsverksmiðjanna á bökkum Glerár. Þátttakendur voru um 80 alls og skiptust nokkuð jafnt á opna flokk- inn og unglingaflokkinn. Aðeins þrjár konur tóku þátt í mótinu og kusu heldur að tefla í opna flokkn- um en að kljást einar. I opna flokknum var keppnin afar jöfn, eins og úrslitin sýna: 1.— 3. Jón Garðar Viðarsson, Gylfi Þórhallsson og Jón Árni Jónsson 5)4 v. 4.— 5. Olafur Kristjánsson og Sveinn Pálsson 5 v. 6. —12. Kári Elíson, Sigurjón Sigurbjörnsson, Jón Björgvinsson, Áskell Orn Kárason, Þór Valtýsson, Jóhann Snorrason og Har. Hermannsson 4 Vi v. 13. —16. Pálmi R. Pétursson, Hjörleifur Halldórsson, Örn Þórarinsson og Rúnar Berg 4 v. Jón Árni Jónsson hafði tapað í fyrri áföngum mótsins og fengið síðan Monradbyr, svo að hann var lægri að stigum en Gylfi og Jón SKÁK 39

x

Skák

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.