Skák


Skák - 15.02.1985, Síða 16

Skák - 15.02.1985, Síða 16
Garðar, sem voru næstum hníf- jafnir, en Jón Garðar var þó ögn hærri þegar lengra var talið og er því skákmeistari Norðurlands í ár. Jón Garðar er ungur Akureyringur sem oft hefur staðið sig vel á skák- mótum nyrðra, en þetta er í fyrsta sinn að hann vinnur sigur á Skák- þingi Norðlendinga. Gylfi bar hins vegar hitann og þungann af mótshaldinu sem formaður Skák- sambands Norðlendinga, og sé tekið tillit til þess er frammistaða hans ótrúlega góð. Sveinfríður Halldórsdóttir og Arnfríður Friðriksdóttir hlutu báðar 3 vinninga í opna flokknum, en Sveinfríður var hærri að stigum og er því skákmeistari norðlenskra kvenna á þessu afmælisári. I unglingaflokknum voru tefldar níu umferðir. Þar voru keppendur 35 og-urðu úrslit þessi: 1. Páll A. Jónsson frá Siglufirði 16 ára, 7 v. 2. —4. Sigurður Gunnarsson Siglu- firði, Tómas Hermannsson Akureyri og Skafti Ingimars- son Akureyri, allir 13 ára, 6.5 v. 5.—5. Rúnar Sigurpálsson Akureyri og Ásgrímur Angantýsson Raufarhöfn, báðir 12 ára , 6 v. Aðalkeppninni lauk upp úr hádegi á sunnudag, en þá hófst hraðskák- mót eftir stutt hlé. Þar var teflt af mikilli leikgleði og ekkert sparað í skákafjölda: ellefu tvöfaldar um- ferðir tefldar í opna flokknum. I ofanálag þurfti svo að tefla einvígi um tvö efstu sætin og einnig um tvö þau næstu, svo jöfn var keppn- in. Það var því liðið langt fram yfir tilsettan upphafstíma þegar þátt- takendur komu loks í lokahófið á Hótel KEA, en til þess hafði bæjarstjórn Akureyrar boðið af mikilli rausn. Þar sátu menn í góð- um fagnaði við ræðuhöld og verðlaunaveitingar. En áður en varði var komið að skilnaðar- stund, því að margur átti langa leið heim og á brott héldu menn með góðar minningar frá skák- móti sem hafði farið hið besta fram. Þetta skákmót bar vott um tals- verða grósku í skáklífi norðan- lands. Athyglisvert þótti mér að mótið sóttu tveir hópar drengja, annar af Svalbarðsströnd, hinn alla leið austan af Raufarhöfn. Þessir skemmtilegu drengjahópar báru því ljóst vitni hverju hægt er að fá áorkað í fámenninu, ef áhugi og lagni fylgjast að. Ekki spillti það fyrir þessu ágæta móti að þar var einn keppandi sem er lifandi persónugervingur skák- sögu landsbyggðarinnar. Þetta er Hjálmar Theódórsson, sonur Theódórs Friðrikssonar rithöf- undar. Hjálmar er fæddur á Húsa- vík, en hefur búið víða annars staðar á landinu og hvarvetna komið við skáksöguna. Meðal annars er hann fyrsti skákmeistari Vestmannaeyja og að ég hygg einnig fyrsti skákmeistari Suður- nesja. Hjálmar tefldi á fyrsta skák- þingi Norðurlands fyrir fimmtíu árum og tók aftur þátt nú. Hann hefur tvívegis orðið skákmeistari Norðurlands. Hjálmar á nú aftur heima á Húsavík. Honum var boðið sérstaklega til mótsins ásamt eiginkonu sinni og honum var sýndur margháttaður sómi eins og verðugt var, meðal annars var hann kjörinn heiðursfélagi Skák- sambands Norðurlands. Hér er ekki rúm til að rekja þessa sögu ítarlegar, en ég lýk frásög- unni á skrá um þá sem unnið hafa titilinn Skákmeistari Norðlend- inga frá upphafi: SKÁKPRENT Dugguvogi 23 — Sími 31975 Skákmeistarar Norðlendinga 1935—1985 1935 Sveinn Þorvaldsson 1936 Haukur Snorrason 1937 Guðbjartur Vigfússon 1938 Guðbjartur Vigfússon 1939 Sigurður Lárusson 1940 Jóhann Snorrason 1941 Sigmundur Halldórsson 1942 Jón Þorsteinsson 1943 Jón Þorsteinsson 1944 Jón Þorsteinsson 1945 Jóhann Snorrason 1946 Guðmundur Arnlaugsson 1947 Unnsteinn Stefánsson 1948 Júlíus Bogason 1949 Júlíus Bogason 1950 Margeir Steingrímsson 1951 Jóhann Snorrason 1952 Jón Þorsteinsson 1953 Jón Þorsteinsson 1954 Júlíus Bogason 1955 Margeir Steingrímsson 1956 Júlíus Bogason 1957 Ingimar Jónsson 1958 Halldór Jónsson 1959 Júlíus Bogason og Þráinn Sigurðsson 1960 Jónas Halldórsson 1961 Jón Ingimarsson 1962 Jónas Halldórsson 1963 Freysteinn Þorbergsson 1964 Jónas Halldórsson 1965 Hjálmar Theodórsson og Hjörleifur Halldórsson 1966 Jónas Halldórsson 1967 Jónas Halldórsson 1968 Freysteinn Þorbergsson 1969 Halldór Jónsson 1970 Hjálmar Theodórsson 1971 Guðmundur Búason 1972 Halldór Jónsson 1973 Freysteinn Þorbergsson 1974 Jón Torfason 1975 Frank Herlufsen 1976 Hreinn Hrafnsson 1977 Gunnar Skarphéðinsson 1978 Páll Leó Jónsson 1979 Pálmi R. Pétursson 1980 Gylfi Þórhallsson 1981 Jón Torfason 1982 Jakob Kristinsson 1983 Pálmi R. Pétursson 1984 Gylfi Þórhallsson 1985 Jón Garðar Viðarsson 40 SKÁK

x

Skák

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.