Skák


Skák - 15.02.1985, Blaðsíða 33

Skák - 15.02.1985, Blaðsíða 33
frá upphafsreit sínum tvo reiti í átt til annars hvors hróksins á sömu reitaröð; síðan er sá hrókur fluttur yfir kónginn á næsta reit hinum megin við hann og á sömu reitaröð. (c) Snerti teflandi hrók og síðan kóng sinn má hann ekki hróka með þeim hróki og kónginum, en með málið skal farið samkvæmt greinunum 7.2 og 7.3 (d) Ef teflandi, sem ætlar að hróka, snertir kónginn fyrst eða kónginn og hrókinn samtímis, og þá kemur í ljós að hrókun er ólögleg, má teflandinn velja um það hvort hann vill leika kónginum eða hróka hinum megin, svo fremi sem sú hrókun er lögleg. Eigi kóngurinn engan löglegan leik, er teflandanum frjálst að leika hvaða leik sem hann kýs. (e) Hrókun er ólögleg — (1) hafi kónginum þegar verið leikið, eða (2) með hrók sem þegar hefur verið leikið. (f) Hrókun er óheimil að svo stöddu — (1) ef andstæðingurinn hefur vald á þeim reit sem kóngurinn stendur á, mundi hlaupa yfir eða lenda á, eða (2) ef maður stendur á milli kóngsins og þess hróks sem á að hróka með. 5.2. Drottning Drottningu má leika á hvern reit á þeim reitaröðum (til hægri og vinstri), línum (upp og niður) og ská- línum sem hún stendur á (með þeim takmörkunum sem nefndar eru í grein 4.2) 5.3. Hrókur Hróknum má leika á hvern reit á þeim reitaröðum og línum sem hann stendur á (með þeim takmörk- unum sem nefndar eru í grein 4.2.) 5.4. Biskup Biskupnum má leika á hvern reit á þeim skálínum sem hann stendur á (með þeim takmörkunum sem nefndar eru í grein 4.2.) 5.5. Riddari Gangur riddarans er ofinn úr tveimur þáttum. I hverjum leik gengur hann um einn reit eftir reita- röð eða línu (til hægri eða vinstri, upp eða niður) og síðan um einn reit eftir skálínu í átt frá reitnum sem hann stóð upphaflega á. 5.6. Peð (a) Peð gengur einungis áfram. (b) Sé ekki um dráp að ræða, gengur það einn eða tvo reiti fram á við frá upphafsstöðu sinni, eftir þeirri línu sem það stendur á, en síðan um einn reit í senn eftir sömu línu. Ef peðið drepur mann, færist það um einn reit fram á við eftir annarri hvorri skálínunni sem það stendur á. (c) Nú valdar peð reit, sem peð andstæðingsins hleypur yfir þegar því er leikið um tvo reiti fram frá upphafsreit sínum. Þá getur peðið drepið þetta peð, eins og það hefði verið fært um einn reit, þó einungis í næsta leik. Þetta heitir að drepa ,,í framhjáhlaupi“ (d) Hverju því peði sem kemst upp á fjærstu reita- röð (upp í borð andstæðingsins) skal þegar í stað breyta í drottningu, hrók, biskup eða riddara í sama lit og peðið, að vild teflandans. Er þessi breyting talin hluti af leiknum, og ekki skiptir máli hvaða menn aðrir eru enn á borðinu. Þetta er kallað að ,,vekjaupp“ mann, oger sá maður þegar í stað virkur. (e) Sé nýr maður ekki tiltækur í kappskák, þegar teflandi ætlar að vekja upp mann, skal teflandi biðja um aðstoð dómara, áður en hann leikur. Sé það gert og töf fyrirsjáanleg á að maður fáist, skal dómarinn stöðva klukkuna þar til tefland- inn hefur fengið manninn í hendur. Leiki tefl- andinn peðinu upp í borð og stöðvi klukku sína án þess að breyta peðinu í annan mann, skal að- vara hann eða refsa honum, til að mynda með því að draga af umhugsunartíma hans. I öllum tilvikum skal leiðrétta tíma andstæðingsins, þannig að hann sé óbreyttur frá því sem hann var þegar teflandinn setti klukku hans í gang. Klukka teflandans skal þá sett af stað, oghonum ber að framkvæma leik sinn á þann hátt sem lýst er í grein 5.6d. 6. grein. Að ljúka leik Leik er lokið — 6.1. þegar keppandi hefur fært man á auðan reit og sleppt honum. 6.2. þegar keppandi hefur drepið mann, hefur tekið hann af skákborðinu, sett sinn eigin mann á nýja reitinn og sleppt honum. 6.3. þegar keppandi hrókar og hefur sleppt hróknum á reitnum, sem kóngurinn fór yfir. Þegar keppandi hefur sleppt kónginum, er leikurinn ekki enn full- gerður, en keppanda er þó óheimilt að leika annan leik en hrókun þeim megin, ef hún er lögleg. 6.4. þegar keppandi vekur upp mann, hefur tekið peðið af skákborðinu og sleppt nýja manninum á upp- komureitnum. Ef keppandi hefur sleppt peðinu á uppkomureitnum, erleikurinn ekki enn fullgerður, en keppanda er óheimilt að leika peðinu á annan reit. 6.5. Ef úrskurða þarf um það hvort tilskildum fjölda leikja sé lokið á þeim tíma sem til þeirra er ætlaður, er siðasta leiknum ekki talið lokið fyrr en teflandi hefur stöðvað klukku sína. Þetta á við um öll tilvik nema þau sem um er fjallað í greinunum 10.1, 10.2, 10.3, og 10.4. Grein 7. Snertur maður 7.1. Heimilt er teflanda sem á leik að laga einn mann eða fleiri á reitum sínum, ef hann tilkynnir það áður (t.d. með því að segja ,,Églaga“ eða ,,j’adoube“) 7.2. Hafi teflandi, að ofangreindu tilviki undanskildu SKÁK 57

x

Skák

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.