Skák - 15.02.1985, Page 37
(a) Hafi teflendur biðskákar samið um jafntefli og
skýra dómaranum frá þeirri ákvörðun, en síðan
kemur í Ijós að skráður hefur verið biðleikur
sem er ógildur samkvæmt grein 10.15, skaljafn-
teflið standa.
(b) Hafi annar teflendanna í biðskák tilkynnt dóm-
aranum að hann gefist upp, en svo kemur í Ijós
þegar umslagið er opnað að andstæðingur hans
hefur skráð biðleik sem er ógildur samkvæmt
grein 10.15, þá skal uppgjöfin standa.
14.3. Sé sá teflandi sem á að svara biðleiknum fjarver-
andi, skal klukka hans sett af stað, en umslagið með
biðleiknum ekki opnað fyrr en hann kemur.
14.4. Sé teflandinn sem lék biðleiknum fjarverandi, þarf
hinn ekki að svara honum á skákborðinu. Hann á
rétt á að rita svarleik sinn á eyðublað sitt, setja það
í umslag, stöðva sína klukku og setja klukku and-
stæðingsins af stað. Umslagið skal geymt á örugg-
um stað og opnað þegar andstæðingurinn kemur.
14.5. Hafi umslag með leik sem skráður er samkvæmt
greinunum 13.1 og 13.2 horfið —
(a) Skal halda skákinni áfram frá stöðunni eins og
hún var þegar skákin fór í bið og klukkurnar
stilltar eins og þær voru þegar skákin fór í bið;
(b) sé ekki unnt að ná stöðunni upp, er skákin ógild
og skal þá ný skák tefld;
(c) sé ekki unnt að ná fram tímanum eins og hann
var á klukkunum þegar skákin fór í bið, skal
dómarinn úrskurða hvað gera skuli. Sá tefland-
inn sem lék biðleik, skal leika honum á borðinu.
14.6. Hafi klukka annars hvors teflanda verið ranglega
stillt þegar tekið er til við biðskák, og bendi annar-
hvor teflandinn á það áður en hann leikur fyrsta leik
sínum, skal skekkjan leiðrétt. Sé ekki bent á
skekkjuna á þennan hátt, heldur skákin áfram án
leiðréttingar nema dómaranum finnist afleiðing-
arnar of alvarlegar.
14.7. Tímalengd setu við biðskák skal mæld á klukku í
skáksal og skal fyrirfram tilkynnt um hvenær taflið
hefst og hvenær því lýkur.
Grein 15. Framkoma teflenda
15.1.
(a) Meðan skák er í gangi er teflendum hvorki
heimilt að nota handrituð gögn, prentuð eða
framleidd á annan hátt, né athuga skákina á
öðru skákborði. Þeim er einnig bannað að
þiggja ráð þriðja aðila eða álit hans, hvort sem
um það er beðið eða ekki.
(b) Einnig er bannað að nota athugasemdir sem
skráðar eru meðan á skákinni stendur, til minn-
is, aðrar en skráning leikjanna sjálfra og um-
hugsunartímans.
(c) Oll rannsókn skáka er bönnuð í skáksal meðan
verið er að tefla skákir eða biðskákir.
(d) Bannað er að trufla eða ónáða andstæðinginn á
nokkurn hátt.
15.2. Brot á þeim reglum sem nefndar eru í grein 15.1
geta varðað refsingu, jafnvel tapi á skákinni.
Grein 16. Dómarinn
Til að stjórna keppni skal skipa dómara. Skyldur hans
eru þessar:
16.1. Að sjá um að farið sé nákvæmlega að settum regl-
um.
16.2. Að hafa vakandi auga með gangi keppninnar,
ganga úr skugga um að teflendur hafi ekki farið yfir
tilskilin tímamörk, ákveða í hvaða röð biðskákir
skuli tefldar, að sjá um að farið sé eftir ákvæðum 13.
greinar (gæta þess að upplýsingar á umslaginu séu
réttar), að varðveita biðskáka-umslagið þar til bið-
skákin verður tefld, o.s.frv.
16.3. Að sjá um, að farið sé eftir úrskurði hans í deilum
sem upp hafa komið í keppninni.
16.4. Að stuðla að því eftir getu að keppnin fari sem best
fram, aðstæður séu eins góðar og unnt er, og að
keppendur trufli ekki hver annan, né heldur valdi
áhorfendur truflunum.
16.5. Að leggja refsingu á keppendur fyrir hverja yfirsjón
eða brot á reglum þessum.
Grein 17. Skráning vinninga
Fyrir unna skák hlýtur sá sem sigrar einn (1) vinning, en sá
sem tapar núll (0); fyrir jafntefli fær hvor keppandi hálfan
('A) vinning.
Grein 18. Túlkun þessara laga
Leiki vafi á því hvernig beita skuli þessum lögum eða túlka
þau, skal FIDE rannsaka málavexti og kveða upp opinberan
úrskurð. Er þá öllum aðildarsamböndum skylt að fara eftir
þeim úrskurði. I tillögum eða fyrirspurnum um túlkanir er
aðildarsambönd senda skal gerð nákvæmlega grein fyrir
málavöxtum.
Grein 19. Gildistaka
Enski textinn er talinn frumtexti þessara skáklaga er voru
samþykkt á FIDE-þingi árið 1984. Lögin taka gildi fyrsta
janúar 1985.
SKÁK 61