Skák


Skák - 15.02.1990, Side 5

Skák - 15.02.1990, Side 5
SKÁK Útgefandi og ritstjóri: Jóhann Þórir Jónsson Tœknileg umsjón: Birgir Sigurðsson Ritnefnd: Friðrik Ólafsson Guðmundur Sigurjónsson Helgi Ólafsson Jóhann Hjartarson Jón L. Árnason Margeir Pétursson Karl Þorsteins Guðmundur Arnlaugsson Guðmundur G. Þórarinsson Auglýsingar: J.Þ.J. Einar H. Guðmundsson Út koma 10 tölublöð á ári Áskriftarverð 4.600 kr. árg. Einstök blöð 550 kr. Gjalddagi er 1. janúar Utanáskrift: SKÁK, pósthólf 1179 121 Reykjavík Skákprent Dugguvogi 23, símar 31335 (skrifst.), 31391 (tæknideild), 31975 (prentsalur), 354-1-31399 Póstfax. Efni: Haustmót Taflfélags Reykjavíkur' Paul Keres síðari liluti Meistaramót Taflfélags Seltjarnarness Tafllok Ritstjórarabb Mikla athygli vakti hve hart var barist í Stórveldaslagnum. Nánast allar skákirnar voru tefldar til þrautar og umhugsunartíminn gjör- nýttur. Áhorfendur kunnu vel að meta þetta, þótt vissulega hefðu þeir mátt vera talsvert fleiri. Um Stórveldaslaginn og Búnaðarbankamótið verður fjallað sérstak- lega í einhverju af næstu tölublöðum Skákar en eitt atriði langar mig að gera að umræðuefni hér. Á sama hátt og baráttan var einkunnarorð Stórveldaslagsins var jafnteflisdauðinn Búnaðarbankamótinu að bráð. Hvernig má þetta vera gæti einhver spurt og er það að vonum. Þótt ekki blasti það við var talsverður munur á þessum mótum. Það síðara var hefðbundið en það fyrra frábrugðið í tveimur veigamiklum atriðum. í Stórveldaslagnum voru skákirnar ekki reiknaðar til stiga og ljúka varð skákunum í tveimur settum. Að mínu mati átti þetta drjúgan þátt í að teflt var til þrautar, þótt augljóslega færu margar góðar stöður fyrir lítið á altari tímahraksins. Verður að álíta sem svo að um leið og keppendur eru lausir undan þessum eina en stórgallaða mælikvarða skákstigunum geti þeir kannski komið lífi í taflmennsk- una. Munurinn verur skelfilegur þegar þessi mót eru borin saman. Tökum eitt dæmi. Polugaévsky vann fjórar fyrstu skákirnar í Búnaðarbankamótinu en lét sér síðan sæma að semja jafntefli í sjö næstu skákum, sem engin náði tuttugu leikjum. Þetta dugði honum að vísu til sigurs, en ekki hafði hann hylli áhorfenda. Hann var heldur ekki einn um þetta virðingarleysi gagnvart áhorfendum, sem sumir voru komnir langt að til þess að berja þessa meistara augum, en grípa í tómt. Það fór líka svo að menn sáu við þessum jafnteflisgaurum og mættu ekki. Stærsti gallinn er auðvitað sá að þessir menn tapa ekki stigum þrátt fyrir svona háttalag því nú er í gildi sú regla að sigur- vegarar tapa ekki stigum hversu sem árangur þeirra er fjarri því að vera sæmandi. Spurningin er því sú hvort ekki sé kominn tími á þetta úrelta stiga- kerfi. Vissulega er mönnum vorkun að láta þau ráða ferðinni á meðan allt snýst um þau. Frami manna við skákborðið fer eftir skák- stigum en ekki eftir því í raun hversu góðir skákmeistarar þeir eru. Þá má ekki gleyma því að ef enginn nennir að mæta til þess að horfa á þá, eða öllu heldur ná því ekki að komast á mótið í tæka tíð, þá er stutt í að skáklistin heyri glatkistunni til. HA? Heyrði ég einhvern nefna kaffihúsaskákmenn? Jú, þeir eru betra tómstundagaman en þessir meistarar!! SKÁK 33

x

Skák

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.