Skák


Skák - 15.02.1990, Side 30

Skák - 15.02.1990, Side 30
þýsku. Þar fylgir Kcres í þau spor er Tarrasch markaði fyrstur manna, bókin er jafnframt hugsuð sem óformleg kennslu- bók í skák. Skýringar við skák- irnar eru afar vandaðar, ná- kvæmar og ítarlegar. Bókin hefur að geyma 100 úrvalsskákir hans frá tímabilinu 1931 til 1958. Hún er á fimmta hundrað síður að lengd svo að rúmar fjórar síður koma á hverja skák og er þó mikið lesmál á hverri síðu. Þessi bók er góður vitnisburður um taflmennsku Keresar og ekki síður um hugsunarhátt hans og nákvæmni. Keres hefur fengist við smíði skákþrauta eins og Botvinnik, Smyslov, Benkö og fleiri tafl- meistarar og eru sumar þrautir hans býsna snúnar. Hér koma tvenn tafllok af léttara tagi. Hin fyrri er frá því Keres var tvítugur og hlaut lofsamleg ummæli í ungverska skákblaðinu árið 1936. Hvítur á að vinna. 1. Rc2t Ka2 2. Rb4t Kal 3. Da2t ba2 4. Rc6! Næst fer riddarinn svo til d4 og þá getur biskupinn ekki varið báða reitina c2 og b3. 1. — Bxc2 dugar heldur ekki: 2. Db8 Bhl 3. Dxb3 c2 4. Da3t Ba2 5. Dc3 inát. Sama er að segja um 2. — Ka3 Þá vinnur hvítur með 3. Rd3! Bxd3 4. Dd6t Ka2 5. Dd5! Sú næsta er frá 1946 og sýnir laglega mátfléttu. Hvítur á að vinna. 1. Rb4 a2 2. Rxa2 Kxc2! Nú eru bæði biskupinn og riddarinn í hættu. Leiki hvítur 3. Bel kemur 3. - Bd2! Annaðhvort verður hvítur þá að taka biskupinn og getur þá ekki lengur mátað, eða leika bisk- upnum á brott og þá fellur riddarinn. 3. Ba5! Kb3 4. Rb4 Ka4! 5. Rb7 Bd2 Nú virðist riddarinn vera að falla, en þá kemur lokasveiflan: 6. Rc2! Bxa5 7. Rc5 mát. VÍGREIF VÖRN EFTIR H. VV. KELSEY Bók sem allir bridgespilarar verða aö eignast. SKÁKPRENT DliGGUVOGI 23 • SÍMI 31975 Og að lokum eitt skákdæmi eftir Keres: Hvítur á að máta í fjórða leik. Komist hvíti biskupinn á horna- línuna mátar hann, svo mikið er ljóst. En svartur virðist geta varist öllum tilraunum til þess: t.d. 1. Bd2 Hc7, 1. Be3 Hd7, 1. Bf4 Rf7 eða d6 o.s.frv. En með því að nýta færin í réttri röð tekst þetta: 1. Bg5 Hf7 2. Bf4 Rc6 3. Bd2 og mátar í næsta leik. Hvítur dró hrókinn til f7 þar sem hann varð fyrir riddaranum, sem þess vegna þurfti að fara til c6 þar sem hann stóð i vegi fyrir hróknum. Svo einfalt var þetta. Oft finnst manni lausn skák- þrautar svo einföld - þegar maður loks hefur fundið hana - að maður furðar sig á hve Iengi hún gat vafist fyrir. 12. Að leiðarlokum Hér hefur verið stiklað á stóru, einkum á síðari hluta skákferils Keresar. Það yrði allt of langt mál að fara að rekja feril hans frá móti til móts - og gildi þess reyndar vafasamt. THE OX- FORD COMPANION OF CHESS sem yfirleitt er nokkuð áreiðanlegt rit telur að á tíð Keresar hafi verið haldin tíu skákmót er voru í 15. styrkleika- flokki eða meira. Keres hafi tekið þátt í átta þessara móta og náð 58 SKÁK

x

Skák

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.