Skák - 15.02.1990, Side 6
HAUSTMOT TAFLFELAGS
REYKJAYÍKUR 1989
Sigurður D. Sigfússon skákmeistari T.R.
Upphaflega stóð til að opna nýtt
húsnæði Taflfélags Reykjavíkur
við setningu Haustmótsins og
yrði það eins konar vígslumót í
nýja húsnæðinu. í þeim tilgangi
var mótinu seinkað fram í
nóvember en hefur undanfarin ár
farið fram í október. Ekki tókst
alveg að ljúka innréttingunum
fyrir auglýstan mótstíma svo
farið var af stað í gamla T.R.
húsinu við Grensásveg sem lauk
sinu blómaskeiði fyrir alllöngu
en eftir 6. umferð var mótið flutt
yfir í skákhöllina að Faxafeni 12.
Telja verður töku nýja húsnæð-
isins í notkun einn af stærstu
viðburðunum í íslenskri skák-
sögu, enda kæmist það gamla að
fermetratali fjórum sinnum inn í
það nýja.
Mótstilhögun var annars með
sama hætti og mörg undanfarin
ár. Teflt var í fimm styrkleika-
flokkum og í þá raðað eftir Elo-
stigakvarðanum algilda. í fjór-
um hæstu flokkunum voru tólf
keppendur í hverjum og tefldu
að sjálfsögðu allir við alla. í
þeim fimmta og lægsta voru
keppendur 45 og tefldar voru
ellefu umferðir eftir Monrad-
kerfi. Samhliða aðalmótinu fór
svo fram keppni í unglingaflokki
þar sem 44 tóku þátt. Létu mörg
hinna ungu og efnilegu drengja
og stúlkna sér ekki nægja þátt-
Sigurður D. Sigfússon
töku í aðalmótinu eingöngu
heldur mættu einnig þrjá laugar-
daga til þátttöku í unglinga-
flokki.
A-flokkur
A-flokkurinn einkenndist lengi
af kapphlaupi þriggja um sigur-
inn og síðan tveggja. Eftir sex
umferðir voru þrír jafnir og
langefstir með fimm vinninga
hver Sigurður Daði, Halldór og
undirritaður. í sjöundu umferð
náði Halldór heils vinnings
forystu. Undirritaður og Sig-
urður helminguðu svo aðeins
hvor um sig í þeirri áttundu og
gat nú Halldór enn bætt við
forskotið. En eftir biðskák í
þeirri áttundu (sem reyndar var
miklu lakari) og ævintýralegar
skákir í þeirri níundu og tíundu
hafði Halldór „langhrókað" á
umferðatöflunni. Sigurður Daði
og undirritaður nýttu sér þetta
og unnu báðir þrjár síðustu
skákirnar, Sigurður sína síðustu
reyndar ekki fyrr en eftir 73 leiki
við Jón G. Viðarsson, og var það
síðasta skákin til að klárast.
Báðir létu hjá líða að knýja fram
jafntefli og síðan tók Jón sig til
og vann peð sem þó var sýnd
veiði en ekki gefin. Við þetta
opnaðist áður lokuð leið, þar
sem hvíti kóngurinn labbaði nú
inn fyrir öftustu víglínu svarts,
ekki til að eltast við peðalýjur
heldur til mátsóknar að svörtum
kollega sem þar var einn og ber-
skjaldaður. Síðan flutti hvítt
biskupapar sig inn fyrir sömu
víglínu og stuttskrefur riddari
svarts og illa staddur biskup gátu
ekki komið höfðingja sínum til
bjargar í tæka tíð. Lauk því
mótinu með því að við Sigurður
komum jafnir í mark og voru
reyndar jafnir eftir hverja
einustu umferð allt mótið. Þessu
tók að vísu enginn eftir meðan á
34 SKÁK