Skák


Skák - 15.02.1990, Page 23

Skák - 15.02.1990, Page 23
jal'na leikinn, en nú kemur smá- l'létla: 23. Rxe6! Ekki gengur 23. - fe6 24. Bxd5 ed5 25. Dxd5t, hins vegar verður svartur að taka riddarann. 23. — Bxe6 24. Bxd5 Hd8 25. e4 Bg4 26. Hd3 Kg8 27. De5! Bf6 Eða 27. - Bd6 28. Bb3! h5 29. Hxd6! Hxd6 30. De8t Kh7 31. Bxf7 og vinnur. 28. Dc7 Hd7 29. Dc6 Bh3 30. Be6! Önnur smáflétta á sama reit og áður! Svartur gafst upp. Þriðja mótið sem Keres tók þátt í á þessu ári var minningarmót um Tsjígorín, öflugt mót þar sem nokkrir kappar frá Austurevrópu bættust í hóp sovésku meistar- anna. Á þessu móti var tafl- mennska Keresar ekki jafn örugg og í Leningrad. Hann tapaði í tveimur síðustu umferðunum og lenti í 6.—7. sæti: Minningarmót um Tsjígorín Moskvu 1947. 1. Botvinnik 11 (úr 15 skákum); 2. Ragosín 10,5; 3.-4. Bole- slavskí og Smyslov 10; 5. Kotov 9,5; 6.—7. Keres og Novotelnov 9; 8. Pachmann 8,5; 9. Trifunovic 8; 10. Gligoric 7,5. 9. Heimsmeistarakeppnin 1948 Árið 1946 lést heimsmeistarinn í skák, Alexander Aljekín. Hann hafði unnið titilinn af Capa- blanca suður í Buenos Aires 1927, flestum á óvænt, í harðasta og lengsta einvígi sem nokkru sinni hafði verið háð um þennan eftirsótta titil. Aljekín hafði síðan sýnt það með glæsilegum yfirburðasigrum á skákmótum, einkum þó í San Remo árið 1930 og í Blcd 1931 að hann var tvímælalaust öf'lugasti skák- maður heims. Leiftrandi sóknar- skákir hans voru vinsælasta efni tímarita og blaða sem unt skák fjölluðu og ýmsir töldu að hann væri snjallasti skákmeistari sem nokkru sinni hefði verið uppi. Hann varði titil sinn tvívegis gegn Bogoljubow sem að vísu hafði unnið meiri sigra á skák- mótum en flestir aðrir, en hafði ekkert að gera í hendurnar á Aljekin. Hins vegar brugðust vonir manna um annað einvígi milli Aljekíns og Capablancas, en það hefði orðið afar tvísýnt svo að ekki sé meira sagt. Á fjórða áratug aldarinnar fóru yfirburðir Aljekíns þverrandi. Hann var að vísu ekki orðinn gamall en hafði farið illa með sig. Snerpan var ekki jafn mikil og fyrr, hugmyndastraumurinn var orðinn tregari. Árið 1935 þreytti Euwe einvígi við Aljekín um titilinn. Flestir bjuggust við sæmilega auðveld- um sigri Aljekíns. Þeir höfðu reyndar einu sinni reynt með sér áður. Það var árið 1927 sem þeir tefldu tíu skáka einvígi og þá tókst Aljekín að sigra, en það var ekki fyrr en í síðustu skákinni að hann tryggði sér sigur. Aljekín fór vel af stað í þetta sinn. Að sjö skákum loknum hafði hann unnið fjórar og gert tvisvar jafntefli en aðeins tapað einu sinni. En svo fór honum að ganga ver, Euwe missti ekki móðinn þótt á móti blési og að fjórtán skákum loknum hafði honum tekist að jafna metin. Euwe sigraði að lokum, en mjótt var á munum, hann hafði 15,5 vinninga gegn 14,5. Eftir þennan ósigur tók Aljekín sig á, fór í algert bindindi á vín og tóbak og gerði allt sem hann gat til að ná fyrri styrk. Árið 1937 reyndu þeir svo al'tur með sér og þá sigraði Aljekín mcð nokkrum yfirburð- um: 15,5 vinningum gegn 9,5. í heimsstyrjöldinni lenti Aljekín á yfirráðasvæði Þjóðverja og tefldi á skákmótum þar. Á stríðs- árunum birtust í þýskum blöðum greinar undir hans nafni þar sem veist var að skákmönnum af gyðingaættum. Hann neitaði því síðar að vera höfundar þessara skrifa, en menn trúðu því misvel og honum var því ekki boðið á fyrstu skákmótin sem haldin voru eftir styrjöld. En sovéska skáksambandið leitaði samninga við hann um einvígi um heims- meistaratignina við Botvinnik. Áður en þeim samningum lyki varð Aljekín bráðkvaddur suður í Lissabon vorið 1946 fimmtíu og fjögurra ára að aldri. Þar með var komin upp staða í skákheimi er enginn þekkti af fyrri reynslu. Raddir heyrðust meðal landa Euwes að réttast væri að hann tæki við titlinum aftur - sem hann hafði tapað til Aljekíns 1937 - en hann tók lítt undir það sjálfur, enda þótti flestum sanngjarnt að efna til keppni milli fremstu skákkappa heims um titilinn og svo var gert. Þá voru skákstigin ekki komin til sögunnar en lítill sem enginn ágreiningur var um þá sex menn er fremstir stæðu: Botvinnik, Euwe, Fine, Keres, Reshevsky og Smyslov. Fine afþakkaði boð um þátttöku í keppninni, hann var farinn að róa á önnur mið er gáfu meira af sér. Keppendur urðu því fimm. Einn maður var óánægður með að vera ekki valinn í þennan hóp: Miguel Najdorf, en hann gat vísað til mikillar sigursældar á skákmótum í Suðurameríku og víðar. Vel hefði komið til greina að taka hann í stað Fines en ekki er líklegt að það hefði haft áhrif SKÁK 51

x

Skák

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.