Skák - 15.02.1990, Síða 29
17. — I)c7
18. Rc5 f6
Hvorki 18. - Bd6 19. Dh5 g6 20.
Rg4! né 19. - h6 20. Df5, né heldur
19. - f5 20. Bxf5 Bxe5 21. Be6t.
19. Dh5 g6 20. Rxg6 hg6
21. Bxg6
'mm M
***** t s*
U M
'Mb 1%'wm 'Wfr, B
A
m
Ui A 1
2 mÆ',
wm, wm. Ww/. mm.
^iíf ^p
T1 Hli 'S'
A
M ^ 1«
Sá varnarleikur sem Geller velur nú
dugar skammt, en erfitt er að benda
á betri vörn.
21. - Dg7
23. f4 Dh8
25. Khl Hc7
27. De6t Kg7
22. Hd3 Bd6
24. I)g4 Bc5t
26. Bh7t! Kf7
28. Hg3t
og mátar í næsta leik.
11. Ritstörf og þrautasmíð
Á yngri árum mun Keres hafa
lagt stund á nám í stærðfræði en
horfið frá því þegar hann komst
á kaf í skákina. Sem sovéskur
stórmeistari hefur hann þegið
einhver laun frá ríkinu en jafn-
framt hefur hann starfað sem
blaðamaður á skáksviði og
skrifað fréttir frá skákmótum.
Hann hefur einnig skrifað
bækur um skákmót. Ég hef heyrt
getið um bók hans um heims-
meistarakeppnina 1948 en ekki
séð hana. í riti sínu um sovéska
skák frá 1968 gerir R.G. Wade
samanburð á henni og bók
Golombeks um sama mót sem
hann telur einnig góða en segir
þó mikinn mun á þeim, þar komi
fram munurinn á meistara og
raunverulegum stórmeistara.
Af ritum Keresar um skák er
bókin HAGNÝT ENDATÖFL
kunnust á íslandi, en þýðing
Jóns Torfasonar á þeirri ágætu
bók hefur verið kennslubók
ungra íslenskra skákmanna
meira en áratug. Ávallt er erfitt
að velja meðalveginn milli
handhægs leiðarvísis og grund-
vallarrits. Keres þræðir þann veg
af þeirri nákvæmni sem honum
er eiginleg: Bókin er tæpar 400
síður, svipuð að stærð og grund-
vallarrit Jóhanns Bergers um
endatafl (THEORIE UND
PRAXIS DER ENDSPIELE) er
kom út 1890 (fyrsta útgáfa) og
síðari höfundar hafa mjög byggt
á. Bók Keresar er ljós og lipur-
lega rituð og hefur að geyma
flest eða allt sem venjulegur
maður þarf á að halda á þessu
sviði skákarinnar.
Um taflbyrjanir hefur Keres
ritað tvær bækur: FRANSKUR
LEIKUR (1. e4 e6) og OPIN
TÖFL (1. e4 e5). Kunnáttumenn
er til þekkja telja þessar bækur
óvenju vel úr garði gerðar. Þar sé
ekki aðeins fjallað um þær leiðir
sem voru í tísku þegar bókin var
rituð (eins og margar bækur um
byrjanir geri), heldur kanni Keres
einnig gamlar leiðir (sem hæg-
lega geta komist í tísku aftur).
Þótt nokkuð sé um liðið síðan
þessar bækur voru skrifaðar
munu þær enn góður grundvöll-
ur þeim sem vilja komast ræki-
lega niður í þessum byrjunum.
Þeir Alexander Kotov og Keres
rituðu saman bók um miðtafl. í
sænskri þýðingu heitir hún
LISTIN AÐ VINNA í SKÁK.
Það er ekki stór bók en hún er
fjörlega rituð og fróðleg á ýmsan
hátt.
Keres skýrði einnig margar af
skákum sínum í því bindi af
HEIMSSÖGU SKÁKARINN-
AR (WELTGESCHICHTE DES
SCHACHS) þar sem um hann er
fjallað og birtar um 500 skákir
hans.
En mesta bók Keresar er skák-
ævisaga hans AUSGEWAHLTE
PARTIEN sem kom út í
Hollandi 1964 en er rituð á
Geller, Keres og Petrosjan í Göteborg 1955.
SKÁK 57