Skák - 15.02.1990, Qupperneq 31
þessum árangri (stundum í félagi
við annan eða aðra): Fyrstu
verðlaun einu sinni, önnur
verðlaun fimm sinnum, þriðju og
fjórðu verðlaun einu sinni hvor.
Á um 40 mótum öðrum, flestum
all sterkum náði hann nítján
sinnum að verða í efsta sæti en
sjö sinnum náði hann öðru sæti.
Keres varð þrívegis skákkóngur
Sovétrikjanna: 1947, 1950 og
1951 og þarf ekki að geta þess að
allt voru þetta feiknalega öflug
mót. Meðal þeirra er hann skaut
aftur fyrir sig þar voru Botvinn-
ik, Bronstein, Geller, Petrosjan
og Smyslov.
Sem dæmi um hve lengi Keres
var í allra fremstu röð má nefna
að aldarfjórðungi eftir að hann
vann einhvern eftirminnilegasta
sigur (AVRO 1938) sigrar hann á
mjög öflugu skákmóti í Banda-
ríkjunum, móti sem er okkur
íslendingum minnisstætt vegna
góðrar frammistöðu Friðriks
Ólafssonar:
Piatígorskímótið í Los Angeles
1963:
1,—2. Keres og Petrosjan 8,5;
3.—4. Friðrik og Najdorf 7,5; 5.
Reshevsky 7; 6. Gligoric 6; 7.-8.
Benkö og Panno 5,5,.
Að sjálfsögðu slípaðist og breytt-
ist skákstíll Keresar nokkuð á
langri leið. Hann Iagði niður þær
glæfralegu byrjanir sem hann
leyfði sér stundum að beita þegar
hann var ungur, valdi yfirleitt
klassískar byrjanir og var feikna
vel að sér í þeim, enda var
minnið nær óbrigðult. Jafnframt
þjálfaðist hann í nákvæmni,
þeirri list að spinna mikið úr
litlu, tefla sveigjanlega, skipta
einu hagræði fyrir annað, þessari
list sem virðist gera skákina að
ofur einföldum leik þegar vel
tekst til. Við skulum líta á dæmi
dæmi um þetta.
Skák nr. 6380
Hvítt: Keres
Svart: Portisch
Skákþing í Bled 1961 (Minn-
ingarmót um skákþingið 1931)
Franskur leikur
1. e4 e6
3. Rd2 c5
5. Rgf3 Rc6
7. O—O Re7
2. d4 d5
4. ed5 ed5
6. Bb5 Bd6
8. c4 0—0
Fyrirmyndin að þessari byrjun gæti
verið sótt í fræga skák Botvinniks
við Boleslavskí frá árinu 1941. Þar
var haldið þannig áfram: 8. dc5 Bxc5
9. Rb3 Bb6 10. Be3! Bxe3 11. Bxc6t
bc6 12. fe3 0—0 13. Dd2 Db6 14.
Dc3. Botvinnik vann þessa skák, en
dr. Filip benti á að svartur gat náð
allgóðu tafli með 14. - a5.
9. dc5 Bxc5 10. Rb3 Bb6
11. Bxc6 bc6 12. c5 Bc7
13. Rfd4
Hvítur hefur komið sér upp góðum
framverði. Nú veltur allt á því að
geta nýtt sér yfirburði sína á drottn-
ingarvæng og neytt aflsmunar með
peðum. Framvinda skákarinnar
leiðir í ljós hvernig Keresi tekst að
hrinda þessari hugmynd í fram-
kvæmd með ýmiskonar smábrellum.
13. — Dd7 14. Hel Rg6
15. Bd2 Re5
15. - a6 hefði Keres svarað með 16.
a4. En 15. - Ba6 kom mjög til greina.
16. Ba5! Bb8 17. De2 Db7
18. Bc3!
Nú vofir 19. Re6 og 20. Bxe5 yfir
svarti. Þá ætti hvítur góðan riddara
gegn lélegum biskupi.
18. — Dc7
19. g3 Bg4 20. f3 Bd7
Nú strandar 19. Re6 á Rf3t
21. Rf5 f6
Svartur kærir sig ekki um 21. - Bxf5
22. Bxe5.
22. Rd6 a5
Hvítur hótaði að vinna drottning-
una. Svartur lætur því peð en vonast
eftir mótspili á þeim línum sem nú
opnast.
23. Bxe5 fe5 24. Dxe5 Ba7
Ekki var hægt að taka f-peðið: 24. -
Hxf3 25. Hfl Hxfl 26. Hxfl og ekki
er unnt að verjast hótuninni Hf7. En
nú hótar svartur a4.
25. Hacl Hxf3
26. Re4!
Glettinn leikur sem vinnur peð.
Ljóst er að nú myndu drottninga-
kaup kosta svart skiptamun. Hann
getur heldur naumast leikið 26. -
Dc8 vegna 27. Rb6.
26. — Dd8 27. Rxa5 Bb8
28. Rxc6!
Hvert bragðið kemur af öðru:
28. - Bxc6 29. De6t Kh8 30. Rd4!!
(En ekki 30. Dxc6 Bxg3!) og nú 30. -
Hf6 31. Rxc6 eða 30. - Bd7 31.
Dxd5!
28. — Bxe5 29. Rxd8 Hxb3
Eða 29. - Bxb2 30. Hdl Hxd8 32.
Hxd5
30. Hxe5
En ekki 30. ab3 Bd4t
30. — Hxb2 31. c6!
Smiðshöggið. Biskupinn má ekki
sleppa valdi á e8 og við 31. - Hxd8 er
svarið 32. Hxd5 Hxa2 33. Hxd7 og
SKÁK 59