Skák


Skák - 15.02.1990, Side 33

Skák - 15.02.1990, Side 33
við Spasskí má nefna þessi: 1938 gegn Stáhlberg, Keres: + 2 -2 =4 1940 gegn Euwe, Keres: + 6 -5 =3 1944 gegn Folke Ekström, Keres: + 4 -0 =2 1956 gegn Wolfgang Unzicker, Keres: +4-0 =4 í bók Keresar AUSGEWÁHLTE PARTIEN er yfirlit um allar kappskákir hans fram til 1960. Alls eru skákirnar 1265. Af þeim hefur Keres unnið 685, tapað 144 og gert 436 jafntefli. Þessi árangur jafngildir 71,4% vinn- ingshlutfalli. Ef til vill þykir einhverjum lesanda fróðlegt að sjá árangur Keresar í kappteflum við fremstu taflmeistara síns tíma. Þessar tölur eru teknar úr bókinni Warriors of the Mind eftir Keene og Divinsky. Fremst er nafn andstæðingsins, þá fæðingarár hans, síðan vinningar Keresar, töp og jafn- tefli. 1. Capablanca 1888 1 0 1 2. Aljekín 1892 1 5 8 3. Euwe 1901 11 7 9 4. Flohr 1908 2 1 17 5. Botvinnik 1911 3 8 9 6. Reshevsky 1911 4 6 11 7. Fine 1914 3 1 8 8. Smyslov 1921 9 8 23 9. Gligoric 1923 8 2 16 10. Bronstein 1924 4 5 18 11. Geller 1925 7 6 22 12. Petrosjan 1929 3 3 25 13. Kortsnoj 1931 4 1 11 14. Bent Larsen 1935 2 0 4 15. Tal 1936 8 5 15 16. Spasskí 1937 3 5 18 17. Fischer 1943 3 3 4 Keres var i senn bráðþroska og langlífur í skákinni. Hann varð þjóðsaga í lifanda lífi. Unglegur var hann alla ævi, hávaxinn og grannvaxinn, snyrtimenni í fasi og tali, talaði 3-4 tungumál reiprennandi. Hann leit út eins og íþróttamaður, enda mun hann hafa lagt stund á íþróttir, einkum tennis, eins og fleiri skákmenn. Hann virtist mjög rólegur þegar hann sat að tafli, lék hæglátlega og virtist aldrei skipta skapi. Kurteisi hans og prúðmennska öfluðu honum hvarvetna vina. Hann varð þjóðhetja í landi sínu þegar hann var nýkominn af barnsaldri. Þær vinsældir héldust lengi og má nefna að árið 1962 var hann kjörinn íþrótta- maður ársins i Eistlandi. Keres andaðist í Helsinki árið 1975 er hann var á heimleið frá Kanada þar sem hann hafði unnið sigur á opnu móti, fimmtíu og níu ára að aldri. Banamein hans var hjartaslag. ^~th nb ntrr shrift í bffhur - a ahjel o.fl. sími l"9722 skák 61

x

Skák

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.