Skák


Skák - 15.02.1990, Page 36

Skák - 15.02.1990, Page 36
Guðmundur Arnlaugsson: TAFLLOK © Vegamótastefið hefur stundum borið á góma í þessum þáttum: Til að tálma tveimur mönnum andstæðingsins sest maður á þann reit þar sem leiðir þeirra skerast. Hvor þeirra sem drepur manninn stendur þá í vegi fyrir hinum. Hér kemur einfalt dæmi um þetta stef. 1. a7 Bg2 2. d7 Hd2 3. Bd5! Og nú rennur annaðhvort peðið upp. Einhvern tíma fyrir löngu, áður en ég var farinn að hafa áhuga á tafllokum, rakst ég á þessa þraut sem mér þótti ljómandi skemmtileg. HEFUR ÞÚ GREITT ÁSKRIFTARGJALDIÐ? 1. Ha8! Þetta liggur beint við. Hrókurinn er friðhelgur á a8 (1. - Dxa8 2. Bf3t) og hann varnar því að drottningin komist á e6 eða c4 (1. - De6 2. Ha6t, 1. - Dc4 2. Hc8t) Biskupinn tekur d5 frá henni (1. - Dd5 2. Bf3). Drottn- ingin á því ekki um aðra reiti að velja en h7 og a2. 1. — Da2 2. Hxa4! Hvítur heldur uppteknum hætti (2. - Dxa4 3. Be8t). Drottningin verður að hörfa til g8 aftur. 2. — Dg8 3. Ha8 Nú á drottningin aðeins h7. 3. — Dh7 4. Bg6! Dxg6 5. Ha6t Leiknum er lokið. Það hafa líklega verið þessar einföldu línuveiðar sem hrifu mig, en þrautin er laglegt dæmi um ofríki, drottningin sleppur ekki undan ásókn hróksins og biskupsins. Hvítur getur naumast unnið nema hann nái öðrum hvorum manninum. Það tekst þótt ekki sé það trúlegt þegar litið er á tafl- stöðuna. 1. Rc5t Kd6 2. Kc4! Nú er svartur í leikþröng eða því sem næst. Biskupinn á engan reit þar sem hann er óhultur fyrir Re4t eða Rb7t, og riddarinn má sig ekki hræra: a) 2. - Re6 (d5) 3. Hh6t; b) 2. - Re8 3. Hd7t og 4. He7; c) 2. - Ra8 3. Hhl eins og hér á eftir. 2. — a3 3. Hhl! Og vinnur. Þessar þrjár þrautir eru eftir Henri Rinck, afkastamesta tafl- lokahöfurid allra tíma, en um hann verður fjallað í næsta þætti. 64 SKÁK

x

Skák

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.