Skák - 01.04.1994, Blaðsíða 28
UMFERÐATAFLA
1. umf. 2. umf. 3. umf. 4. umf. 5. umf. 6. umf. 7. umf. 8. umf. 9. umf. Röð
1. Bandaríkin 2 14 4 A 8 10 12‘A 1414 18 2014 2214 1.
2. Úkraína 2A 4A 7 A 9 A 11 1214 1514 18 21 2.
3. Rússland 3 5'A 1 9 1114 14 17 1814 2014 3.
4. Armenía VA 3 'A 5 1A 9 1114 I4A 17 19 4.
5. Island VÁ 3 5'A 7 814 11 1314 1614 1814 5.
6. Lettland 2'A 5'A 7 'A 9A 12 14 15 16 18 6.-
7. Kína 3 4 A 7 9 1114 14 1514 17 18 6,-
8. Uzbekistan 1 3 'A 4 6 814 10 11 14 16 8.
9. Sviss 1 3 5 6 A 8 914 10 1114 1314 9.
10. Kúba 1A 2 A 3M 6 714 9 10 11 13 10.
vinningshlutfalli sem er afbragðs
árangur. Gullverðlaun hlutu:
1. borð:
Ivantsjúk (Úkraína)
6 v. af 8
2. borð:
Malanjúk (Úkraína)
414 v. af 7
3. borð:
Peng (Kína) 6 v. af 9
4. borð:
Li (Kína) 6 v. af 9
5. borð:
Benjamin (Bandaríkin) og
Dreev (Rússland)
4 v. af 5 mögulegum.
6. borð:
Karl Þorsteins 4 v.
af 5 mögulegum.
Um sigur bandarísku sveitar-
innar sem skipuð var Gata
Kamsky, Boris Gulko, Gregory
Kaidanov, Alexei Yermolinskij,
Joel Benjamin og Larry
Christiansen er það að segja að
hann var fyllilega sanngjam.
Sveitin tapaði ekki einustu
viðureign og aðeins þremur
skákum. Lengst af virtust sem
Rússar væru þeirra aðal keppi-
nautar, en þeir gáfu eftir á
lokasprettinum og á sama tíma
bætlu Úkraínumenn verulega við
sig. Lettar og Kínverjar sem
voru í fylkingarbrjósti í upphafi
mótsins heltust úr lestinni er líða
tók á mótið. Um þróun barátt-
unnar er best að skoða með-
fylgjandi umferðartöflu.
Það er auðvitað alveg hrikaleg
staðreynd að bandaríska liðið
skuli nær eingöngu vera skipað
skákmönnum frá Sovétríkjunum.
Þó ber þess að geta að Yasser
Seirawan sá sér ekki fært að tefla
að þessu sinni, hann var
aðstoðarmaður Timmans í
einvíginu við Karpov sem lauk
um svipað leyti og HM landsliða
í Luzem.
Rússar sem unnu OL í Manila og
EM í Debrecen voru nú án
Kasparovs. I áðumefndum mót-
um var sá munur á öðrum liðum
og því rússneska að Garrij var
þar innanborðs. Þá var Kramnik
einnig í banastuði, en skorti
kannski einhverja leiðsögn nú.
Hann er að mínu mati mjög
ofmetinnm skákmaður enda
hefur það verið háttur hins nýja
PCA-heimsmeistara að hrósa
aðeins þeim sem hann telur sig
örugglega geta unnið.
Úkraínumenn hafa á að skipa
ekki lakari mönnum en Rússar
og Beljavskij vantaði. Glæsileg
frammistaða 1. borðsmannsins
finnst mér hinsvegar benda til
þess að þessi Raskolnikov skák-
listarinn, sem ég held að Þráinn
Guðmundsson hafi kallað
Ivantsjúk, verði á næstu árum
helsti keppinautur Kasparov.
VIÐ SKÁKBORÐIÐ
í ALDARFJÓRÐUNG
50 valdar skákir
eftir Friðrik Ólafsson
Munið áskrifendaafsláttinn!
SKÁKPRENT
Dugguvogi 23 • Reykjavík
Sími 31975 • Símbréf 31399
88 SKÁK