Tímarit SÁÁ - nov. 1977, Page 6

Tímarit SÁÁ - nov. 1977, Page 6
Gæzluvistarsjóðs, Vistheimilisins í Gunnars- holti o.fl. Þá sagði hún frá Áfengisvarnardeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, Áfengis- varnarráði og fleiri aðilum. „Með stofnun AA- samtakanna 1954 kom inn nýr og ferskur blær,“ sagði Vilborg. Þýðingarmest væri að eyða ranghugmyndum og hleypidómum og finna aðferðir til áhrifaríkari meðferðar. Áfengissjúklingar þurfa að leita lækninga fyrr en verið hefur, sagði Vilborg. Virkum áfengisvörnum verður ekki við komið án sam- stöðu allrar þjóðarinnar. Að lokum óskaði hún SÁÁ heilla í starfi. Hilmar Helgason nefndi hinar fjórar aðal- greinar í stefnuskrá SÁÁ, þar sem hver þátt- ur er hluti í varanlegri keðju. Verndað um- hverfi er ekki nóg til hjálpar, alkóhólistinn þarf andlegrar uppbyggingar við. Bezta lyfið er kærleikur og verður vonandi notað. Sjúk- lingurinn verður að skilja, að hann hefur þrátt fyrir allt ekki misst hið dýrmætasta, sjálf lífið. Það verður að leysa hann úr einangrun sinni frá mannlegu umhverfi. SÁÁ mun leggja áherzlu á aðferðir AA-samtakanna. Fræðsla, t. d. í skólum, á að verða til þess að koma í veg fyrir sjúkdóminn, og verður þar enn leitað hjálpar AA-félaga. „Það verður bjartur dag- ur á íslandi, þegar almenningur getur sagt til um eðli og þróun sjúkdómsins,“ sagði Hilm- ar. „Því marki náum við með fræðslu. Minn- umst þess, að enginn er vonlaus og að enginn ætti að þurfa að drekka sér til óbóta áður en hann leitar hjálpar. Sú kenning er úrelt.“ — Leitarstöð mun verða athvarf fyrir aðstand- endur alkóhólista, fyrst og fremst, svo og vinnuveitendur. Yfir 500 manns hafa leitað meðferðar á rúmu ári, þess þyrftu væntanlega tíu sinnum fleiri. Látum neyðaróp alkóhólist- ans verða að þjóðarvakningu. Margir drekka og deyja og eru jarðaðir. Fleiri drekka og deyja en eru ekki jarðaðir. Þeir eru andlega dauðir. Stöndum vörð um æskuna og forðum henni frá hinum sífelldu mistökum. „Þið öll, sem hér eruð, hafið gefið okkur mikið með komunni hingað,“ sagði Hilmar að lokum. Skúli Johnsen, borgarlæknir, ræddi um hvernig vandamálið snerti það í okkur, sem leiddi til ávanamyndunar. Þekking manna á líkamanum væri orðin mikil, en minni á sál- inni. Spakmælið: Maður, þekktu sjálfan þig, væri í góðu gildi. Nú væri orðin til ný lækn- ingaaðferð, það er sjúkur læknar sjúkan, — notar reynslu sína og þekkingu til hjálpar, og mætti helzt líkja því við grundvallaratriði bólusetningar. „Við, sem ekki höfum tekið sjúkdóminn, viljum líka hjálpa,“ sagði borg- arlæknir. Hann taldi SÁÁ mikilvæg til fyrir- byggjandi aðgerða. Heilbrigðisráð legði áherzlu á samvinnu við félög og stofnanir á verksviði sínu. Hér sést, að fólki er ljós nauð- syn þess að sameina kraftana. „Hér dugar engin ein leið, en við þurfum fyrst og fremst að horfa á markmiðið. Menn verða að sjá sjálfa sig, áfengið og umhverfið í nýju ljósi.“ Indriði Indriðason, stórtemplar, sagði m.a.: „Af hverju erum við hér? Til þess að fá stað- festan grun? Um eitthvað, sem við höfum vanrækt að sinna. En hér og nú er til okkar kallað. Mikill vandi er á höndum, gamall og nýr. Persónubundinn og samfélagslegur. í dag mér, á morgun þér. Það á í bókstaflegum skilningi við um áfengismálin.“ Starfið kost- ar fjármuni, en þó umfram allt skilning á mál- efninu. Fræðsla er nauðsyn. Það er SÁÁ Ijóst. Jafnframt endurhæfingu hinna sjúku. Góð- templarareglan fagnar SÁÁ og starfi samtak- anna, bæði fyrirbyggjandi og hjálparstarfinu við hina sjúku. Jóhannes Magnússon, bankafulltrúi, talaði næstur. „Löng ferð hefst með fyrsta skrefinu,“ sagði hann. Enginn er svo illa haldinn, að hann geti ekki snúið við til betri vegar. Drykkjusýkin er ekki einkamál sjúklingsins. Hún er þjóðmál. Með sjúklingnum þjáist fjölskylda hans, vinir o.s.frv. AA er sennilega sterkasta vopnið í baráttunni. „Þar tekur sjúklingurinn málið í sínar hendur með aðstoð þeirra, sem reynslu hafa. Tími, skilningur, þolinmæði, er það sem þarf, en á veginum eru margar hindranir. Það þarf að draga fram vandamálið, hætta að fela alkóhólistann. Þeir, sem vilja leita lækningar, eiga heimtingu á sjúkrarúmi, en þar er ekki nóg að gert enn. Allir eiga að hjálpa til þess að lina kvalir alkóhólistans.“ Pétur Sigurðsson, alþingismaður, flutti

x

Tímarit SÁÁ

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit SÁÁ
https://timarit.is/publication/2068

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.