Tímarit SÁÁ - nóv. 1977, Side 8
þakkir fyrir hönd undirbúningsnefndar. Það
þyrfti kjark til þess að stofna nýtt félag, þeg-
ar eldri félög á ýmsum sviðum væru á heljar-
þröm. Undirtektir almennings hefðu verið
merkilegar. Allir væru meðvitandi um, að
vandamálið snertir raunar hvern einasta
landsmann. Hér væri um þjóðarvakningu að
ræða. Vandamálið væri vaxandi og sífellt
fleiri gerðu sér grein íyrir því. Hann ræddi
nokkuð um fjölmiðla, þakkaði stuðning þeirra
og hvatti þá til þess að láta í té fræðslu. Einnig
þakkaði hann jákvæðar undirtektir margra
vinnuveitenda. „Nú er tímabært að snúa vörn
og undanhaldi í sókn. Berklaveikin var sigruð.
Við erum nú í svipuðum sporum og braut-
ryðjendurnir í baráttunni gegn henni. SÁÁ
vill heilshugar samstarf við alla þá, sem vilja
vinna gegn mesta meini aldarinnar,“ sagði
Pétur að lokum.
Fundarstjóri, Eggert G. Þorsteinsson, þakk-
aði ræðumönnum, fundargestum komuna og
frestaði stofnfundi til sunnudagsins 9. október.
Einnig bað hann fundarmenn að láta nokkuð
af hendi rakna til greiðslu á húsaleigu og
öðrum undirbúningskostnaði. Gerðu fundar-
menn það af slíkri rausn að á fundinum söfn-
uðust kr. 445.800. Blómaskreytingar á sviði,
sem voru frá Blómum og ávöxtum voru send-
ar á deild 10, Kleppi, Vistheimilið á Vífils-
stöðum og heimilið að Ránargötu 6. — EJ
Pétt setinn
Stúnasaltu^
Framhaldsstofnfundur Samtaka áhuga-
fólks um áfengisvandamálið, SÁÁ, var hald-
inn í Súlnasal Hótel Sögu, sunnudaginn 9.
október 1977, og hófst kl. 2 e. h. Gagnstætt
venju um framhaldsfundi, var Súlnasalurinn
þétt setinn að þessu sinni, sem er gleðilegur
vottur um hinn almenna áhuga, er þessari
félagsstofnun hefur verið sýndur.
Eggert G. Þorsteinsson alþingismaður, setti
fundinn og kvaddi til fundarstjóra Jóhannes
Magnússon, bankafulltrúa. Fundarritarar
voru síðan skipuð þau Aðalheiður Bjarnfreðs-
dóttir, formaður Starfsmannafélagsins Sókn-
ar, og Eggert G. Þorsteinsson, alþingismaður.
Þá var gengið til dagskrár. Sverrir Garð-
arsson, hljómlistarmaður, skýrði lagadrög
samtakanna, en þeim hafði verið dreift á
stofnfundi hinum fyrri. Breytingartillaga frá
undirbúningsnefnd, um fjölgun í aðalstjórn,
ásamt tillögum um fáeinar orðalagsbreyting-
ar, voru síðan einróma samþykktar, ásamt
lögunum í heild, og eru þau birt annars stað-
ar í blaðinu.
Að lokinni afgreiðslu laga, var gengið til
stjórnarkjörs. Sérstök uppstillingarnefnd lagði
fram tillögu um 36 nöfn og var hún einróma
samþykkt af fundarmönnum, svo og 5 nöfn
til vara. Stjórnarinnar er sérstaklega getið á
öðrum stað í blaðinu og verður því ekki tí-
unduð hér; þá voru kjörnir endurskoðendur
samtakanna.
Þá voru tekin fyrir önnur mál. Smellinni,
gagnmerkri tillögu frá Ásgeiri Hannesi Ei-
ríkssyni, verzlunarmanni, um gengistryggða
tekjuöflun, var vísað til framkvæmdastjórnar
um nánari athugun. Samþykkt var að menn
gætu gerzt stofnfélagar samtakanna til 1. nóv-
ember 1977 og lágmarksárgjöld yrðu kr.
1.000 fyrsta árið. Stofnframlög væru þó frjáls,
eða eftir efnum og ástæðum hvers og eins.
Nokkrar umræður urðu um framtíðarverk-
efni samtakanna og tóku þar til máls þau
Pétur Sigurðsson, alþingismaður, Kolbeinn
Bjarnason, ungtemplari, Valgerður Ágústs-
dóttir, rukkari, og Árni Helgason, athafna-
maður í Stykkishólmi.
í fundarhléi hélt nýkjörin stjórn sinn fyrsta
fund og kaus sér framkvæmdastjórn. Hana
skipa: Hilmar Helgason, verzlunarmaður, sem
er formaður samtakanna, Hendrik Berndsen,
verzlunarmaður, JohnAikman, verzlunarmað-
ur, Einar Sverrisson, verzlunarmaður, og
Björgólfur Guðmundsson, forstjóri. Vara-
stjórn: Ingibjörg Björnsdóttir, félagsrsáðgjafi,
Eyjólfur Jónsson, skrifstofustjóri, og Sveins-
ína Tryggvadóttir, verzlunarmaður.
Nýkjörinn formaður samtakanna, Hilmar
Helgason, tók síðan til máls. Þakkaði hann