Leikskrár Þjóðleikhússins - 27.05.1994, Síða 4
Söguþráður
Þau atriði Nijlungabringsins, sem valin hafa verið til sýninga á Listahátíð í Reykjavík, eru samtals um
fjórðungur af öllu verkinu. Þessi atriði eru hér á eftir auðkennd með stærra letri og striki til hliðar við
textann.
Þættir sýningarinnar á Listahátíð eru þrír og eru þeir einkenndir í útdrættinum hér á eftir með
rómverskum tölum, I, 11 og III. í fyrsta þætti eru atriði úr Rínargullinu, í öðrum þætti úr Valkyrjunni
og í þriðja þætti úr Siguröi Fáfnisbana og Ragnarökum.
I. Rínargullið (Das Rheingold)
1. atriöi. í djúpi Rítiar
Forspil: Verkið hefst á löngum hljómi (í Es dúr),
„frumhljóminum".1
Rínardætur eru að leik í djúpi Rínar, þar sem
þær gæta gullsins, þegar dvergurinn Andvari
kemur þar að og heillast af fegurð þeirra.
Rínardætur gefa Andvara undir fcttinn og
hann fyllist af girnd til þeirra. Þær gera þá
gys að honum svo Andvari verður æfur af
bræði.
Sólin stafar geislum sínum á gullið svo það
ljómar. Andvari verður furðu lostinn en Rínar-
dætur segjast hafa það hlutverk að gæta þess.
Þær segja frá þeirri náttúru gullsins að sá sem fái
smíðað hring úr því muni geta drottnað yfir allri
veröld; aðeins sá sem afneiti ástinni geti tekið
gullið frá þeim og smíðað hringinn. í gremju
sinni yfir kerskni Rínardætra sér Andvari sér leik
á boröi, afneitar ástinni og rænir gullinu frá
kveinandi Rínardætrum.
2. atriöi. Viö Valhöll
Óðinn hefur fengiö jötnana Fáfni og Regin til að
reisa Valhöll og lofað þeim Freyju að verka-
launum. Þaö er dögun. Frigg bregður t brún er
hún sér Valhöll fullgerða og vekur athygli Óðins
á að verkinu sé lokið, en hann dásamar
bygginguna.2
Frigg varar Óöin viö því að nú sé komið að
skuldadögum. Hún ber hann þungum sökum
og spyr hvort hann hafi gleymt því að nú
verði hann aö láta Freyju af hendi við jötn-
ana. Frigg til mikillar gremju gerir Óðinn lítið
úr vandanum og þau deila.
Freyja kemur hlaupandi undan jötnunum og
biðst ásjár. Óðinn lýsir eftir Loka, sem haföi
lofaö að finna ráö við þessum vanda. Jötnarnir
koma og krefjast umsaminna verklauna, en
Óðinn þykist hafa gleymt hverju hann lofaöi.
Æsir og jötnar deila nú ákaft um Freyju.
Jötnarnir minna á að samningur þeirra sé
ristur á spjót Óðins sjálfs og hann megi ekki
rjúfa hann þvl vald hans sé byggt á sátt-
málum þeim, sem hann hefur gert. Þá ber
Loka að. Flann segir frá stuldi gullsins og ósk
Rínardætra um aðstoð Óðins við að ná því
aftur. Gullið vekur áhuga viðstaddra en
Óðinn telur ýmis tormerki á að ná því.
Jötnarnir sjá sér hins vegar leik á borði og
bjóðast til að gefa Freyju eftir fái þeir gullið í
staðinn. Við svo búið hverfa þeir á brott með
Freyju í gíslingu.
' Forspil Rínargullsins í Es dúr, „frumhljómurinn".
2 Vollendet das ewige Werk! (Wotan).