Leikskrár Þjóðleikhússins


Leikskrár Þjóðleikhússins - 27.05.1994, Side 10

Leikskrár Þjóðleikhússins - 27.05.1994, Side 10
sverðið Gram að vopni og særir hann banasári. í dauðateygjunum varar Fáfnir Sigurð við pví að sá, sem hafi fengið hann til þessa verks, ætli sér að drepa hann. Við svo búið deyr Fáfnir og fellur blóðdropi á hönd Sigurðar. Sigurður sleikir dropann og fær þá skilið fuglamál. Igðan segir honum frá gullinu, hringnum og ægishjálminum, sem liann skuli taka úr hellinum. Andvari og Mírnir hittast við hellismunnann og deila um hvor þeirra eigi tilkall til gulls- ins. Andvari lætur sig hverfa er Sigurður birt- ist með hringinn og ægishjálminn. Igðan varar Sigurð við svikráðum Mímis og Sigurð- ur drepur hann. Igðan segir Sigurði frá Bryn- hildi, sem hvílir sofandi á Hindarfjalli, og hvetur hann að fara og vekja hana. Sigurður heldur af stað samkvæmt ieiösögn igðunnar. 3■ þáttur. Á HiudarfjaUi Oðinn leitar enn á vit völvunnar Jarðar og spyr hvaö framtíöin beri í skauti sér, en Jörö gefur honum loöin svör og vísar á dætur sínar, örlaganornirnar, þær spinni þræöi úr vitneskju sinni. Er Óðinn gengur fastar á hana segir Jörð aðeins aö Brynhildur muni drýgja þá dáö sem frelsa muni heiminn; sjálfri standi henni á sama, hún vilji aðeins fá að sofa. Óöinn veröur á vegi Sigurðar og Óöinn spyr um feröir hans. Siguröur rekur sögu sína, en reiðist háösku orðfæri Óðins. Er hann ætlar aö halda áfram reynir Óðinn aö varna honum vegar meö spjóti sínu en Sigurður brýtur spjót hans með sverði sínu og heldur ótrauður áfram og gegnum vafurlogann. Siguröur finnur Brynhildi sofandi og færir hana úr brynjunni. Honurn bregöur er hann sér aö þetta er ekki karlmaður, heldur kona, og finnur þá til ótta í fyrsta sinn. Hann heillast af fegurð Brynhildar og vekur hana með kossi. Brynhildur vaknar til lílsins og fagnar sól og nýjum degi.11 Hún spyr Sigurð að nafni og lofar Óðin, Jörð og alla náttúru er hún skilur að þarna er hetjan Sigurður kominn. Brynhildur og Siguröur eru frá sér nurnin af ást hvort til annars. Brynhildur segist hafa elskaö Sigurö frá því hann var í móöurkviöi og beðiö komu hans lengi. Sigurður kveöst nú í fyrsta sinn finna til ótta; hann hafi öhræddur sigrast á vafurloganum, en nú brenni sá eldur í brjósti sér sem hún ein fái slökkt. Brynhildur er ekki alveg búin aö átta sig á hinni jarðnesku tilveru sinni og víkur sér undan ágengni Sigurðar. Hún finnur til minnkunar yfir því að hafa misst valkyrjutign sína og biöur Sigurð um að láta sig vera. Siguröur kveöst elska hana og því sé honum það ómögulegt. Sigurður biður Brynhildi um að vakna til fulls og verða sín. Þau faðmast og játast hvort öðru af mikilli ástríðu. Brynhildur, gagntekin af unaöi ástarinnar, segir fagnandi skilið við hin helgu vé goðheima fyrir ást og unaö mannlegs lífs; hún óttast ekki Ragnarök því stjarna Sigurðar muni iýsa henni til eilífðar. 14 Heil dir, Sonne! (Briinnhilde).

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.