Leikskrár Þjóðleikhússins - 27.05.1994, Side 7
bandi þeirra Signýjar og Hundings og krefst
þess að honum verði refsað. Óðinn mælir í
mót og þau deila heiftarlega. Óðinn leggur
áherslu á gildi ástarinnar í lífinu og bendir á
að hetjunni Sigmundi sé ætlað að ná
hringnum úr klóm Fáfnis án afskipta goð-
anna og bjarga þar með þeim sjálfum frá
glötun. Frigg segir Óðin hræsnara. Ekki sé
nóg meö að hann haldi fram hjá henni
heldur vilji hann rjúfa þau lögmál sem hann
hafi sett hana, Frigg, til að gæta í mann-
heimum. Hlutverk Sigmundar sé dæmt til að
mistakast jiví Óðinn hafi þegar haft afskipti
af honum með því fá honum sverðið og hún
krefst þess að jiaö verði tekið af honum.
Hún heimtar að Óðinn kalli á Brynhildi og
taki aftur skipun sína um stuðning við hann.
Frigg krefst þess að Sigmundur láti lífið í
einvíginu svo heiður hennar sem gyðju hjóna-
bandsins verði tryggður og Óðinn neyðist til að
heita þvi. Fullur beiskju kallar hann á Brynhildi
og í löngu samtali rekur hann sögu hringsins og
trúir henni fyrir ráðagerðum sínum, innstu
hugrenningum og áhyggjum.
Óðinn rekur fyrir Brynhildi hvernig valkyrjur
og einherjar muni verja Asgarð, en það muni
þó lílt duga nái Niflungar aftur valdi á hring-
num. Hringurinn sé nú í gæslu Fáfnis, en
vegna samninga sinna við hann geti Óðinn
ekki beitt sér fyrir að ná hringnum frá
honum. Aðeins mannleg hetja, án afskipta
annarra, geti náð hringnum og kveðst Óðinn
hafa ætlað Sigmundi það hlutverk. Hann hafi
ætlaö Sigmundi sverðið Gram, en Frigg hafi
séð í gegnum þá blekkingu og hann neyðist
nú til að láta að vilja hennar. Allt hafi því
verið til einskis, Sigmundur verði að láta lífið
og bölvun gullsins hvíli á honum. Óðinn
segir öllu vera lokiö og að hann óski sér
aðeins eins, endalokanna. Loks skipar Óðinn
9 Siegmund! Sieh auf mich! (Briinnhilde).
Brynhildi að fara og framfylgja ósk Friggjar,
nú sé það einnig sinn vilji að Sigmundur láti
lífið. Brynhiklur reynir árangurslaust að telja
Óðni hughvarf áður en hún heldur af stað.
Nú víkur sögunni aftur til Sigmundar og Sig-
nýjar, sem eru á flótta undan Hundingi og
mönnum hans. Signý er örmagna og full
örvæntingar, en Sigmundur sefar hana og
biður hana að hvílast. Um síðir líður Signý út
af í örmum hans.
Brynhildur birtist Sigmundi og boðar honum
feigð.9 Hún tjáir honum að hann eigi brátt að
fyigja sér til Valhallar. Sigmundur spyr þá hvort
Signý fái að fylgja honum, en Brynhildur svarar
því neitancli. Sigmundur biður þá fyrir kveðju til
Valhallar og segist ekki munu fyigja Brynhilcli
þangað.
Brynhildur segir að þessu ráði Sigmundur
ekki, þegar sé ákveðið að hann falli í
bardaganum við Hunding. Sigmundur kveðst
ekki hræðast hann því sverðið Gramur, sem
faðir hans sencii honum, muni vel duga.
Brynhildur segir að sá hinn sami hafi nú
svipt sverðið mætti sínum. Sigmundur lætur
gott heita að hann deyi, en til Valhallar fari
hann ekki, heldur fylgi hann systur sinni og
brúði til Heljar.
Staðfesta Sigmundar og fölskvalaus ást hans á
Signýju snertir Brynhilcli cljúpt. Hún reynir þó að
telja honum hughvarf og lofar að gæta Signýjar.
Sigmundur vísar orðum Brynhildar á bug, tekur
sverð sitt og ætlar að ctrepa Signýju og sjálfan sig
svo þau megi fylgjast að til Heljar. Við þetta
snýst Brynhilcli hugur og hún lofar að styðja
Sigmund í þeim bardaga sem bíður hans.
Hundingur kemur. Þeir Sigmundur berjast og
veitir Brynhildur Sigmundi fulltingi sitt, en þá
birtist Óöinn æfareiður og brýtur sverð Sig-
niundar með spjóti sínu. Sigmundur verður
7