Húsgangur - mar. 1997, Qupperneq 2

Húsgangur - mar. 1997, Qupperneq 2
2 Húsgangur - Mars 1997 Tón- og mynddeild stígur fyrstu sporin ón- og mynddeild er staðsett á 4. hæð Þjóðarbókhlöðu, en þaðan heíur til skamms tíma verið fátt um tíðindi og deildin hefur enn ekki tekið formlega til starfa. Markmiðið með stofnun Tón- og mynddeildar, sem upphaflega átti að heita Nýsigagnadcild, var einkum miðlun gagna fyrir eyra og auga. Með öðrum orðum, að gera safn- gestum klcift að hlusta á hljóðrit og horfa á myndefni. í því skyni voru fest kaup á tækjum til slíkra hluta og var hvergi til sparað. Hlustunar- og afspilunartæki deildarinnar, sem munu vera þau einu sinnar tegundar hérlendis, komust síðan endanlega í gagnið í nóvember sl. og annaðist Nýherji uppsetningu þeirra. Síðan þá hafa safngestir getað hlustað á hljóðrit, þ.e. geisladiska, plötur og snældur, og horft á mynd- bönd og sjónvarp í 10 „hlustunar- og myndbásum“ og að auki í 10 „hlustunarstólum“ í Tón- og mynd- deild. Þá voru einnig tengd tæki til afspilunar af hljómplötum yfir á snældur og DAT spólur á vinnurými deildarinnar. Að vísu er sá hængur á, að ennþá er aðeins lítill hluti efniskosts deildarinnar aðgengilegur með góðu móti en við leitumst við að lifa eftir mottóinu „kemst þótt hægt fari“ hér á 4. hæðinni. Aðalefniskostur deildarinnar á „tónsviðinu“ eru íslensk hljóðrit. Af þeim fáum við 2 eintök í skyldu- skilum samkvæmt lögum frá árinu 1977, en einnig hefur verið safnað talsverðu af eldri útgáfum. Á þessu efni höfum við varðveislu- og miðlunarskyldu samkvæmt lögum en þar segir m.a. „að efnið geti verið tiltækt til nota vegna rannsókna, opinberrar stjórnsýslu eða annarra réttmætra þarfa“. Þetta er nú loks mögulegt hvað hljóðritin varðar eftir tæp 20 ár frá setningu laganna með tilkomu Tón- og mynddeildar og tækjanna þar. íslensku hljóðritin eru skráð í Gegni frá árinu 1992 en ára- bilið 1979-1991 er skráð í íslenskri hljóðritaskrá sem er prentuð skrá og fylgir árlegri útgáfu íslenskrar bókaskrár. Annar efniskostur tónlist- armegin er svokallað 3. eintak af íslenskum nótum og íslensku smá- prenti sem snertir íslenskt tónlistarlíf. Þá eigum við töluvert af erlendum nótum, gömul plötusöfn og erlenda geisladiskagjöf og kominn er vísir að handbókasafni um tónlist. Á „myndasviðinu" er aðalefnið fræðsluefni (smávegis af afþreying- arefni) á myndböndum og nokkrir margmiðlunardiskar. Þennan safn- kost þyrfti stórlega að auka, en íslensk myndbönd eru ekki skilaskyld sem kunnugt er. Framtíð Tón- og mynddeildar er enn nokkuð óljós vegna þeirra fjárhagsörðugleika sem Land§bókasafn á við að stríða. En þar sem svo miklu fé var í upphafi varið til tækjakaupa er að mínu viti „léleg pólitík“ að láta þau standa ónotuð. Ég lít svo á að hlutverk Tón- og mynddeildar sé í grófúm dráttum tvíþætt: • Annars vegar að safna, varðveita og gera aðgengilegt allt útgefið efni tengt íslensku tónlistarlífi og koma á fót myndarlegri upplýs- inga- og rannsóknarmiðstöð á því sviði. Til þess eru góðar for- sendur, því auk þess efnis og þeirrar aðstöðu sem að ofan getur eru handrit margra íslenskra tón- skálda varðveitt í Handritadeild Landsbókasafns. • Hins vegar að sinna þörfúm Háskóla íslands um fræðsluefni á myndböndum og í formi annarra nýsigagna sem er bæði brýnt og spennandi viðfangsefni. Anna Jensdóttir Frá Milljonafélaginu ^ ins og mörgum er kunnugt hefur á meðal starfsmanna í Bókhlöðunni verið starfrækt félag eitt sem hefur það að aðalmarkmiði að vinna stórar fjárhæðir í íslenskum getraunum um úrslit leikja í ensku knattspyrnunni, stundum einnig í lottóinu ef mikið er í pottinum. Félagið á rætur að rekja til Landsbókasafnsins í gamla Safnahús- inu og fluttist hingað í hús þegar Háskóla- og Landsbókasafn voru sameinuð. Formaður stjórnar félags- ins, ritari þess, gjaldkeri, meðstjóm- andi og endurskoðandi er Hallfríður Baldursdóttir. Síðast vann félagið svo um munaði fyrir rúmum tveimur áram og kom þá í hlut hvers og eins upphæð sem nægði til dæmis til kaupa á góðum og vönduðum göngu- skóm. Lögmálið segir að stórir vinningar eigi að falla félaginu í skaut á u.þ.b. tveggja ára fresti svo að nú er senn komið að því að félagið fari að vinna stórt. Galli er það hins vegar á þessu lögmáli að til að það gangi eftir þarf helst að taka þátt í getraununum samfellt þessi tvö ár. Af þessu leiðir að talsverður kostnaður fylgir öflun vinninga. Því hefúr sá háttur verið hafður á að tiltölulega litlir vinningar hafa ekki verið greiddir út heldur gamblarar verið látnir njóta þeirra sem greiðslu upp í næsta leik o.s.frv., enda félagið aldrei hugsað öðra vísi en í stórum tölum.Við ágiskanir um úrslit leikja er aðallega farið eftir vindátt og skýjafari, stöðu og gangi stjarna og himintungla, auk þess sem eitthvað er reynt að taka mið af stöðu og styrkleika liðanna í deildinni. T.d. er jafnan talið líklegra að efsta liðið í deildinni vinni það neðsta en að því verði öfugt farið. En sem sagt, stór vinningur er í nánd og allir nú með! Eiríkur Þormóðsson

x

Húsgangur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsgangur
https://timarit.is/publication/2070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.