Húsgangur - mar. 1997, Side 3
Húsgangur - Mars 1997
3
Fjölföldunarstofa
aö heftir væntanlega ekki farið
fram hjá starfsmönnum
safnsins aö undirritaður er aftur
kominn til starfa við stofnunina, þó á
öðrum vettvangi en hér um árið. Mér
var ætlað að koma á laggirnar fjöl-
földunarþjónustu sem nýtast mundi
bæði almenningi og starfsmönnum
safnsins auk þess að annast viðhald og
þrif á öðrum ljósritunarvélum.
Þessi þjónusta tók formlega til
starfa í byrjun janúar síðastliðinn og
hefur umfang hennar vaxið jafnt og
þétt og bind ég miklar vonir við að
hún eigi eftir að verða fastur tekju-
póstur fyrir safnið í framtíðinni.
Frá upphafí hefur markmið mitt
verið að veita metnaðarfulla þjónustu
þar sem hraði, Qölbreytni og vönduð
vinnubrögð verða höfð að leiðarljósi.
Til þess að svo sé hægt hafa verið
keypt inn tæki umfram þann tækja-
kost sem íýrir var og má þar helst
nefna gormagötunarvél, pappírssax og
kjölinnbindivél. Fjölföldunarstofan
hefur yfir að ráða fullkomnum ljós-
ritunarvélum bæði fyrir hefðbundna
ljósritun og lit og auk þess verður
boðið upp á mismunandi þykktir af
hágæðapappír til litljósritunar. Einn-
ig er staðsett í rýminu fullkomin
filmulesvél.
í innbindingu gagna verður boðið
upp á fjóra grunnmöguleika.
Kjölllming:
Þar sem gögn eru heftuð saman auk
forsíðu og baks og svartur límrenn-
ingur settur á kjölinn.
Vírgormar:
Þeir eru boðnir í svörtum og hvítum
lit og taka frá fáeinum síðum upp í
120 blaðsíður. Auk þess er í boði kar-
ton í átta litum og aðstoða ég við að
setja upp forsíður ef óskað er.
Kjölinnbinding:
Þessi möguleiki er aðallega hugsaður
til að binda inn gögn safnsins. Hann
hefur þann kost að hægt er að koma
fyrir í kápunum öryggisræmu sem
ekki er hægt að fjarlægja nema með
sérstöku tæki, auk þess sem bandið
fer vel í hillu og auðvelt er að
kjalmerkja það. Einnig er auðvelt að
losa upp innbindinguna ef skipta þarf
út blöðum eða bæta við efni. Þessar
kápur eru til í þremur gerðum og
Qórum þykktum og rúma fjórar til 150
blaðsíður.
Umplöstm:
Hér er um að ræða gömlu Bindo-
maticvélina sem Háskólabókasafnið
notaði m.a. til að binda inn sinn
safnkost og er notast við gamlan lager
af möppum til að byija með en þær
eru enn fáanlegar á markaðinum.
Bindigeta þeirra er 20-200 blaðsíður.
Auk þessa er boðið upp á plast-
húðun frá nafnspjaldastærð upp í A3
í mismunandi þykktum svo og ljós-
ritun á glærur bæði í svarthvítu og í
lit.
Afgreiðslutími fjölfóldunarstofu er
frá kl. 12:00-16:00 alla virka daga.
örn Hafsteinn Baldvinsson
Starfsmannahald
okkrar breytingar urðu á mann-
afla um síðustu áramót. Hefur
verið gerð grein fyrir þeim í innan-
hússpósti og skal það ekki endurtekið.
Það sem af er þessu ári hefur sú breyt-
ing orðið að Gerður Óttarsdóttir hætti
störfum hjá okkur 1. febrúar. Við
þökkum Gerði samstarfið og óskum
henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Annars hefiir allt verið með kyrrum
kjörum.
Ekki er úr vegi nú snemma árs að
geta þess hve margir starfa hér í stofn-
uninni, enda erum við oft spurð um
tölur í þessu sambandi. í árslok 1996
störfuðu í bókasafninu 109 einstakl-
ingar í samanlagt 91,4 stöðugildum. í
meginatriðum skiptast þau þannig:
Almennur rckstur 80,4
Rekstur hússins 6,0
Veitingastofa 10
91.4
Fer hér á eftir nánari greining á
íjölda stöðugilda eftir deildum og
starfseiningum bókasafnsins, eins og
þau eru talin í árslok 1996:
Skrifstofa 7,2
Fatagæsla 1,3
Kerfisþjónusta 3,0
Þjóðdeild 7,1
Handritadeild 4,5
Aðfangadeild 13,3
Skráningardeild 46,6
Útlánadeild 10,4
Upplýsingadeild 5,3
Bókband 2,8
Myndastofa 1,2
FjölfÖldunarstofa 0,5
Útibú 4,7
Mötuneyti 2,5
Hússtjóm 6,0
Veitingastofa 10
91,4
Þórir Ragnarsson
9
■
Gáta
Hvar í Þjóðarbókhlöðu
stendur plantan
sem þrífst best?
Takið þátt ( þessum létta leik!
Sendið skriflega lausn í tölvupósti
til Hildar G. Eyþórsdóttur.
Dregið verður úr réttum lausnum
og spennandi verðlaunum er heitið.