Húsgangur - mar. 1997, Síða 4

Húsgangur - mar. 1997, Síða 4
4 Húsgcmgur - Mars 1997 Fyrsta árið í lífi Starfsmannaféiags Þjóðarbókhlöðu JS tofnfundur félagsins, sem þá var nafnlaust, var haldinn 25. apríl 1995 á lestrarsal þjóðdeildar. Þar var fyrsta stjórn félagsins kosin og hana skipuðu Áslaug Agnarsdóttir (formaður), Ingibjörg Árnadóttir (varaformaður), Hallfríður Baldurs- dóttir (ritari), María Huld Jónsdóttir (gjaldkeri) og Kolbrún Andrésdóttir (meðstjórnandi). Fyrstu verkefni stjórnar voru að hugleiða tilgang félagsins, gera félagatal, ákveða félagsgjöld og semja drög að lögum. Ákveðið var að leggja áherslu á tvennt: hagsmuni starfsmanna á vinnustað og blómlegt félagslíf. Auglýst var eftir tillögum að nafni fyrir félagið og voru greidd atkvæði um bestu tillögurnar. Alls greiddi 41 félagi atkvæði og félagið hlaut form- lega nafnið Starfsmannafélag Þjóðarbókhlöðu. Drög að lögum fyrir félagið voru send í tölvupósti til allra starfsmanna í byrjun apríl og voru þau samþykkt án breytinga á aðal- fundinum 24. apríl 1996. Starfs- mannafélagið hafði nokkur afskipti af velferð starfsmanna á vinnustað, aðallega í sambandi við kvartanir um loftræstikerfíð. Öryggisnefnd safnsins tók það mál að sér eftir að búið var að velja fúlltrúa í hana. Hápunktur vetrarstarfsins var dags- ferð í Þórsmörk 25. júní. Leiðsögu- menn voru rómaðir íjallagarpar, þeir Eiríkur Þormóðsson og Þorleifúr Jónsson. Leiddu þeir ferðalangana um göll og firnindi, en að göngu lokinni var grillað í sameiningu og ekið heim um Fljótshlíðina. Einnig þótti árshátíð félagsins vel heppnuð. Hún var haldin á Selfossi 2. mars og sóttu hana um 60 manns. Boðið var upp á ýmis skemmtiatriði, spurninga- keppni og vísnasamkeppni. í júlí var efnt til Esjugöngu undir forystu Eiríks. Einnig stóð félagið fyrir páskafondri með aðstoð Hildar G. Eyþórsdóttur. Tæplega 20 manns fóru á „grískt kvöld“ í Hlaðvarpanum 19. apríl. í lok ársins voru félagar 69. Aðalfundur var haldinn 24. apríl 1996 og lauk þá fyrsta starfsári félagsins og ný stjóm tók við. Áslaug Agnarsdóttir Frá starfsmannafélaginu ftir aðalfund 24. apríl 1996 var stjómin þannig skipuð: Formaður Þómý Hlynsdóttir, varaformaður Eiríkur Þormóðsson, ritari Sigríður Konráðsdóttir, gjald- keri Bryndís ísaksdóttir og meðstjómandi Berglind Gunnarsdóttir. Varamenn em Ingibjörg Gísladóttir og Einar Hrafnsson og endurskoðandi Monika Magnúsdóttir. Hinn 13. desember lét Þómý af formennsku vegna bams- burðarleyfis en við tók Eiríkur Þormóðsson. Hið helsta sem félagið hefúr staðið fyrir það sem af er starfsárinu er eins og hér greinir: • Farin var dagsferð í Þjórsárdal sunnudaginn 9. júní 1996 í góðu veðri og vora þátttakendur milli 40 og 50. Á heimleið var farið í sundlaugina í dalnum og grillað í Árnesi. • Efnt var til vel heppnaðrar Dublinarferðar dagana 10,- 13. október sl. og vom þátttakendur 27. • Sunnudaginn 24. nóvember sl. var farið í leikhús til að sjá í hvítu myrkri eftir Karl Ágúst Úlfsson og vom þátttakendur um 30. • Laugardagskvöldið 7. desember sl. var haldin jóla- gleði í sal Tannlæknafélagsins að Síðumúla 33. Þátt- taka var mjög mikil. Heyrst hefúr að allir hafi skemmt sér mjög vel. • í desember stóð félagið fyrir jólafondri meðal starfs- manna og veitti Berglind í mötuneytinu því forstöðu. • Sunnudaginn 2. febrúar sl. var farið austur á Skeiðarársand til að skoða menjar eftir náttúmham- farimar þar á liðnu hausti. Þátttakendur vora á milli 25 og 30 og nutu vel bæði veðurblíðu og stórfengleika náttúmnnar. • Miðvikudaginn 19. febrúar sl. fóm um 20 starfsmenn og gestir þeirra í Hafnarfjarðarleikhúsið að sjá Birting eftir Voltaire. Af því sem ffam undan er í starfsemi félagsins er helst að nefna árshátíð sem haldin verður laugardagskvöldið 22. mars í Skíðaskálanum í Hveradölum. Auglýsing um hana hangir uppi á auglýsingatöllu í starfsmannainngangi en rækilegri auglýsing verður hengd upp þegar nær dregur hátíðinni. Svo sem lög starfsmannafélagsins kveða á um verður aðalfúndur þess haldinn í apríl á vori komanda en nánari dagsetning verður tilkynnt síðar. Þeir sem hug hafa á að komast í stjóm og formannssæti gefi sig fram við uppstillingamefnd, þ.e. Ingibjörgu Gísladóttur í Þjóðdeild og önnu Jensdóttur í Tón- og mynddeild.

x

Húsgangur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsgangur
https://timarit.is/publication/2070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.